Fréttir

Tjáningarfrelsi fjölmiðla og æruvernd - í ljósi nýfallins dóms MDE

Tjáningarfrelsi fjölmiðla og æruvernd - í ljósi nýfallins dóms MDE

  Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar fimmtudaginn 6. nóvember 2014 kl. 12:00-13:00 í Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík.   Þann 21. október sl. vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður sitt annað mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Taldi dómurinn að íslenska ríkið hefði brotið gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um tjáningarfrelsið.   Á fundinum verður dómurinn settur í samhengi við réttarþróun hér á landi og á vettvangi Mannréttindadómstólsins. Hvað þarf til þess að blaðamenn geti talist vera „í góðri trú“ þannig að ummæli séu réttlætanleg? Er munurinn á svokölluðum gildisdómum og staðhæfingum um staðreyndir alltaf ljós? Hvaða þýðingu hafa ný fjölmiðlalög í þessu samhengi, þyrfti einnig að endurskoða ákvæði hegningarlaga um ærumeiðingar?   Framsögumenn Gunnar Ingi Jóhannsson, hrl. hjá Lögmönnum Höfðabakka en hann flutti málið fyrir hönd Erlu hjá MDE. Halldóra Þorsteinsdóttir, aðstoðarmaður hæstaréttardómara, en hún skrifaði meðal annars um kröfur til sönnunar ummæla í meiðyrðamálum í Úlfljót 2012.   Fundarstjóri Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytinu og sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík.   Skráning hér   Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn  5. nóvember. Einnig er hægt að skrá sig í síma 568 0887 (símsvari).       Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 3.200,- fyrir félaga í LÍ en kr. 3.700,-,   Greiðist við innganginn.       Stjórn Lögfræðingafélags Íslands  
Lesa meira
Herferð gegn ofbeldi gegn blaðamönnum

Herferð gegn ofbeldi gegn blaðamönnum

Í gær var fyrsti alþjóðlegi baráttudagur   Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi sem beinist að blaðamönnum. Af því tilefni hefur Alþjóðasamband blaðamanna skipulagt mikla herferð þar sem blaðamenn og blaðamannafélög um allan heim eru hvött til að leggja þessu baráttumáli lið og styðja þá félaga sem lifa og starfa á svæðum og í löndum þar sem ástandið er slæmt í þessum efnum. Herferð IFJ hófst nú um helgina og stendur fram til 23. nóvember. Jim Boumelha, forseti Aljóðasambands blaðamanna, IFJ, hefur af þessu tilefni  talað inn á myndband þar sem hann fer yfir þessi mál. SJÁ MYNDBAND HÉRSjá frétt hér  
Lesa meira
Fjölmiðlamót í knattspyrnu

Fjölmiðlamót í knattspyrnu

  Fjölmiðlamótið í knattspyrnu árið 2014 verður haldið í Fífunni á morgun laugardag milli klukkan 14-18. Tíu lið hafra skráð sig til leiks og eru mörg ár síðan svo mörg lið hafa tekið þátt.  Um sjö manna bolta er að ræða og er leikið 1x15 mínútur á hálfum velli.  Liðunum er skipt í tvo riðla og spila tvö efstu liðin í hvorum riðli í kross áður en leikið er til úrslita um efstu þrjú sætin í mótinu.  Leikið er um eignarbikar og farandbikar, auk þess sem þrjú efstu liðin fá verðlaunapeninga.  Núverandi meistarar eru fotbolti.net en þeirhafa unniðmótið tvö síðustu árin.  Sigursælustu liðin í gegnum tíðina hafa verið DV, Stöð 2 og Morgunblaðið, en mótið er rúmlega aldarfjórðungsgamalt.  Farandbikarinn hefur þó aldrei unnist því vinna þarf mótið þrjú ár í röð til þess að vinna bikarinn til eignar.  Engu liði hefur tekist það, en Fótbolti.net á möguleika á því nú. .    Þegar dregið var í riðla skiptust liðin þannig:  A-riðill Pressan/eyjanK100RÚV433.is365  B-riðillBravóSkjár 1KjarninnFotbolti.netMbl. Leikjauppröðun er eftirfarandi: RIÐILL A: Leiktími 1x15 mínútur. Leikið á velli 1 14.10 K100 – 365                               14.17 RÚV – 433.is                            14.34 Pressan/Eyjan – K100             14.51 365 – RÚV                                15.08 Pressan/Eyjan – 433.is               15.25 K100 – RÚV                             15.42 433.is – 365                              15.59 RÚV – Pressan/Eyjan                16.16 433.is – K100                           16.33 365 – Pressan/Eyjan                   RIÐILLB: Leiktími 1x15 mínútur. Leikið á velli 2  14.10 Skjár 1 – Morgunblaðið                         14.17 Kjarninn – Fotbolti.net              14.34 Bravó – Skjár 1                         14.51 Morgunblaðið – Kjarninn                15.08 Bravó – Fotbolti.net                   15.25 Skjár 1 – Kjarninn                     15.42 Fotbolti.net – Morgunblaðið      15.59 Kjarninn – Bravó                                  16.16 Fotbolti.net – Skjár 1                 16.33 Morgunblaðið – Bravó               ÚRSLITAKEPPNI: Leiktími 1x15 mín. 17.00 Leikur um 5. sætið á velli 1      17.00 Leikur um 7. sætið á velli 2       17.17 Undanúrslit, AR1 – BR2 á velli 1           17.17 Undanúrslit, AR2 – BR1 á velli 2           17.40 Úrslitaleikur,  á velli 1               17.40 Leikur um 3. sætið, á velli 2       Völlur 1 er nær innganginum í Fífuna, völlur 2 er fjær. Framlenging í leikjum um fjögur efstu sætin er 1x5 mínútur, síðan vítaspyrnukeppni. Leikir um 5. og 7. sætið eru ekki framlengdir.      
Lesa meira
Traust til fjölmiðla eykst

Traust til fjölmiðla eykst

Traust á fjölmiðlum hefur aukist talsvert milli ára og mælist nú í nýrri könnun MMR 18,6% en var 12,7% í fyrra og 11% árið 2012. Þrátt fyrir að traustið hafi verið að aukast eru þetta lágar tölur eins og sjá má ef þær eru bornar saman við traust til RÚV sem mælist nú 51,3% en hefur þó dalað um eitt prósentustig frá því í fyrra.  Enn sem fyrr er það lögreglan sem mælist með mest traust en næst mest traust mælist til Háskóla Íslands og þá til Háskólans í Reykjavík, Ríkisútvarpsins og Landsvirkjunar. Fæstir sögðust bera mikið traust til bankakerfisins, Alþingis, Fjármálaeftirlitsins og lífeyrissjóðanna. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Árósarskólinn fyrir vind!

Árósarskólinn fyrir vind!

Norrænir stjórnmálamenn sem nú funda á Norðurlandsráðsþingi hafa tekið fram fyrir hendurnar á Norrænu ráðherranefndinni og komið í veg fyrir að Norræna blaðamannaháskólanum í Árósum verði lokað.  Þvert á móti sjá norrænir pólitíkusar fyrir sér að Árósarskólinn fái aukið hlutverk í norrænni blðamennsku  og ð niðurskurðaráform verði afturkölluð.  Þetta eru gleðitíðindi fyrir marga íslenska blaðamenn sem farið hafa til Árása í endurmenntun og  Hjálmar Jónsson formaður BÍ hefur áður lýst andstöðu félagsins við niðurskurðaráform  ráðherranefndarinnar. Sjá einnig hér
Lesa meira
Frá fundi norsku siðanefndarinnar

Brot á siðareglum að lesa inn á Lotto-auglýsingu

Norska fjölmiðlasiðanefndin ( Pressens faglige utvalg) hefur úrskurðar að TV2 í Noregi hafi brotið gegn nokkrum ákvæðum siðareglna með því að heimila að þekktur  íþróttafréttamaður  stöðvarinnar, Øyvind Alsaker ,  læsi inn á sjónvarpsauglýsingu fyrir Lottóið.  Er litið svo á af meirihluta siðanefndarinnar að  fjárhagsleg tengsl TV2 við Lottóið séu mikil og sterk vegna auglýsingahagsmuna og að gengi hafi verið of langt þegar þekktur íþróttafréttamaður stöðvarinnar sé látin fara með auglýsingatexta fyrir Lottó eins og um lýsingu á kappleik væri að ræða. Sjá meira hér
Lesa meira
Mikill sigur!

Mikill sigur!

„Ég fagna þessari niðurstöðu  og þetta er mikill sigur sem sýnir að  það þarf að festa betur í sessi meginreglur tjáningarfrelsis á íslandi,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í morgun í máli Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu.  Hjálmar  segir  þröngan skilning á mikilvægi tjáningarfrelsis fjölmiðla margsinnis hafa komið fram í dómum íslenskra dómstóla á umliðnum árum og þeir hafi þannig  lagt stein í götu blaðamennsku og fjölmiðlunar í landinu. Það sé óskandi að nú verði breyting á, því tjáningarfrelsið sé hornsteinn lýðræðislegra samfélagshátta og ekkert annað meðal  jafn öflugt til til að uppræta spillingu og ranglæti. Í dómi MDE í morgun er niðurstaðan sú að ís­lenska ríkið hafi brotið 10. grein ­sátt­málans   sem fjall­ar um tján­ing­ar­frelsið, en Mann­rétt­inda­sátt­mál­inn hef­ur verið lög­festur á Íslandi. Íslenska rík­inu er gert að greiða Erlu 8.000 evr­ur í bæt­ur, en það svar­ar til um 1.200 þúsund króna. Sjá frekari umfjöllun og viðbrögð Erlu hérSjá dóminn í heild sinni hér  
Lesa meira
Til varnar blaðamennsku 5. nóvember

Til varnar blaðamennsku 5. nóvember

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) mun þann 5. nóvember næstkomandi standa fyrir alþjóðlegum baráttudegi undir yfirskriftinni „Til varnar blaðamennsku“ (Stand up for journalism). Þetta er í sjöunda sinn sem þessi baráttudagur er skipulagður og er hugmyndin að fá almenning og fjölmiðlafólk til að íhuga og ræða þær ógnanir og áskoranir sem blaðamennskan stendur frammi fyrir í samtímanum. Í ár hefur undirbúningsnefndin ákveðið að beina kastljósinu að stöðu blaðamanna í umhverfi síaukinnar samþjöppunar.  Nýir aðilar á fjölmiðlasviðinu, s.s. Google, ógna ekki eingöngu fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlum heldur er tilvist lausamanna í blaðamennsku (freelance)  beinlínis í útrýmingarhættu því iðulega standa þeir frammi fyrir því að aðeins einn kaupandi er að efni þeirra. Þetta á sérstaklega við þegar um svæðisbundið efni er að ræða.  Fjármálamenn hafa verið að kaupa upp fjölmiðlagáttir vítt um álfuna og allan heiminn og virðat komast upp með að stjórna fjölmiðlamarkaðnum á eigin forsendum sem oft eru hagsmunir ótengdir fjölmiðlun. Þannig er mjög algengt í suður og austur Evrópu að þeir sem eru í fjölmiðlarekstri séu samhliða í annars konar viðskiptum sem síðan hafa áhrif á ritstjórnarstefnu og flestir þessir eigendur hafa auk þess pólitíska hugmyndafræði á dagskrá sinni. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Ræða hvernig á að bregðast við stjórnvaldsnjósnum

Ræða hvernig á að bregðast við stjórnvaldsnjósnum

Undanfarin misseri hafa áhyggjur almennings og þó sérstaklega blaðamanna og samtaka þeirra af fjölda- persónunjósnum  stjórnvalda og annarra vaxið verulega. Það eru ekki síst þær upplýsingar sem komu fram með skjölunum sem Edward Snowden afhjúpaði sem  stuðlað hafa að vaxandi áhyggjum og umræðum. Frá því að Snowden málið kom fyrst upp hafa mörg fleiri tilvik um njósnir yfirvalda þar á meðal lögreglu  dregið fram þá hættu sem trúnaðarsamband blaðamanna og heimildarmanna er komið í af þessum sökum.  Það hefur verið njósnað um blaðamenn og gögn úr símum þeirra hafa verið haldlögð með leynd og samskipti þeirra á ýmsan hátt hleruð.  Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) í samvinnu við Blaðamannasamband Bretlands (NUJ) hafa nú blásið til alþjóðlegrar ráðstefnu í London til að ræða hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og tryggja heimildavernd og sjálfstæði blaðamanna. Ráðstefnan hefst á fimmtudag, 16. október og munu þar koma saman blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla, stjórnmálamenn, lögfræðingar og baráttufólk fyrir borgaralegum réttunum víða að úr heiminum. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Prentverk í hættu vegna samdráttar hjá prentmiðlum

Prentverk í hættu vegna samdráttar hjá prentmiðlum

  Samdráttur í útbreiðslu prentmiðla, einkum vikublaða og tímarita ógna nú tilvist Aller prentsmiðjunnar í Noregi  en þar vinna nú  rúmlega 90 manns mest grafískir hönnuðir.  Prentsmiðjan er í eigu danskra aðila og hafa tekjur hennar farið minnkandi undanfarin ár samhliða erfiðleikum í prentaðri útgáfu og minnkandi lestri.  Þannig var afkoman fyrir skatta  jákvæð upp á um 15 milljónir norskra króna árið 2010 en var í fyrra neikvæð um  rúmar 10 milljónir.  Prentsmiðjan er staðsett í Nittedal rétt utan við Osló og er til umræðu að flytja verkefni hennar til systurverksmiðju í Tostrup í Danmörku. Hins vegar  hafa verið viðraðar áhyggjur af því að ef þróunin verði  jafn neikvæð í útbreiðslu og lestri prentmiðla sé tilverugrundvelli beggja prentsmiðjanna í raun ógnað. Sjá meira hér  
Lesa meira