- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ástandið á Gaza hefur víða orðið tilefni umræðu um blaðamennsku, og þá sérstaklega hlutlægni og jafnvægi í fréttaflutningi. Víða hafa ásakanir komið fram um að blaðamenn dragi heldur taum Palestínumanna en einnig hefur í umræðunni verið áberandi að reynt sé a ritstýra umfjöllun blaðamanna á alþjóðlegaum bandarískrum fréttastofum. Skemmst er að minnast þess að fréttamenn voru kallaðir heim af vettvangi, blaðamenn sem þótt hafa draga upp of neikvæða mynd af Ísrael bæði í fréttamati og í bloggpistlum.
Í Noregi er þessi umfjöllun öll mun meira áberandi en á Íslandi og þar hafa skoðanir verið mjög skiptar á umfjöllum fjölmiðla, sérstaklega NRK, sem þykir vera mjög höll undir málstað Palestínumanna. Þó er rétta ð halda til haga að gagnrýni hefur komið úr báðum (öllum) áttum. Fréttamenn hafa tekið þátt í umræðum um umfjöllun sína og er það að hluta til stefna miðlanna sem þeir vinna hjá blaðamenn sé virkir á samfélagsmiðlum. Nú hefur Per Edgar Kokkvold, fyrrum framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Noregs og núverandi formaður í útvarpsráði, kvatt sér hljóðs um þessi mál svo efteir er tekið, en Kokkvold er mjög áhrifamikill í fjölmiðlaumræðu í Noregi. Í viðtali við Dagen segir hann það orka tvímælis að blaðamenn sem eru að skrifa um tiltekin mál séu að tjá sig með ítarlegum hætti um þau málefni sem þeir eru að fjalla um og taka afstöðu. Eðlilegt sé að þeir tjái sig um ýmislegt í tengslum við vinnslu mála og tæknileg atriði við fréttaöflun en spurning varasamt geti verið að lýsa yfir afgerandi skoðunum enda geti slíkt veikt trúverðugleika fréttaumfjöllunar. Hann kallar eftir umræðu um hvar þessu mörk eigi að liggja, hversu langt blaðamenn eigi að ganga í að lýsa skoðunum sínum á samfélagsmiðlunumog á opinberum vettvangi. Í viðtalinu segir hann: Allar ritstjórnir leggja áherslu á gagnvirkni milli ritstjórna og lesenda, áhorfenda eða hlustenda. En ég held að þetta geti gengið of langt. Hlutverk okkar sem blaðamanna er ekki að þjóna áhorfendum eða hlustendum með þessum hætti. Ef við gerum okkur að þrælum almenningsálits er það ekki síður hættulegt en að vera þrælar stjórnmálaflokkanna.