Fréttir

Mads Storvik  er nýr yfirmaður hjá Nationen og hefur leitað nýrra leiða í tekjuöflun. Mynd: Jouranli…

Norðmenn ræða seldar umfjallanir

Meðal norskra blaðamanna er nú umræða um kostun efnis í miðla, en slíkt hefur tíðkast nokkuð hér á landi í dagblöðum, einkum fríblöðum og tímaritum. Er þá um að ræða umfjöllun  sem greitt er fyrir um tiltekin fyrirtæki , vörur eða þjónustu. Þrátt fyrir að slíkt efni hafi útlit og yfirbragð ritstjórnarefnis er í raun um auglýsingar að ræða og hefur slíkt efni því alla jafnan verið merkt sérstaklega sem „kynning“ eða eitthvað slíkt. Fréttablaðið tók mjög afgerandi skref fyrir nokkrum misserum þegar slíkt efni var alfarið fært undir markaðsdeild fyrirtækisins og þeir sem unnu slíkt efni  ekki skilgreindir sem hluti af ritstjórn. Þetta átti að gera mörk auglýsinga og efnis skýrari. Í Noregi er verið að útfæra þessar hugmyndir m.a. hjá vefsíðu blaðsins Nationen, sem er eins konar landsdekkandi Bændablað,  en þar hefur fyrirtækjum verið boðið að vinna efni/umfjöllun sem síðan er sett inn á vefinn þannig að það hefur á sér yfirbragð ritstjórnarefnis. Hins vegar er efnið merkt með skiltum bæði á undan umfjölluninni og eftir umfjöllun sem kynningarefni, og telja forsvarsmenn miðilsins að þar með sé komið í veg fyrir að reglur um  "kynningar innsetningar“  á vörum og um kostun í myndskeiðum  séu brotnar og að komið sé fram gagnvart lesendum af hreinskilni.  Þetta  hefur mælst misjafnlega fyrir meðal blaðamanna, sem margir telja sífellt verið að þrengja að siðferðilegum gildum um sjálfstæða blaðamennsku, en á móti er bent á að þarna fáist nauðsynlegir auglýsingapeningar í rekstur fyrirtækjanna. Sjá m.a. hér          
Lesa meira
Sókn á netinu en viðspyrna í prenti

Sókn á netinu en viðspyrna í prenti

Þrátt fyrir að rúmlega 30 milljón punda tap hafi orðið á fjölmiðlasamsteypunni Guardian News & Media í Bretlandi sem gefur út TheGuardian / The Obesrver og vefinn guardian.com  á fyrsta ársfjórðungi þess árs vekur athygli að tekjur fyrirtækisins hafa aukist um tæp 7% miðað við sama tíma í fyrra.  Rekstur prentútgáfunnar er nánast á pari og 24% aukning varð í tekjum af netútgáfunni. Sérstaka athygli vekur viðspyrnan í prentmiðlunum en í þeim geira útgáfunnar er þróunin almennt frekar niður á við. Sjá einnig hér      
Lesa meira
Skýrsla frá heimsþingi IFJ aðgengileg

Skýrsla frá heimsþingi IFJ aðgengileg

Fundargerð/skýrslan frá heimsþingi Alþjóða blaðamannasambandsins (IFJ) sem haldið var í Dublin í fyrra sumar er nú aðgengileg á vef sambandsins. Í skýrslunni er að finna ítarlega samantekt á umræðum og atburðum þingsins auk þeirra ályktana og tillagna sem saþykktar voru. Jafnframt er þar að finna starfsáætlun sambamandsins.   Smellið hér til að lesa skýrsluna  
Lesa meira
Belgar kaupa Berlinske

Belgar kaupa Berlinske

 Fjölmiðlafyrirtækið danska, Berlinske Media, hefur nú  skipt um eiganda, en fjölskyldufyrirtækið og útgáfurisinn frá Belgíu, De Pergroep,  hefur keypt fyrirtækið af breska fyrirtækinu Mecom Group sem átt hefur Belinske frá 2006. Samhliða kaupir De Pergroep annað stórt fjölmiðlafyrirtæki af Mecom, en það er hollenska fyrirtækið Wegener. Þar með á Mecom, sem verið hefur stór spilari á fjölmiðlamarkaði undanfarin ár, aðeins eitt fölmiðlafyrirtæki eftir, Media Groep Limburg. Fréttir herma að til standi að selja það fyrirtæki líka og þar með hverfur Mecom af þessu sviði. Kaupverð Berlinske er rúmlega 1,8 milljónir danskra króna og fylgir öll starfsemi fyrirtækisins með í kaupunum.  Sjá einnig hér
Lesa meira
Eiríkur á Séð og heyrt

Eiríkur á Séð og heyrt

 Eiríkur Jónsson mun taka við ritstjórn Séð og heyrt, en áður var Eiríkur ritstjóri það um þriggja ára skeið til 2010.  Vísir greinir frá
Lesa meira
Vinningshafarnir í fyrra, Páll Steingrímsson og Vigdís Finnbogadóttir ásamt Siguði inga Jóhannssyni …

Tilnefninarfrestur til umhverfisverðlauna til 18. ágúst

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.Tilnefningar vegna verðlaunanna skulu berast fyrir 18. ágúst 2014  Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar. Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru Á síðasta ári  féll Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður þessi verðlaun en við sama tækifæri var  Vigdísi Finnbogadóttur veitt Náttúruverndarviðurkenning  Sigríðar í Brattholti. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali Páls sagði:  „Heimildamyndir Páls Steingrímssonar skipta mörgum tugum frá Vestmannaeyjagosinu 1973 og fram á þennan dag. Megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir, svo sem fuglasögurnar sem hann hefur fengist við hin síðustu ár, og áhrif manna á umhverfið. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina. Páll hefur enda hlotið viðurkenningar bæði hér á landi og erlendis fyrir störf sín, m.a. heiðursverðlaun Eddu.“ Sjá einnig hér  
Lesa meira
Sótt að fjölmiðlum: staðan í Austur - Evrópu og Rússlandi

Sótt að fjölmiðlum: staðan í Austur - Evrópu og Rússlandi

 Blaðamenn í Austur - Evrópu og Rússlandi, þeim ríkjum sem áður tilheyrðu Sovét-blokkinni, búa í dag víða við mjög erfiðar aðstæður þar sem ritskoðun af ýmsu tagi er áberandi og iðulega framkvæmd með mjög „fáguðum“ hætti, en líka með mjög grófum og augljósum aðferðum.  Öfgakennd ofbeldisverk  s.s. líkamlegar árásir eða beinlínis manndráp eru aðeins toppurinn á ísjakanum í þessum efnum.  Þúsundir fjölmiðlamanna standa daglega frammi fyrir þrýstingi, lögsóknum, hótunum, fangelsunum,  ástæðulausum uppsögnum eða öðrum aðferðum til ritskoðunar þegar þeir sinna vinnu sinni í þessum ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem IFJ hefur gert í samvinnu veið blaðamannafélög á svæðinu og birt er í skýrslu sem heitir „Media Under Attack: Balkans and Former Soviet Union Press Freedom Review, January 2011- December 2013“. Þar er farið yfir stöðuna í einstökum löndum og á svæðinu í heild. Sjá skýrsluna hér  
Lesa meira
Blaðamennska á Íslandi er lífstíll

Blaðamennska á Íslandi er lífstíll

Blaðamenn á Íslandi virðast sætta sig við mikið álag og lág laun meðal annars vega þess að þeim þykir starfið skemmtilegt, spennandi og fjölbreytt. Þeir líta á það sem lífsstíl og eiga því erfitt með að samræma vinnu og einkalíf og missa því gjarnan af gæðastundum með vinum og fjölskyldu. Þetta má lesa út úr niðurstöðum úr viðtalsrannsókn Svanhvítar Ljósbjargar Guðmundsdóttur  sem hún gerði sem lokaverkefni í meistaranámi sínu í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands.  Hún byggði á viðtölum við starfandi og fyrrverandi blaðamenn sem greindu frá reynslu sinni og viðhorfum. Ritgerðina í heild má sjá hér, en úrdráttur Svanhvítar Ljósbjargar er svohljóðandi:  Það er eitthvað heillandi við blaðamennskuna og hún hefur löngum þótt vera áhugavert starf. Þrátt fyrir að blaðamenn séu almennt ánægðir í starfi eru hins vegar margir þeirra sem kjósa að hætta störfum og sérstaklega virðist það eiga við um konur, þrátt fyrir að meiri líkur séu á að þær hafi menntað sig í faginu. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða aðstöðu blaðamanna á Íslandi, álag í starfi, starfsaldur, vinnustaðamenningu og kynjamismunun og þá með sérstakri áherslu á konur og af hverju þær virðast eiga styttri starfsaldur á fjölmiðlum en karlar. Til að skoða þetta voru settar fram þrjár rannsóknarspurningar: 1. Hvaða starfstengdu þættir móta helst að blaðamenn séu ánægðir í starfi? 2. Hvers vegna eiga konur styttri starfsaldur á fjölmiðlum en karlar? 3. Hvaða áhrif hefur starf blaðamannsins á samræmingu vinnu og einkalífs? Til að fá svör við þessum spurningum og fleirum var notuð eigindleg aðferðafræði. Tekin voru hálfopin viðtöl við tólf einstaklinga, karla og konur, sem starfa sem blaðamenn eða höfðu áður starfað sem blaðamenn. Notast var við snjóboltaúrtak við framkvæmd rannsóknarinnar. Auk þess var safnað saman upplýsingum um fjölda og kynjahlutfall útskrifaðra nema úr fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og Háskóla Akureyrar sem og upplýsingum um fjölda blaðamanna og kynjahlutfall í Blaðamannafélagi Íslands. Að endingu fékkst tölfræði um fjölda blaðamanna, kynjahlutfall, aldur og starfsaldur frá fjórum íslenskum prent- og vefmiðlum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þeir blaðamenn sem rætt var við voru almennt mjög sáttir í störfum sínum. Þeim fannst starfið skemmtilegt, spennandi og fjölbreytt ásamt því að vera samfélagslega mikilvægt. Gallar starfsins voru hins vegar þeir að álagið var gríðarlega mikið, á köflum svo mikið að það ógnar heilsu einstaklinganna, og launin voru of lág. Þrátt fyrir gallana upplifðu blaðamenn starf sitt sem nokkurs konar lífsstíl sem fylgir þeim alltaf enda eru þeir alltaf vakandi fyrir fréttum. Að hluta til vegna þess að blaðamennskan verður nokkurs konar lífstíll viðurkenndu flestir viðmælendurnir að þeir ættu erfitt með að samræma vinnu og einkalíf og að þeir misstu reglulega af gæðastundum með vinum og fjölskyldu. Það virðist vera fórnarkostnaður sem margir eru tilbúnir að sætta sig við enda upplifðu viðmælendurnir sem það væri í raun bara hluti af starfinu. Eins gefa niðurstöður rannsóknarinnar það til kynna að umhverfi fjölmiðlanna sé almennt erfitt og krefjandi, fyrir bæði konur og karla. Hins vegar er það enn erfiðara fyrir konur því ofan á þessa galla blaðamennskunnar þurfa konur frekar að berjast fyrir sinni stöðu á fjölmiðlum. Þær fá frekar mál sem njóta ekki virðingar og það þarf mikla baráttu til að þær fái „stóru málin“. Eins gátu margar konurnar nefnt eitt eða jafnvel tvö dæmi um kynjamismunun og í sumum tilvikum hafði það greinilega haft mikil áhrif á þær. Rannsóknir sýna að konur sjá ennþá um meirihluta barnauppeldis og heimilisstarfa og þegar því er bætt við baráttuna sem þær þurfa að heyja til að fá sanngjörn tækifæri í vinnunni skýrir það líklega hvers vegna margar þeirra velja að hætta í blaðamennsku.  
Lesa meira
Fordæma fangelsisdóma

Fordæma fangelsisdóma

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) er meðal þeirra fjölda mörgu sem hafa fordæmt dóma yfir blaðamönnum Al Jazeera í Kaíró í Egyptalandi í gær. Sambandið hefur skorað á stjórnvöld í Egyptalandi að grípa inn í málið og láta blaðamennina þrjá lausa enda hafi þeir verið sakfelldir fyrir það að vinna vinnuna sína.  Sjá meira hér Og fréttir hér og  hér  
Lesa meira
Fleiri afbrot, minni umfjöllun - færri afbrot, meiri umfjöllun?!

Fleiri afbrot, minni umfjöllun - færri afbrot, meiri umfjöllun?!

Vísbendingar eru um að umfjöllun fjölmiðla á Íslandi um afbrot hafi aukist þegar afbrotum fækkaði en að það hafi hins vegar dregið úr henni þegar hegningalagabrotum fjölgaði. Þetta kemur fram í nýrri meistararitgerð Jóns Heiðars Gunnarssonar í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Jón Heiðar skoðaði gögn frá Creditinfo  um fréttir af afbrotum á árunum 2006 - 2013  og bar það saman við hegningalagabrot á landsvísu fyrir sama tímabil.  Hér má sjá ritgerðina í heild sinni, en útdráttur Jóns Heiðars hljóðar svona:Viðfangsefni þessarar rannsóknar og ritgerðar er að kanna sambandið á milli fjölmiðla og afbrota, auk þess sem leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: „Eru rökrétt tengsl á milli afbrotatíðni og umfjöllunar fjölmiðla á Íslandi?“ Til að svara þessari spurningu var notast við megindlega rannsóknaraðferð þar sem fréttir af afbrotum á árunum 2006 – 2013 voru skoðaðar ásamt því að afmörkuð tímabil voru greind niður á kerfisbundinn hátt. Notast var við gagnagrunn Creditinfo til að nálgast fréttir frá fyrrnefndu tímabili. Markmiðið er að auka skilning á umfjöllun fjölmiðla um afbrot og skoða hvað megi fara betur í meðferð íslenskra fréttamanna á viðfangsefninu. Niðurstöður komu á óvart því þær sýna fram á að neikvætt rökrétt samband er á milli afbrotatíðni og umfjöllunar fjölmiðla um afbrot þ.e. það ríkir andhverfusamband þarna á milli. Rannsóknin leiddi í ljós að á rannsóknartímabilinu dregur úr umfjöllun fjölmiðla um afbrot þegar hegningarlagabrotum fjölgar og á sama hátt eykst fjölmiðlaumfjöllun um afbrot þegar þeim fækkar. Þó eru ýmsir þættir sem gætu haft áhrif á niðurstöðurnar, en til að mynda hóf Creditinfo ekki að skrásetja netfréttir fyrr en árið 2010.      
Lesa meira