Kristín Þorsteinsdóttir verður útgefandi 365

Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið ráðinn útgefandi hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365. Þetta er nýtt starf. Kristín hefur verið í stjórn fyrirtækisins og hættir þar, en Kristín hefur margháttaða reynslu af fjölmiðlun og blaðamennsku, en hún hefur verið starfað sem blaða- og fréttamaður og auk þess verið upplýsingafulltrúi og starfaði m.a. hjá Baugi um skeið.  Kristín hefur m.a. gegnt trúnaðarstörfum fyrir BÍ, og var í verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna fyrir nokkrum árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir m.a. : "Útgefandi er yfirmaður fréttastofu og ber ábyrgð á störfum hennar gagnvart forstjóra, Sævari Frey Þráinssyni. Mikael Torfason aðalritstjóri mun áfram stýra daglegum rekstri fréttastofu ásamt Ólafi Stephensen ritstjóra og er því ekki um neina breytingu að ræða á störfum þeirra eða ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofu." Nánar er gerð grein fyrir tilkynningu fyrirtækisins um málið á visi.is en þá umfjöllun  má sjá hér.