- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Danskar konur sem eru að læra blaðamennsku í háskólum virðast vera viðkvæmari fyrir stressi en karlkyns kollegar þeirra. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum úr könnun sem unnið er að og verður kynnt betur í vor. Fjallað er um málið á vefsíðu danska Blaðamannsins og kemur þar fram að af tæplega 20% nemenda í blaðamennsku eru svo stressaðir að þeir þurfa á aðstoð fagfólks að halda. En af þeim hópi sem er svona stressaður þá eru 75% konur. Þetta mikla stress kemur nokkuð á óvart og þá ekki síður hversu kynbundið það er. Blaðamennskunám er nokkuð erfitt í Danmörku, en miðað við ummæli námsráðgjafa á heimsíðu Blaðamannsins danska þá eru það ekki síst stúlkur sem hafa vanist því að standa sig mjög vel í skóla og fá háar einkunnir sem verða stressaðar. Viðbrigðin að fá ekki áfram jafn háar einkunnir og jafnvel að lenda í vandamálum með námið virðast hafa mjög stressandi áhrif.
Sjá umfjöllun danska Blaðamannsins hér