- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fréttahluti BBC þarf að skera niður sem nemur 415 af núverandi stöðugildum í stórfelldri sparnaðaráætlun sem framkvæmdastjórinn James Harding hefur tilkynnt um. Hér er um að ræða hluta af aðgerð sem á að skila 800 sterlingspunda sparnaði en slíkt er sagt nauðsynlegt til að mæta frystingu afnotagjalda árið 2010. Þessi sparnaður á fréttastofum á að skila 48 þúsund punda sparnaði fyrir árið 2017. Nú starfa á vegum fréttadeilda BBC um 8.400 manns þar af um 5.000 blaðamenn sem eru ýmist staðsettir í London og vítt um Bretlandi eða annars staðar í heiminum. Þá er stefnan sett á að draga verulega úr hefðbundnum fréttaflutningi og láta stofnunina einbeita sér frekar að stafrænni miðlun og nýrri tækni.Á móti þeim 415 núverandi stöðugildum sem leggja á niður munu sköpuð um 195 ný stöðugildi á sviði nýmiðlunar, þannig að raunfækkin starfa verður 220 stöðugildi.