Fréttir

Málþing - Hvað ógnar ritstjórnarlegu sjálfstæði?

Málþing - Hvað ógnar ritstjórnarlegu sjálfstæði?

Hvers vegna er ritstjórnarlegt sjálfstæði mikilvægt? Fyrir hverja? Hvernig er hægt að tryggja það? Með betra starfsöryggi blaðamanna? Hvað ógnar því? Þetta og fleira verður rætt á málþingi Blaðamannafélags Íslands og fjölmiðlanefndar sem fram fer í Kornhlöðunni fimmtudagskvöldið 18. september. Málþingið hefst kl.  kl. 20:00 og eru allir velkomnir. Í pallborði verða: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður og fyrrv. formaður BÍ, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV og Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Fundarstjóri verður Arna Schram, fyrrv. formaður BÍ. Að loknum framsögum verða fyrirspurnir og almennar umræður. Miðað er við að málþingið standi yfir til kl. 22:30. Í boði verður kaffi og léttar veitingar á hóflegu verði fyrir félagsmenn
Lesa meira
Forustumenn blaðamanna á Gaza í heimsókn

IFj í stuðningsheimsókn á Gaza

Leiðtogar Aljóðasambands blaðamanna (IFJ) hafa verið í tveggja daga stuðningsheimsókn á Gazasvæðinu þar sem þeir hittu forustumenn Blaðamannafélags Palestínu og hóp egypskra blaðamanna. Þetta er fyrsta heimsókn  erlends stéttarfélags eða fagfélags til Gaza frá því að samnið var um vopnahlé þann 26. ágúst. Fram kom hjá Jim Boumelha formanni IFJ í heimsókninni að hann teldi nauðsynlegt að Ísrael yrði látið svara til saka um ólöglegar aðgerðir sínar á Gazasvæðinu og hann sagði ennfremur:  „Þegar Ísraelsher hætti loftárásum sínum var samfélag blaðamanna á svæðinu rétt eins og samfélagið allt í áfalli og sárum. Sautján blaðamenn dóu, 19 særðust,  á annan tug missi heimili sitt og 11 fjölmiðlafyrirtæki voru beinlínis gerð að beinum skotmörkum.“  Þetta var hræðilegur glæpur og það liggja fyrir óyggjandi sannanir fyrir því að stjórnvöld í Ísrael  fylgdi stefnu þar sem fjölmiðlar og blaðamenn voru skilgreind skotmörk.“ Sjá einnig hér
Lesa meira
Stefnuyfirlýsing EFJ

Stefnuyfirlýsing EFJ

 Fyrir Evrópuþingskosningarnar í sumar gekkst Evrópusamband blaðamanna (EFJ) fyrir undirskriftasöfnun meðal frambjóðenda til Evrópuþingsins þar sem farið var fram á stuðning við 10 megin stefnumál sem EFJ telur mikilvæg til að tryggja frjálsa og fjölbreytta fjölmiðlun í álfunni.  Um 200 frambjóðendur skrifuðu undir þessa yfirlýsingu og um 50 þeirra náðu kjöri á Evrópuþingið. EFJ hefur nú birt nöfn þeirra sem undir þeta skrifuðu ásamt stefnumálunum 10  á heimasíðu sinni. Stefnumálin voru þessi:  1. Lýðræði þarf á sjálfstæðri blaðamennsku að halda  2. Evrópa þar fá fjölbreytni í fjölmiðlum að halda  3. Fundafrelsi og frelsi til að semja um eigin kjör á að vera fyrir alla   4. Höfundaréttur – sanngjarnir samningar fyrir alla  5. Vinnuskilyrði hafa áhrif á gæði blaðamennsku  6. Blaðamennska er samfélagsgæði  7. Rannsóknarblaðamennska krefst ffrjáls aðgangs að upplýsingum  8. Fjárfesta ber í framtíð blaðamennsku  9. Vinnuöryggi  10. Bygga á upp traust og ábyrgð með siðlegri blaðamennsku.  Sjá meira hér  
Lesa meira
Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV

Hallgrímur ritstýrir DV

Hallgrímur Thorsteinsson er tekinn við sem nýr ritstjóri á DV en Reynir Traustason hefur verið leystur undan störfum sínum fyrir blaðið. Hallgrímur segist í samtali við RÚV vonast til að deilur í eigendahópi verði settar niður sem fyrst og  að hann sjái „engin skrímsli undir rúminu“  varðandi eignarhaldið og að menn hafi farið fram úr sér í vangaveltum um þöggun á blaðinu. Athygli vekur að Reynir Traustason virðist enn bundin ráðningarböndum við blaðið þó hann hafi þar engar skyldur og  samkvæmt bréfi sem hann birti á Facebook  megi ekki koma inn á ritstjórnina, nota netfang sitt þar eða skrifa í eða hafa afskipti af DV eða dv.is. Þetta á að gilda í jafnvel  fram til mánaðarmóta  til að gefa nýrri stjórn ráðrúm til að „kanna fjárhag félagsins og rekstur á þessu ári“.  Um þetta segir Reynir á Facebook: „Sú aðför sem nú stendur yfir gagnvart mér er sú ógeðslegasta sem ég hef upplifað. Í stað þess að segja mér upp með mannsbrag er mér skipað að fara í frí og gefið til kynna að eitthvað misjafnt sé í pokahorninu.“ Sjá meira hér  
Lesa meira
Nýtt merki og vefslóð EFJ

Nýtt merki og vefslóð EFJ

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur á undanförnum mánuðum verið að vinna í upplýsingamálum sínum og hefur vilja gera sig sýnilegra en það hefur verið innan Aljóðasambands blaðamanna (IFJ). Líður í þessu hefur verið vinna í vefsíðu EFJ sem hægt hefur verið að nálgast með því að fara í gegnum vefsíðu Alþjóðasambandsins. Nú hefur verið útbúin sérstök slóð á vefsíðu EFJ sem er http://www.europeanjournalists.org/  og  jafnframt hefur verið kynnt til sögunnar nýtt merki eða logo fyrir samtökin. Nýja merkið má sjá hér að ofan.  
Lesa meira
Bente Klarlund Pedersens

Birti sjálf strax svörin við spurningum blaðamanns

Athyglisverð umræða fer nú fram í hopi danskra blaðamann í kjölfar þess að viðmælandi blaðamanns hjá Jullands Posten sem fékk sendar spurningar frá blaðamanni birti sjálfur opinberlega svör sín við spurningunum og spurningarnar á opinberri vefsíðu. Það var gert til að tryggja „gagnsæi um ferðakostnað viðkomandi“.   Þetta er nokkuð sérstakt þar sem viðkomandi blaðamaður hefur verið að skrifa greinaflokk um ráðstöfun á fjármagni til rannsókna á sjúkrahúsum og ferðakostnað starfsfólks í tengslum við það. Eitt og annað hefur komið fram í þessum greinum og eftir að blaðmaðurinn, Morten Pihl, hafði komist yfir gögn um ferðakostnað voru fyrirspurnirnar sem sendar voru viðkomandi, rannsóknarkonunni Bente Klarlund Pedersens. En um leið og hún svaraði fyrirspurninni birti hún svör sín opinberlega annars staðar.  Morten Pihl segir í samtali við vefsíðu danska Blaðamannsins að hann hafi talið heiðarlegt að gefa viðmælendum tækifæri til að leggjast yfir svör sín og gefa þau skriflega og að þeir fengju sæmilega rúman tíma til að svara. Nú hins vegar velti hann því fyrir sér – í ljosi þess að eðli málsins samkvæmt séu fjölmiðlar í keppni um að koma fram fyrstir með málin og upplýsingar – hvort þessi vinnubrög séu misráðin og eðlilegra væri einfaldleg að hringja í viðkomandi og stytta tímann þannig fram að birtingu. Hann segir að raunar hafi þetta ekki komið verulega að sök í þessu máli því hann hafi ekki metið þetta sem svo að í málinu væri frétt og eðlilegar útskýringar hafi fengist.   Sjá umfjöllun hér  
Lesa meira
Frá flóðunum í Kaupmannahöfn um helgina

Stórir fréttadagar!

Stundum er því haldið fram að fréttnæmir atburðir komi í bylgjum og að suma daga gerist margir mjög fréttnæmir atburðir á meðan ekkert gerist þess á milli. Undanfarin vika á Íslandi hefur verið mjög fréttnæm, eldgos, fjölmiðlafár, og lekamál. Stundum rifja gamalreyndir fréttamenn upp stóra fréttadaga eins og t.d. í janúar 1991 þegar Persaflóastríðið fyrra skall á, Ólafur Noregskonungur dó og Hekla gaus sama daginn.  En um helgina varð einmitt einn af þessum stóru fréttadögum hjá dönskum blaðamönnum og er um það fjallað á vefsíðu Blaðamannafélags Danmerkur. Fréttastjóri TV2, Peter Thorup, talar þar um að þetta hafi verið einn stærsti fréttadagurinn sem hann man eftir, en óvæntar sviptingar urðu í stjórnmálum og í tilnefningum Dana í embætti kommissara hjá ESB sem komu á sama tíma og flóðin urðu í Kaupmannahöfn.  Sjá umfjöllun hér  
Lesa meira
Tilkynning

Höndin sem fæðir og höndin sem skrifar

Miðvikudaginn 3. september kl. 12.00-13.00 flytur Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, erindið Höndin sem fæðir og höndin sem skrifar: Ritstjórnarlegt sjálfstæði, stjórnmál, sérhagsmunir, fagleg vinnubrögð og hlutleysi fjölmiðla. Birgir er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Birgir er stjórnmálafræðingur og sagnfræðingur frá Essex í Bretlandi og lauk framhaldsnámi í stjórnmálafræði frá Manitóba háskóla í Kanada. Hann starfaði við fjölmiðla í um tvo áratugi sem blaðamaður, fréttastjóri og ritstjóri. Birgir hefur m.a. skrifað um og rannsakað samspil stjórnmála og fjölmiðla og þróun fjölmiðla á tíma markaðsmiðlunar. Hann er ritstjóri Blaðamannsins, fagrits Blaðamannafélags Íslands, og hefur á undanförnum árum og misserum unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Blaðamannafélagið. Félagsvísindatorgið verður í stofu M102 og er öllum opið án endurgjalds.
Lesa meira
Blaðamenn munu standa vörð um rétt almennings til upplýsinga

Blaðamenn munu standa vörð um rétt almennings til upplýsinga

Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti á fundi sínum í dag 29. ágúst 2014 neðangreinda ályktun: Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni á að fjársterkir einstaklingar reyni að hafa áhrif á eignarhald á fjölmiðlum í því augnamiði að torvelda umfjöllun um það sem efst er á baugi hverju sinni.  Slíkar tilraunir lýsa mikilli vanþekkingu og skilningsleysi á hlutverki fjölmiðla í samfélögum nútímans sem byggja á lýðræðislegum grunngildum og rétti almennings til að hafa ávallt sem réttastar og bestar upplýsingar.  Leyndin þjónar eingöngu hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela og er gróðrarstía spillingar svo sem nýleg dæmi  úr íslenskri samtímasögu sýna því miður svo skýrt.  Blaðamenn og ritstjórnir fjölmiðla munu standa vörð um rétt almennings til upplýsinga hér eftir sem hingað til og hvika hvergi í þeim efnum.  Jafnframt hvetur stjórn Blaðamannafélagsins eigendur fjölmiðla til þess að vera meðvitaðir um það mikilvæga hlutverk sem fjölmiðlar gegna í samfélaginu og þá ábyrgð sem því fylgir að eiga fjölmiðil og skapa starfsfólki hans skilyrði til að sinna hlutverki sínu með trúverðugum hætti. Það er verðmætasta eign hvers fjölmiðils.  
Lesa meira
Sigurjón M Egilsson

Er hægt að svíkja sannfæringuna?

 Sigurjón M. Egilsson nýr fréttaritstjóri hjá 365 skrifar leiðar í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um þær hræringar sem verið hafa á fjölmiðlamarkaði og hvernig hugmyndin um ritstjórnarlegt sjálfstæði blasir við honum.  Óbeint virðist tilefnið vera síðasti leiðari Ólafs Stephensen sem greint var frá hér á Press.is fyrr í vikunni.  Sigurjón leggur mikla áherslu á hlutverk blaðamannanna sjálfra og kallar pistil sinn „Er hægt að svíkja sannfæringuna?“  leiðarinn er eftirfarandi:    Er hægt að svíkja sannfæringuna?Það fólk sem velur sér það starf að skrifa fréttir eða annað fjölmiðlaefni er venjulegt fólk. Stundum er í þeim hópi fólk sem er fast á sinni meiningu, fljótt að hugsa og áræðið. Það eru kostir í fréttamennsku. Besta fólkið er fólk sem hefur sóma og þykir vænt um vinnuna, eigið orðspor og eigin æru.Það hefur gengið á ýmsu, hjá nokkrum fjölmiðlum, síðustu daga, ekki síst á þeirri ritstjórn sem ég starfa á og það á reyndar víðar við. Þannig er stundum lífsins gangur.Eitt sker störf við fjölmiðla frá flestum öðrum störfum. Það er sú staðreynd að vinnan er birt opinberlega, hún er öllum aðgengileg. Fréttastofa 365 framleiðir býsn af fréttum, fréttum sem allar eru öllum aðgengilegar án endurgjalds.Til að skrifa allar þessar fréttir þarf margt fólk, fólk sem tekur starf sitt alvarlega, fólk sem fylgir eigin afstöðu í meðferð frétta, sómakært fólk, fólk sem veit að fréttir eru ekki til sölu eða leigu, fólk sem vill með starfi sínu segja fréttir. Sannar og réttar.Ef Reynir Traustason hættir sem ritstjóri DV er ekki þar með sagt að aðgangshörð blaðamennska, í þeim anda sem DV rekur, hverfi. Taki annar ritstjóri við verður eflaust annar blær á blaðinu, kannski verri og kannski betri.Sama er með alla aðra fjölmiðla. Þeir sem stýra hafa vissulega áhrif á það sem þar er unnið og jafnvel hvernig. Einstaka blaðamenn og fréttamenn hafa ekki minna um það að segja. Ritstjóri eða fréttastjóri beygir ekki blaðamenn frá þeirra eigin sannfæringu og fær þá til að skrifa ósannindi, rangindi eða þóknunarfréttir. Það er bara ekki hægt. Ekki gagnvart sómakæru fólki.Þegar skipt er um ritstjóra á fjölmiðli vill oft verða mikil umfjöllun um það. Alls kyns kenningar myndast. Ástæðurnar geta hins vegar verið margar og ólíkar, sem liggja að baki ákvörðun eigenda eða stjórnenda fjölmiðlafyrirtækja þegar ákveðið er að gera breytingar á fyrirtækjunum. Stundum gerist það að afkastamiklir skipstjórar og ágætlega fisknir eru látnir fara. Ástæður þess geta verið margar. Kannski fer viðkomandi ekki nægilega vel með skip eða veiðarfæri eða eitthvað annað. Já, ástæðurnar eru ekki alltaf augljósar þegar ákveðið er að skipta um stjórnendur.Liðna daga hefur á sumum stöðum verið látið að því liggja að á fréttastofu 365 séu óeðlileg afskipti af ritstjórninni. Vilji einhver, eigandi eða annar, hafa áhrif á fréttir eða fréttamenn þarf margt að gerast. Og til að það geti gerst þarf mikið að láta undan. Sumt af því er óhagganlegt, en það er sómi og æra fólks. Fólks sem í þessu tilfelli mætir daglega til vinnu sinnar með sín eigin viðmið, sinn eigin sóma og sinn eigin huga.Eftir að hafa starfað með þessu ágæta fólki í nokkra daga, talað við það og hlustað á hvað það hefur að segja um faglegt mat þess á blaða- og fréttamennsku er ég sannfærður um eitt, og það er það að hlustendur, áhorfendur og lesendur Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hafa ekkert að óttast. Hér starfar heilt og gott fólk sem tekur starf sitt alvarlega. Fólk með sóma og sannfæringu og það er ekki hægt að svíkja eigin sannfæringu. Það er bara ekki hægt. Sigurjón M Egilsson  
Lesa meira