- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fagnað sérsaklega sýknu í meiðyrðamáli gegn formanni Blaðamannafélags Litháen. Þetta er mikill sigur fyrir tjáningarfrelsi fjölmiðla og fyrir fjölmiðlun í almannaþágu í Litháen, segir Arne König forseti EFJ. Við fögnum því að dómsstóllinn horfði til skyldu blaðamanna að segja frá því sem satt er, en því er ekki að neita að í tengslum við þetta mál höfum nokkrar áhyggjur af siðaferði í blaðamennsku í Litháen, segir König ennfremur.
Málið snýst um það að Vitas Tomkus, sem er eigandi stórs fjölmiðlafyrirtækis í Litháen stefndi Dainius Radzevi?ius formanni Blaðamannafélags fyrir að hafa vitnað á persónulegri bloggsíðu sinni í upplýsingar frá WikiLeaks þess efnis að ýmsir eigendur fjölmiðla í landinu kúguðu fyrirtæki til að auglýsa hjá sér. Þetta geru útgefendur með hótunum um að ef ekki væri auglýst myndi viðkomandi miðill fara í rógsherferð gegn fyrirtækinu.
Í sumar dæmdi undirréttur Radzevi?ius til að greiða sekt og miskabætur til útgefandans. Á dögunum sneri yfirréttur þessum úrskurði svo við og sagði að formaður Blaðamannafélagsins hefði ekki gert neitt sem í raun stangaðist á við lög. Radzevi?ius sagði eftur úrskurðinn að með þessu hafi blaðamenn endurheimt heimildina til að segja frá vandamálum í landinu. En stóra málið í þessu öllu hefur ekkert að gera með útgefandann Tomkus, heldur snýst málið um siðferði í blaðamennsku. Talsmenn EFJ hafa tekið undir þetta sjónarmið og segja óásættanlegt ef hægt er að nota blaðamenn til að hóta rógsherferðum. Hins vegar sé málið sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að í Evrópu eru nú víða gerðar tilraunir til a herða á meiðyrðalögjöfinni, nú síðast á Ítalíu.