- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna, (EFJ) lýsti fyrir helgi yfir stuðningi við kröfur stéttarfélaga starfsmanna við spænska blaðið El Pais, en þar eru viðræður um endurskipulegningu á rekstri sigldar í strand. Stéttafélögin stóðu fyrir 3ja daga verfalli, og og tóku félög allra starfsmanna þátt í aðgerðum, þar á meðal félög blaðamanna. Blaðið gengur nú í gegnum mikla erfiðleika og hefur þriðjungi starfsfólks verið sat upp eða um 150 manns. Fyrirtækið hafði gefið sér fram að helgi til að ljúka samningum við starfsfólk um endurskipulagninguna en engir samningar tókust. Allt of of virðast stjórnendur fjölmiðla telja að laun rekstrarerfiðleika sé að segja upp fólki þó ljóst sé að slíkur niðurskurður skapar yfirleitt meiri vandamál en hann leysir því gæði blaðamennskunnar minnka óhjákvæmilega, segir framkvææmdastjóri EFJ Stepen Pearse. Við höfum ekki einvörðungu áhyggjur af þeim störfum sem félagar okkar missa heldur hér um að tefla framtíð þekkra stórblaða í Evrópu, blaða eins og El Pais, segir hann enn fremur.