Fréttir

Tilkynning

Forseti ráðherrar og ríkisstjórn –breyting á stjórnarskrá

Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn - Nýskipan framkvæmdarvaldsins - Starfshættir ríkisstjórna - Stjórnarmyndanir - Hlutverk forseta Íslands - Skipun embættismanna Þetta er yfirskrift fundar á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í fundaröð um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands. Fundurinn verður á morgun, miðvikudaginn 5. desember kl. 12-14 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði: Stefanía Óskarsdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson, Skúli Magnússon og Guðni Th. Jóhannesson. Ómar H. Kristmundsson stjórnar fundi.
Lesa meira
Fagna viðurkenningu Leveson - skýrslu á

Fagna viðurkenningu Leveson - skýrslu á "samviskuákvæði"

Blaðamannafélagið í Bretlandi hefur fagnað hinni svokölluðu Leveson- skýrslu og bendir á að í henni komi fram stuðningur við tillögur félagsins og Blaðamannafélags Írlands um að sett verði sértök ákvæði inn í regluramma og ráðningarsamninga um að blaðamenn geti neitað að vinna störf sem þeir telji siðlaus eða sem brjóti gegn sannfæringu þeirra. Nú hefur Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) lýst yfir stuðningi við þessa tillögu bresku félaganna og leggja til að hún hafi forgang við vinnu við nýja laga- og reglugerðarumgjörð fyrir starfsemi fjölmiðlafólks. Tillögurnar sem hér um ræðir er að finna í hinni viðamiklu skýrslu sem kennd er við Leveson lávarð og unnin var upp í kjölfar hneykslismála og ósiðlegra vinnubragða, m.a. símhlerana og innbrota í símakerfi bæði þekktra og minna þekktra einstaklinga. NUJ, breska Blaðamannafélagið hafði áður kallað eftir því að nýjar reglur af þessu tagi yrðu settar þar sem siðareglur Kvörtunarnefndarinnar (siðanefnd) Press Complaints Commission höfðu ekki dugað til að halda uppi nægjanlega miklum gæðum í fréttaflutningi. Í skýrslu Leveson segir á einum stað að það hafi slegið hann “að finna dæmi þess að blaðamenn hafi upplifað sig undir verulegum þrýstingi að gera hluti sem gegn sannfæringu sinni og sem þeir töldu ósiðlega og brjóta gegn siðareglum. Því legg ég til að hin nýja sjálfs-efirlitsstofnun eða skipulagseining (e. self-regulationg body) komi sér upp farvegi fyrir uppljóstrun um slíka huti og hvetji jafnramt til þess að í ráðningarsamningum blaðamanna komi sérstakt samviskuákvæði, sem tryggi blaðamenn sem neita að vinna verk af þessu tagi.” Forseti Alþjóðasambands blaðamanna, Jim Boumelha, fagnar þessum hluta skýrslunnar og bendir á að vitnisburður NUJ fyrir nefnd Levesons hafi skipt miklu máli. “Í vitnisburði NUJ kom það skýrt fram að mikill þrýstingur hefur verið settur á marga blaðamenn. Of oft hafa of margir blaðamenn staðið frammi fyrir þeim valkosti að vinna verk sem þeim líður illa með að vinna eða  missa starfið ella. Valdið liggur hjá ritstjórum og útgefendum. Ef við viljum að blaðamenn vinni í samræmi við siðareglur þá þurfa þeir að geta treyst því að óhætt sé fyrir þá að virða reglur fagfélags þeirra og geta hafnað því að vinna tiltekin verk án þess að óttast refsiaðgerðir,” segir Boumelha. “Ég óska NUJ til hamingju með að hafa unnið þennan áfangasigur í baráttunni fyrir að fá viðurkennt samviskuákvæði,” segir Arne König formaður Evrópusambands blaðamanna. “Samviskuákvæði” eins og hér um ræðir eru þegar í gildi í siðareglum eða regluumhverfi fjölmiðlafólks í mörgum löndum Evrópu og birtist í ýmsum myndum. Þess má geta að ákvæði af þessum toga var í drögum að siðareglum sem stjórn Blaðamannafélagsins kynnti í fyrra vetur, en sem náðu ekki að verða afgreiddar. Sömuleiðis er  ákvæði af þessu tagi í þeim leiðbeiningum sem Blaðamannafélags Íslands hefur sett fram varðandi reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði sem kveðið er á um í fjölmiðlalöögum og finna má hé á síðunni en þar segir m.a.: "Það er stefna fjölmiðlaveitu að í umboði ritstjóra hafi starfsmenn á ritstjórn sem heild fullt ritstjórnarlegt sjálfstæði. Í því felst að þeir þurfa ekki að taka tillit til skoðana eða hagsmuna eigenda eða viðskiptamanna miðilsins, ef siðareglur BÍ, samviska þeirra og sannfæring segir þeim að ekki sé rétt að gera slíkt. Blaða- og fréttamanni verður ekki gert að vinna verkefni sem stangast á við sannfæringu hans eða samvisku eða teljast niðurlægjandi. Blaðamaður tekur ekki við verkefnum frá öðrum en yfirmanni á ritstjórn."    
Lesa meira
Neikvæð umræða um múslima áberandi

Neikvæð umræða um múslima áberandi

Frá 11. september 2001 hafa neikvæðar ímyndir af múslimum verið meira áberandi í bandarískum fjölmiðlum en jákvæðar. Þetta gerist þrátt fyrir að mikil umræða hafi verið frá 2001 -2008 um að óheppilegt og hættulegt væri að gera mikið úr sjónarmiðum öfgafólks með reiði- og óttablöndnum skilaboðum í fjölmiðlum. Það sem hefur gerst er að hin gríðarlega áhersla sem fjölmiðlar hafa lagt á fréttir af samtökum sem hafa verið áberandi neikvæð út í múslima hefur styrkt stöðu þessara samtaka í opinberri umræðu. „Afleiðingarnar af þessari fjölmiðlaumræðu er sú að öfgasamtökin sem fá þessa miklu dekkun hafa í raun náð að endurskilgreina hvað eru öfgar og hvað er meginstraumsumræða,“ segir Christopher Bail, félagsfræðingur við University of North Carolina og Univeristy of Michigan. Hann gerði rannsókn þar sem hann bar saman fréttatilkynningar frá ýmsum hópum og samtökum, bæði múslimskum, and-múslimskum, kristnum og einnig frá spunafyrirtækjum og bar þær saman við fréttir sem birtust í blöðum og ljósvakamiðlum (um 50 þúsund fréttir). Flestar tilkynningarnar (75%) náðu ekki í gegn, til birtingar, en þær sem voru tilfinningaþrungnar og vöktu upp ótta eða reiði voru líklegastar til að verða birtar. Niðurstöðurnar voru birtar í American Sociological Review nú um mánaðarmótin. Sjá einnig hér
Lesa meira
Fjölmiðlar og atvinna í brennidepli

Fjölmiðlar og atvinna í brennidepli

Í nýjasta hefti Arbeidsliv i Norden er athyglinni beint að stöðunni á fjölmiðlamarkaði á Norðurlöndum. Í leiðara er talað um að tilefnið séu uppsagnir hjá fjölmörgum fjölmiðlahúsum, niðurskurður í rekstri og hagræðing. Hjá dagblöðum fækkar lesendum og ný tækni hefur mikil áhrif. Niðurstaðan eru blaðamenn án atvinnu og margir þaulreyndir blaðamenn fara á eftirlaun áður en þeir ná aldri til þess. Spurt er: Hvað áhrif hefur þetta? Sjá fjölmargar áhugaverðar greinar hér
Lesa meira
Tilkynning

Jólauppbót

Jólauppbót samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins fyrir þá sem hafa verið í fullu starfi allt árið er 50.500 kr. og hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma á árinu. Uppbótina ber að greiða út á tímabilinu 1.-15. desember.
Lesa meira
Leveson lávarður

Vill öflugra sjálfseftirlit

Ákveðnari útfærslur á sjálfseftirliti (self-regulation) sem byggir á almennri löggjöf er það sem þarf til þess að halda upp siðferðilegum gildum í fjölmiðlum, er meðal niðurstaðna í  hinni svokölluðu Leveson-skýrslu um siðferði í breskum fjölmiðlum sem birt var í dag.   Sjá frétt Mbl hér Sjá frétt BBC 
Lesa meira
Höfundur þessarar skopmyndar fékk sekt og fangelsisdóm í heimalandi sínu fyrir að gagnrýna misbeitin…

Vefsíða gegn ritskoðun

Samtökin Blaðamenn án landamæra hafa sett upp vefsíðu sem heitir “WeFightCensorship” (Við berjumst gegn ritskoðun) og þar verður birt efni sem hefur verið ritskoðað eða bannað eða hefur verið tilefni til refsiaðgerða gegn þeim sem bjó efnið til. Tilganurinn era ð gera ritskoðun tilgangslausa. “Þetta er framtak sem á sér ekkert fordæmi og mun koma til viðbótar þeim aðgerðum sem Blaðamenn án landamæra beita í baráttu sinni fyrir tjáningarfrelsi og frjálsu upplýsingaflæði, s.s. fræðslu, hagsmunagæslu og aðstoð,” segir í tilkynningu frá samtökunum.  Efni frá blaðamönnum eða netverjum, sem hafa orðið fyrir ritskoðun mun koma til greina til birtingar á vefnum óháð því hvort um er að ræða texta, myndir, myndbönd eða hljóðupptökur. Efnið sem fer inn á síðuna er valið af sérstakri ritnefnd og samhliða því að efnið verður birt verður gerð grein fyrir aðstæðum og kirngumstæðum þess sem bjó til efnið. Einnig er hugsanlegt að efninu fylgi viðbótar upplýsingar eða skjöl sem varpa ljósi á það hvers vegan efnið var bannað og hjálpa almenningi til að skilja mikilvægi þess.  Efni alls staðar að úr heiminum verður birt á frummálinu en einnig í þýðingu, (líka á kínversku, persnesku og víetnamísku) og er vefsíðan þannig úr garði gerð að auðvelt á að vera að fjölfalda hana og speglaðar síður verða búnar til þannig erfitt mun verða að blokkera hana eða útiloka. Þá munu fylgja tilmæli til netverja um heim allan að dreifa sem víðast því efni sem þar er að finna.  Sjá nánar hér
Lesa meira
EFJ lýsir eftir félagslegri ábyrgð útgefenda í Þýskalandi

EFJ lýsir eftir félagslegri ábyrgð útgefenda í Þýskalandi

Evrópusamband blaðamanna, EFJ, hefur lýst yfir stuðningi við samtök þýskra blaðamanna í kalli þeirra eftir félagslega ábyrgri afstöðu útgefenda vegna niðurlagningar Financial Times í Þýskalandi og gjaldþrots Frankfurter Rundschau. „Allt í allt hafa um 800 blaðamenn og fjölmiðlastarfsmenn misst vinnuna og fjölmargir lausamenn tapað verkefnum í Þýskalandi að undanförnu.  Ví tökum við undir með aðildarfélögum okkar í Þýskalandi og skorum á viðkomandi fjölmiðlafyrirtæki að leitast við að bjóða þeim sem missa vinnu önnur störf við hæfi hjá öðrum fjölmiðlum þessara fyrirtækja,“ segir Arne König, formaður EFJ. „Sem betur fer er fjölmiðlamarkaðurinn í Þýskalandi enn sterkur og fjölbreyttur, en það er hins vegar mikilvægt að allir þeir sem koma að og hafa hagsmuna að gæta í fjölmiðlum í Evrópu komi saman og ræði hvernig hægt sé að tryggja ábyrga og vandaða fjölmiðlun á öllum sviðum,“ segir hann enn fremur. Frankfurter Rundschau, sem verið hefur eitt af helstu dagblööðum í Þýskalandi fór fram á gjaldþrotaskipti um miðjan mánuðinn og þar tapast um 500 störf.  Financial Times í Þýskalandi mun hætta að koma út þann 7. desember en þar starfa nú um 300 manns. Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilkynning

Örkynningar um samfélagsmiðla

Örkynningar um samfélagsmiðla þriðjudaginn 27. nóvember kl. 16:30 -18:00Engjateig 9, kjallara (Verkfræðingahúsið) Stuttar og hnitmiðaðar örkynningar og spjall um samfélagsmiðla (e. Social Media) á vegum faghóps Ský um vefstjórnun. Hvernig ná fyrirtæki árangri með notkun samfélagsmiðla? Hver er tenging þeirra við hefðbundnar markaðsherferðir? Á fundinum munu sérfræðingar fjalla um áhrif og notkun samfélagsmiðla frá ólíkum sjónarhornum. Fyrirlestrar: Skapaðu samkeppnisforskot með sterkri heild samfélagsmiðla og vefsetraJón Heiðar Þorsteinsson, Advania Að fá fólk til að talaHugmyndir fyrir heimilið/ Good ideas for you Inga og Anna Lísa Þjónusta Vodafone í gegnum samfélagsmiðlaSigrún Ásta Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Vodafone Félagar í Ský fá frítt inn en utanfélagsmenn greiða 1.000 kr. (posi á staðnum).
Lesa meira

EFJ mótmælir niðurskurði í Færeyjum

Hart er nú sótt að Kringvarp Føroya, færeyska ríkisútvarpinu, og hefur Evrópusamband blaðamanna (EFJ) séð sig knúið til að lýsa yfir áhyggjum sínum af þróun mála. EFJ hefur lýst yfir þungum áhyggjum yfir því hvernig staðið hefur verið að hagræðingaraðgerðum og skorar á stjórnendur að hafa meira samstarf við starfsmenn. 19. nóvember síðastliðinn var starfsmönnum Kringvarp Føroya greint frá því að umtalsverðar breytingar stæðu fyrir dyrum á starfseminni og það án þess að nokkur undirbúningur eða viðræður ættu sér stað. ,,Ekki aðeins er ætlunin að fækka um þriðjung starfsmanna, frá 84 starfsmönnum í 60, heldur komu þessar fyrirætlanir eins og þruma úr heiðskýru lofti, bæði fyrir starfsmenn og samtök þeirra," sagði Jógvan H. Gardar, formaður Blaðamannafélags Færeyja. Bæði félagið og starfsmenn hafa óskað eftir nánari upplýsingum um stöðu mála. Þeim hefur hins vegar verið tjáð að ekki sé hægt að verða við því að svo stöddu. Um leið og ákvörðunin lá fyrir var hætt við nokkra þætti, þar á meðal þá sem byggðust á vinnu sjálfstætt starfandi blaðamanna. ,,Við erum undrandi og áhyggjufullir. Ekki aðeins vegna umfangs endurskipulagningarinnar heldur ekki síður vegna framkomu stjórnenda," sagði Arne König formaður EFJ en hér er stuðst við tilkynningu sem EFJ sendi út vegna málsins. ,,Við skorum á stjórnendur að hefja viðræður við stéttarfélag blaðamanna svo skjótt sem unnt er." Það sem er að gerast í Færeyjum er því miður dæmigert fyrir þróun mála undanfarin ár. Verulegur samdráttur hefur verið á starfsemi almenningsútvarps víða í Evrópu, reglulegur niðurskurður blasir allstaðar við. Hjá Kringvarp Føroya hefur þannig fækkað úr 110 starfsmönnum árið 2007 niður í 84 núna. Og áfram verður fækkað en tekjusamdráttur hefur verið undanfarin ár hjá Kringvarp Føroya. Útvarp Føroya hóf að senda út 6. febrúar 1957. EFJ hefur innan sinna vébanda um 310.000 blaðamenn í yfir 30 löndum.
Lesa meira