- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mynd af Obama að faðma konu sína Michelle þar sem undir yfir stendur: Fjögur ár í viðbót, hefur slegið öll met á samfélagsvefum og er því kominn í sögubækurnar. Þetta er sú einstaka mynd sem flestir hafa sagt að þeim líki (like) og sem oftast hefur verið tvítuð í tiltölulega stuttri sögu samfélagsmiðla. Obama hlóð þessari mynd upp á vefinn upp úr kl 04 á kosninganóttina þegar sigur hans blasti við. Í gær hafði þessari mynd verið tvítað um 700 þúsund sinnum. Meira en 3,2 milljónir manna höfðu sagt að sér líkaði myndin á Facebook og yfir 400 þúsund manns höfðu deilt henni. Í gær, miðvikudag, vou á tímabili um 100 þúsund manns að gefa merki um að sér líkaði myndin á hverjum einasta klukkutíma. Ýmsir telja að þessi mikla deiling og skoðun á einni mynd sé í raun til marks um að samfélagsmiðlarnir hafi skipt mjög miklu máli í þessum kosningum. Í því sambandi má benda á að yfirleitt hefur ekki verið litið svo á að niðurstaða sé komin í forsetakosningar fyrr en sá sem tapar hefur hringt til sigurvegarans og viðurkennt tap sitt. Obama setti myndina á vefinn strax eftir að ljóst var að hann hefði unni í hnum miklivæga fylki Ohio, en þá voru enn næstum tveir og hálfur tími þar til Rimney viðurkenndi ósigur sinn.