Fréttir

Þrjú áhugaverð námskeið hjá NJC

Þrjú áhugaverð námskeið hjá NJC

Á árinu 2013 býður Norræni blaðamannaskólinn í Árósum, NJC, íslenskum og öðrum norrænum blaðamönnum upp á þrjú stór og spennandi námskeið. Íslenskir blaðamenn geta sótt um styrk til endurmenntunarsjóðs BÍ til að dekka hluta kostnaðar. Námskeiðin sem nú hafa verið auglýst eru þessi:   NJC meningarnámskeið: Snjallsímar og spjaldtölvur eru verkfæri sem meningarblaðamenn framtíðarinnar munu í vaxandi mæli reiða sig á. Nýjungar menningarlífsins gera fyrst vart við sig í slíkum gáttum og birtast með breyttum hætti í hinu menningarlega almannarými. Þetta verður meðal umföllunarefna á þessu námskeiði sem fer fram í London 8.-12. apríl. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Sjá meira hér. ??   Hið “heita” Norður-Íshafssvæði: ? Augur heimsins beinastnú að norðurskautinu vegna loftslagsbreytinga þar sem ísinn bráðnar hraðar en menn áttu von á. Þetta námskeið fjallar um staðreyndir og kenningar um þetta mikilvæga mál og fer námskeiðið fram í Tromsö og Svalbarða 26. maí – 2. júní. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Sjá meira hér. ?? Aðalkúrs Árósaskólans: Frá Íslandi til Bandaríkjanna Sex vikna námskeið á ferðalagi. Árósar í Danmörku (3 vikur), Ísland (1 vika), New York og Washington (1 vika), St. Petersburg og Florida (1 vika). Þema námskeiðsins er “hlutverk Norðurlanda í nýrri heimsskipan”. Samhliða verða kynnt til sögunnar aðferðir við að nota hin nýju verkfæri sem blaðamönnum stendur til boða að nýta við vinnu sína með nýrri tækni. Námskeiðið hefst 2. September 2013 og skráningarfrestur er til 4. apríl. Sjá meira hér. ? Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilnefningafrestur til 11. febrúar

Tilnefningafrestur til 11. febrúar

Frestur til að skila inn tilnefningum til Blaðamannaverðlauna fyrir árið 2012 er til kl 12:00 mánudaginn 11. febrúar 2013.  Tilnefningar  ásamt fylgigögnum skulu annað hvort berast til skrifstofu Blaðamannafélagsins, Síðumúla 23, Reykjavík  eða vera skilað rafrænt á sérstöku tilnefningarformi sem finna má með því að smella á hnappinn "Tilnefnið hér" , sem er hér til hliðar. Í samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar hefur verðlaunaflokkum verið fjölgað úr þremur í fjóra og hefur flokkurinn "Viðtal ársins" nú bæst við en fyrir voru verðlaunaflokkarnir "Blaðamannaverðlaun ársins"; "Rannsóknarblaðamennska ársins"; og "Besta umfjöllun árins". Í greinargerð með tillögu stjórnar fyrir aðalfund sagði meðal annars um tilefni þessarar breytingar að  næstum áratugs reynsla er nú komin á Blaðamannaverðlaun B.Í. Fram hafi komið hjá talsmönnum dómnefndar í gegnum árin að skynsamlegt kynni að vera að bæta við einum eða tveimur verðlaunaflokkum til þess að verðlaunin næðu til fjölbreyttari flóru blaðamennsku á Íslandi. Síðan segir í greinargerðinni:  " Þegar þessi mál hefur borið á góma hefur það jafnan verið ótti við að verðlaunaflokkum fjöldi of mikið. Vissulega má til sanns vegar færa að brýnt sé varlega í að fjölga flokkum. Of margir flokkar geta gengisfellt verðlaunin og gert þau ómarkvissari. Hins vegar er stjórn BÍ sammála því áliti talsmanna dómnefndar í gegnum árin að óhætt væri að fjölga um einn.  Í ljósi þess að þeir flokkar sem nú þegar er verðlaunað fyrir byggja að verulegu leyti á fréttatengdu efni, er mikilvægt að draga fram það sem vel er gert í annars konar blaðamennsku. Því er gerð tillaga um að bæta við aðeins einum flokki, “Viðtal ársins”."
Lesa meira
Jim Boumelha, forseti IFJ

Ríkisstjórnir og Sþ hafa brugðist blaðamönnum

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) sakaði nú um áramótin  bæði ríkisstjórnir þjóðríkja og Sameinuðu þjóðirnar um að hafa brugðst þeirri skyldu sinni að vernda rétt blaðamanna til lífs við störf sín, en árið 2012 var það eitthvert það blóðugasta fyrir fjölmiðlafólk sem um getur. Alls var 121 starfsmaður fjölmiðla drepinn á árinu í beinum árásum á þá eða þegar þeir lentu í skothríð milli stríðandi fylkinga. “Þessi skelfilega háa tala fallinna er til marks um það hvernir ríkisstjórnir segjast í orði vilja vernda blaðamenn við störf sín en hafa kefisbundið brugðist í því að koma í veg fyrir slátrun þeirra,” segir Jim Boumelha forseti IFJ. “Það kemur því e.t.v. ekki á óvart að þessar óhugnalega háu tölur um dauðsföll blaðamanna, eru að verða viðvarandi einkenni á umliðnum arum og einu viðbrögð ríkisstjórna og Sameinuðu þjóðanna hafa verið nokkuð fordæmingarorð, málamyndarannsókn og síðan er látið eins og þetta komi þeim ekki við,” segir Boumelha ennfremur. Eins og fyrr greinir týndi á nýliðnu ári 121 blaðamaður lífi í beinum árásum á þá eða vegna þess að þeir lentu í skothríð stríðandi fylkinga, en sambærileg tala fyrir árið 2011 – sem var metár – var 107. Til viðbóar þessu dóu um 30 vegna veikinda eða slysa sem tengjast störfum þeirra.  Sjá lista yfir þá sem létust við störf sín hér
Lesa meira

Gleðilegt ár!

Blaðamannafélag Íslands óskar blaðamönnum um land allt og öðrum lesendum press.is gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári!
Lesa meira

Brussel: Stærsta blaðamannamiðstöðin

Talið er að í Brussel starfi ríflega 900 blaðamenn, hvaðanæva að úr Evrópu. Þar eru að jafnaði fleiri blaðamenn en í Washington sem til þessa hefur verið ein helsta valdamiðja heimsins. Blaðamenn bera gjarnan saman á hvorum staðnum fleiri kollegar eru staðsettir. Fjöldi blaðamanna gefur vísbendingar um mikilvægi Brussel sem stjórnsýslumiðstöðvar Evrópu. Sem gefur að skilja getur verið erfitt fyrir blaðamenn að afla sér upplýsinga meðal allra þeirra sem starfa í Brussel og það tekur talsverðan tíma að átta sig á aðstæðum. Það auðveldar þó störfin að byggingar Evrópusambandsins (ESB) eru flestar á til þess að gera afmörkuðu svæði og mikið er gert af hálfu ESB til að auðvelda blaðamönnum störfin eins og greint verður frá í annari grein hér á press.is. Í nýlegri ferð íslenskra blaðamanna til Brussel áttu við þess kost að ræða við tvo reynda blaðamenn í Brussel, þá Philippe Richard frá Le Monde og Luke Baker frá Reuters fréttastofunni. Þeir lýstu með skýrum hætti hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í Brussel og sögðu að hverjum blaðamanni væri mikilvægt að byggja upp tengslanet. Á þeim mátti skilja að það gæti tekið allt að tvö ár að komast almennilega inn í málin og vita hvar og hvernig best er að afla upplýsinga. Luke Baker var búinn að starfa í þrjú ár í Brussel en hann hafði áður verið staðsettur í Írak. Hann sagði að það hefði tekið hann tvö ár að ná almennilega utan um hlutina. Hann sagðist hafa notið þess að hjá Reuters starfa 16 manns í Brussel þannig að nýir menn fengju nokkurn tíma til að aðlagast. Sem gefur að skilja hafa stærstu fjölmiðlarnir bestu aðstæðurnar til að afla frétta og vitaskuld fá blaðamenn athygli í hlutfalli við stærð miðilsins. Þeir Philippe og Luke tóku fram að allir ættu möguleika og nefndu dæmi um blaðamenn smærri miðla sem hefðu náð ótrúlegum árangri við að afla sér frétta. Fróðlegt var að hlusta á þá lýsa aðstæðum og sérstaklega þeirra ólíku viðhorfa sem ríkja til upplýsingagjafar eftir löndum. Þannig munu finnskir stjórnmálamenn og embættismenn vera duglegir að afhenda gögn enda í samræmi við þá hefð sem er í Finnlandi. Franskir embættismenn afhenda hins vegar engin gögn en það getur kjaftað á þeim hver tuska. Sem gefur að skilja geta menn náð tengslum víða í stjórnkerfinu og byggt upp traust með tímanum. Það er sem gefur að skilja viðkvæmt að nefna áreiðanleika miðla þegar kemur að umfjöllun um ESB. Viðmælendur í Brussel bentu þó gjarnan á að bresku blöðin og þá sérstaklega götublöðin gerðu mikið úr ágreiningsmálum og flyttu gjarnan nokkuð ýktar frásagnir af lagasetningu ESB. Undantekningar frá þessu væru The Economist og Financial Times þó þau væru vissulega gagnrýnin. Þýsku blöðin væru þó almennt áreiðanlegust og voru Frankfurter Zeitung og Die Welt nefnd til sögunnar.   Sigurður Már Jónsson
Lesa meira
Norskir blaðamenn telja niðurskurð bitna á gæðum

Norskir blaðamenn telja niðurskurð bitna á gæðum

Mikill meirihluti blaðamanna (tæp 89%) sem vinna á þeim fjórum landsdekkandi blöðum í Noregi sem útgáfufyrirtækið Schibsted á og rekur, telja að sparnaðaraðgerðir sem fyrirtækið hefur gripið til muni koma illa við gæði blaðamennsku á viðkomandi miðlum. Norski Blaðamaðurinn gerði könnun á viðhorfum rúmlega 600 blaðamanna á Schibsted blöðunum Aftenposten, Bergens Tidende, Stavanger Aftenblad og Fædrelandsvennen til sparnaðaraðgerðanna og útfærslu þeirra og kom fram nokkur munum á viðhorfum blaðamanna eftir blöðum, en almennt voru blaðamenn ósáttir við hvernig að sparnaðinum var staðið og margir hafa litla tiltrú á framtíðarrekstri blaða sinni, þó vissulega séu líka margir þokkalega bjartsýnir. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar
Lesa meira
Assangeflytur ávarp sitt á svölum sendiráðsins

WikiLeaks hyggst birta um milljón skjöl 2013

WikiLeaks mun birta um eina milljón skjala á komandi ári og munu þessi skjöl snerta öll lönd í heiminum, samkvæmt því sem Julian Assange sagði í jólaræðu sem hann hélt á svölum sendiráðs Ecuador í London í rétt fyrir jól. Ræðan var haldin í tilefni af því að halft ár er liðið frá því að hann leitaði hælis í sendiráðinu til að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hans bíða ákærur vegna kynferðisglæpa. Assange sagði um 100 fagnandi stuðningsmönnum að þrátt fyrir að hann hafi verið nánast hálft árið 2012 í stofufangelsi, þá hafi þetta verið “stórt ár” þar sem leyndarhjúp hafi verið aflétt af fjölmörgum málum á WikiLeaks m.a. sem snertu Sýrland og fleiri lönd. “Á næsta ári verður annríkið ekki minna. WikiLeaks hefur nú þegar meira en eina milljón skjala sem verið er að undirbúa til birtingar, skjöl sem snerta sérhvert land í heiminum – öll lönd í þessum heimi,” sagði Assange undir fagnaarlátum stuðningsmanna. Sjá meira hér
Lesa meira
Gleðileg jól!

Gleðileg jól!

Press.is óskar blaðamönnum um land allt og öðrum lesendum gleðilegrar jólahátíðar!
Lesa meira

114 fjölmiðlar skráðir

Samkvæmt samantekt Fjölmiðlanefndar eru skráðir 114 fjölmiðlar hér á landi. 45 fjölmiðlar hafa almennt leyfi til hljóð- og myndmiðlunar.Samkvæmt skilgreiningu Fjölmiðlanefndar er fjölmiðill hvers konar miðill sem með reglubundnum hætti miðlar til almennings efni er lýtur ritstjórn. Til fjölmiðla teljast m.a. dagblöð og tímarit, ásamt fylgiritum þeirra, netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar. Fjölmiðlanefnd annast eftirlit með öllum leyfisskyldum og skráningarskyldum fjölmiðlum á Íslandi. Öllum sem hyggjast starfrækja leyfisskyldan fjölmiðil ber að sækja um leyfi hjá fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlar sem falla undir gildissvið fjölmiðlalaga nr. 38/2011 eru annað hvort leyfisskyldir eða skráningarskyldir. Hljóð- og myndmiðlar sem þurfa tíðni frá Póst- og fjarskiptastofnun (hljóðvarp og sjónvarp) þurfa því að sækja um leyfi til útsendinga. Aðrir, s.s. prentmiðlar og netmiðlar eru skráningarskyldir.Allar tilkynningar um breytingar á starfsemi fjölmiðils skal senda til fjölmiðlanefndar.Í nýlegu svari Fjölmiðlanefndar kemur fram að síðan nefndin tók til starfa fyrir 15 mánuðum hefur hún lokið 277 málum en nefndin hefur alls haft 355 mál til umfjöllunar. Svarið til DV var veitt 15. nóvember síðastliðin.
Lesa meira
Stjórnmál og stjórnsýsla komið út

Stjórnmál og stjórnsýsla komið út

Út er komið á vefnum 2. tbl. áttunda árgangs 2012 vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla: http://www.stjornmalogstjornsysla.is/ ??Í ritinu eru 19 greinar, þar af sautján ritrýndar greinar og tvær greinar almenns eðlis auk 9 bókadóma. Greinarnar eru ugglaust margar áhugaverðar fyrir blaðamenn, en þær eru aðgengilegar á vef tímaritsins, en beinir tenglar á greinarnar fylgja hér fyrir neðan. Greinarnar eru eftir fræðimenn við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst auk fræðimanna í tveimur erlendum háskólum og úr stjórnsýslunni.  ??Stjórnmál og stjórnsýsla-vefrit- 2. tbl. 8. árgangur 2012: ?   Fræðigreinar í 2. tbl. 2012  og tengill á útdrætti:  ?1.   The left-right dimension in the minds of Icelandic voters. Hulda Þórisdóttir, lektor HÍ.   2.   Hvað voru kjósendur að hugsa.? Forsetakosningarnar 2012.  Gunnar Helgi Kristinsson prófessor HÍ, Indriði H. Indriðason associate professor, University of California,  Viktor Orri Valgarðsson meistaranemi HÍ. 3.   F-word or Blueprint for Institutional Reform? European Integration and the Continued Relevance of Federalism. Maximilian Conrad, lektor HÍ and Freyja Steingrímsdóttir BA. 4.   Akademískt frelsi. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor HA. 5.  Samfélagslegt hlutverk háskóla.Trausti Þorsteinsson lektor, Sigurður Kristinsson prófessor og  Hjördís Sigursteinsdóttir sérfræðingur hjá RHA. 6.  Staða og þróun rafrænnar stjórnsýsluStaða og þróun rafrænnar stjórnsýslu á Íslandi skv. alþjóðlegum mælingum. Dr. Haukur Arnþórsson og Ómar H Kristmundsson prófessor HÍ.   7.  Umræðuvettvangur íslenskra dagblaða með hliðsjón af greiningarramma Colin Sparks.Birgir Guðmundsson, dósent HA.         8.  Þekkingarmiðlun í stjórnsýslu sveitarfélaga. Hildur Ösp Gylfadóttir MS og Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor HÍ. 9.  The Icelandic media’s coverageof the constitutional assembly elecions.  Guðbjörg Hildur Kolbeins, dr í fjölmiðlafræði.   10.  Áhrif niðurskurðar á starfshvata og innbyrðis þekkingarmiðlun heilsugæsluhjúkrunarfræðinga        Emilía Jarþrúður Einarsdóttir meistaranemi, Ingi Rúnar Eðvarðsson,  prófessor HÍ og Sigríður Halldórsdóttir prófessor HA.   11.        Faroe Islands‘  Security Policy in a process of Devolution. Beinta frá Jákupsstovu, associate professor Molde University College og Regin Berg . 12.  Efling sveitarstjórnarstigsins.  Áherslur, hugmyndir og aðgerðir. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor HA. 13.  Er álið málið? Samfélagsbreytingar og atvinnumöguleikar kvenna á Austurlandi. Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir  MA og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor HÍ.   14. Will you still need me, will you still feed me? Old-age pensions in Iceland from a gender perspective Steinunn Rögnvaldsdóttir, MA and Gyða Margrét Pétursdóttir, aðjúnkt HÍ.   15. Towards a Better Understanding of Climate Change Negotiations. Bryndís Arndal Woods doktorsnemi, Daði Már Kristófersson dósent HÍ, Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt HÍ.   16. Skipulag íslenskra fyrirtækja 2004-2007. Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst og Runólfur Smári Steinþórsson prófessor HÍ. 17.  Vulnerability of pension funds balances. Ólafur Ísleifsson, lektor HR. Almennar greinar ? ?1.  Ráðskast með stjórnarskrá  Gunnar Helgi Kristinsson prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ 2.  Jöfnuður á Íslandi 1991-2007. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Stjórnmálafræðideild H Bókadómar Hér er tengill á útdrætti bókadóma
Lesa meira