- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ian Overton sem hefur verið ritstjóri hinnar virtu Skrifstofu um rannsóknarblaðamennsku eða Bureau of Investigative Journalism (BIJ) sagði starfi sínu lausu í gær. Ástæðan er að BIJ tengist BBC hneykslinu varðandi fréttir Newsnight um barnaníðing þar sem hátt settur breskur stjórnmálamaður var ranglega tengdur við málið. Áður en Newsnight þátturinnvar sýndur hafði Overton tvítað um málið og sagt að nú væri um það bil að fara í loftir Newsnight þáttur þar sem hátt settur pólitíkus væri afhjúpaður sem barnaníðingur og byggði m.a. á rannsóknarvinnu frá BIJ.
Þessu tvíti var síðan endurtvítað um 1500 sinnum. Eins og fram hefur komið hefur þeta mál allt dregið langan dilk á eftir sér og vakið upp miklar spurningar um ritstjórnarlega ábyrgð og eins um ábyrgðarkeðju á ritstjórnum. Hér má sjá gagnmerka úttekt mbl.is á málinu og frétt frá AFP.
Sjá um BIJ og Overton hér