- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur krafist þess að fram fari alþjóðleg rannsókn á skipulagðar árásir Ísraelhers á byggingar þar sem fjölmiðlafólk var að störfum á Gaza svæðinu.
Að minnsta kosti sex blaðamenn særðust illa í þessum árásum, þar á meðal myndatökumaðurinn Khader as Zarah sem missti annan fótinn, eftir sprengjuárásir Ísraelsmana á tvær byggingar þar sem fjölmargir fjölmiðlar höfðu bækistöðvar sínar á sunnudagsmorgun. Meðal þeirra fjölmiðla sem þar voru staðsettir voru útvarpssöð á vegum Hamas og ýmisar arabískar útvarpsstöðvar auk alþjóðlegara fjölmiðla s.s. ITN, SKY og fleiri.
Við krefjumst þess að Sameinuðu þjóðirnar hefi allsherjar rannsókn á þessum árásum og að stjórnvöld í Íslarel verði látin svara til saka, segir Jim Boumelha, forseti IFJ. Alþjóðasamfélagið verður að bregðast strax við þessum hneykslanlegu atburðum. Réttindi blaðamanna á átakasvæðum hefur einmitt verið á dagskrá hjá Sameinuðu þjóðunum og nú geta aðildarríki ekki setið aðgerðarlaus hjá þegar eitt ríki fer fram á svo ófyrirleitinn og hættulegan máta, segir Jim Boumelha ennfremur.
Fleiri samtök blaðamanna hafa fordæmt árásirnar, þar á meðan Blaðamannasambandið í Palestínu og Blamannafélagið í Ísrael hefur harmað að stjórnvöld skuli ekki virða öryggi blaðamanna á átakasvæðum.
Spurningin um öryggi blaðamanna á að koma til umræðu á þingi stofnana Sameinuðu þóðanna sem haldið verður í Vín í næstu viku. Alþjóðasamband blaðamanna hefur hvatt til þess að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér á því þingi og beini spjótum sínum að ríkisstjórnum þar sem þessi mál eru í ólestri.
Það verða að verða eftirmálar að þessari ófyrirleitnu árás ísraelsks herliðs og fyrir hana verður að refsa. Verði það ekki gert standa blaðamenn og fjölmiðlar varnarlausir gagnvart sambærilegum árásum á átakasvæðum framtíðarinnar,? segir Jim Boumelha.