- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Alþjóðasamband blaðamanna hefur skipulagt dag gegn friðhelgi (Day against Impunity) þeirra sem gera blaðamenn að skotmörkum. Dagur gegn friðhelgi verður haldinn á föstudag, þann 23. nóvember. Þetta er í annað sinn sem þessi baráttudagur er skipulagður, en dagsetningin er valin til að minnast Maguindano fjöldamorðanna á Filipseyjum þennan dag 2009, þegar 32 blaðamenn og almennir borgarar voru myrtir án þess að ódæðismönnunum væri í raun refsað fyrir það. Á sérstakri heimasíðu bráttudagsins er að finna miklar upplýsingar um bæði fórnarlömb og eðli þeirrar friðhelgi sem fjölmargir sem ofsækja blaðamenn njóta, hvort sem það eru stjórnvöld í viðkomandi landi sem standa fyrir ofsóknunum eða einhverjir sem starfa í skjóli stjórnvalda. Heimasíðan er öll hin athyglisverðasta og þar er einnig hægt að spila hlutverkaleiki sem hjálpa spilurum að setja sig í spor þeirra sem búa við kúgun af þessu tagi.