- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna sendi nú fyrir helgina frá sér yfirlýsingu þar sem undrun er lýst á endurskipulagningu Ríkisútvarpsins í Færeyjum og þess krafist að þegar yrðu teknar upp raunverulegar samræður og samráð við starfsfólk. Á mánudaginn fyrir viku var starfsmönnum ríkisútvrpsins í Færeyjum, Kringvarp Föroya, tilkynnt að meiri háttar breytingar á starfseminni stæðu fyrir dyrum og að hrinda ætti þessum breytingum í framkvæmd án þess að fram færi neitt samráð við starfsmenn. Ekki nóg með það að skera á niður í starfsmannahaldi um næstum þriðjung, úr 84 niður í um það bil 60, heldur kom þessi tilkynning sem þruma úr heiðskíru lofti og án þess að nokkur samræða hafi farið fram milli stéttafélaga og stjórnar stofnunarinnar, segir Jógvan H. Gardar, varaformaður Blaðamannafélagsins.
Bæði starfsmenn sjálfir og stéttafélög þeirra höfðu áður óskað eftir því að fá upplýsingar um hver staðan væri hjá stofnuninni, en fengu þau svör að slíkt yrði að bíða þar til stjórnendur væru tilbúnir að ræða það. Strax og tilkynningin var komin var skrúfað fyrir ýmsa starfsemi, m.a. öll kaup á þjónustu frá lausafólki. Við eru bæði hissa og áhyggjufull, ekki bara vegna þess hversu umfangsmiklar aðgerðirnar eru, heldur líka vegna framkomu stjórnarinnar, segir Arne König forseti EFJ. Því skorum við á stjórnina að hefja nú þegar viðræður við starfsfólkið og stéttarfélög, segir hann ennfremur.
Ástandið hjá Kringvarp Föroya er því miður svipað því sem þekkist hjá ýmsum sambærilegum stofnunum í Evrópu; stöðugur niðurskurður (frá 110 starfsmönnum 2007 niður í 84 í dag) og síminnkandi tekjur sem koma fyrst og fremst frá afnotagjöldum. Við vonum að umræðan um þennan niðurskurð og fækkun starfsfólks muni verða til þess að auka skilning og meðvitund um mikilvægi þess að hafa lífvænlegt almenningsútvarp á eyjunum, segir König.