- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Umræða hefur skapast um gæði fréttaflutnings af opinberum stofnunum (Statehouse buildings) í hinum 50 fylkjum Bandaríkjanna vegna sílækkandihlutfalls blaðamanna sem hafa hafa það að aðalstarfi að fylgjast með málum þar. Vekur þetta upp spurningar um aðhaldshlutverk fjölmiðla og stöðu fjölmiðlanna í lýðræðisferlinu í BNA. Með "statehouse bulindings" er verið að vísa til stjórnsýslustofnana fylkjanna og löggjafasamkoma þeirra. Samkvæmt nýrri rannsókn Pew Research Center þá eru 1,592 blaðamenn sem dekka þessar stofnanir og starfsemi þeirra í Bandaríkjunum og þar af er aðeins tæpur helmingur, eða 741 sem gerir það í fullu starfi. Aðrir eru í hlutastarfi eða lausamennsku við að sinna þessum málum. Það þýðir að um 15 blaðamenn sem hafa að aðalstarfi að fylgjast með stjórnsýslu og stjórnmáum í hverju ríki, en það er þó mjög misjafnt milli ríkja. Í Texas þar sem þessi tala er hæst eru 53 blaðamenn í fullu starfi við þetta, en fæstir í Suður Dakóta þar sem þeir eru bara tveir.
Undanfarin ár hefur blaðamönnum sem sinna þessum mikilvægu málaflokkum verið að fækka mikið og hefur þeim fækkað um 35% á síðusta áratug.
Sjá ítarlegri umfjöllun hér