- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í Danmörku hyggst blaðið Metroxpress prufa nýjar leiðir til að rukka lesendur fyrir lestur frétta þess á netinu. Ekki er þó hugmyndin að fara fram á peningalega greiðslu heldur verða væntanlegir lesendur rukkaðir um upplýsingar og aðgang að stafrænum vinahópi þeirra. Til þess að fá möguleika til að lesa fréttir og umfjallanir munu menn þurfa að gefa upp netfang og deila efni á samfélagsmiðlum.
Að sögn framkvæmdastjóra Metroxpress, Thomas Raun, þá er um tilraunaverkefni að ræða sem verður í gangi í tvær vikur og kannað hvernig lesendur bregðast við. Tilgangurinn er að sögn framkvæmdastjórans að fá frekari upplýsingar um lesendahópinn til að geta sniðið efni og ekki síður auglýsingar að þörfum hans.