- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar í dag pistil um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Pistillinn er almenns eðlis og fjallar einkum og sér í lagi um áhrif eigenda á ritstjórnir og kemst hann að þeirri niðurstöðu að ef vilji eigenda fjölmiðils standi til þess að hafa áhrif á umfjöllun sé vafasamt að reglur eða lög geti komið í veg fyrir slíkt. Því eigi við í þeim efnum að "valdi hver á haldi". Tímasetning pistilsins er athyglisverð en hann birtist daginn eftir miklar sviptingar á ritstjórn 365 og staða Ólafs sjálfs á sem ritstjóri hjá 365 hefur í fjölmiðlum verið talin óljós.