- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fjöldi ummæla sem gætu flokkast sem hatursorðræða er ekki mikill en það finnast þó nokkur dæmi í flestum efnisflokkum sem skoðaðir voru. Þetta er ein af megin niðurstöðum greiningar á hatursorðræðu í ummælakerfum netmiðlanna, dv.is, eyjan.is og visir.is, sem unnin var af Bjarneyju Friðriksdóttur fyrir Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Athugunin náði til ofangreindra þriggja miðla, sem hafa opin athugsemdakerfi og stóð yfir frá mars 2013 til júlí 2014. Ummæli í fimm flokkum voru skoðuð en þeir voru þessir: Hælisleitendur/flóttafólk; Fólk af erlendum uppruna/innflytjendur; Bygging mosku í Reykjavík; Jafnrétti kynjanna/feminismi/kynferðislegt ofbeldi; Hinsegin fólk.
Í niðurstöðu greiningarskýrslunnar segir m.a.: Töluvert ber á fordómafullum ummælum sem einkennast af kynþáttafordómum, byggðum á staðalmyndum um hópa fólks. Einnig eru ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma algeng. Algengast er að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima.
Fyrir hver fordómafull ummæli þar sem settar eru fram alhæfingar um hópa fólks byggt á staðalmyndum eru að jafnaði 2-3 ummæli þar sem ummælunum er svarað með rökum og upplýsingum. Fordómafullu ummælin eru iðulega ómálefnaleg og oft dónaleg, því ber meira á þeim eða þau fá meiri athygli. Umræðukerfið á netfréttamiðlunum er sjálfbært samfélag að þessu leyti, það eru margir sem leggja sig fram við að koma í veg fyrir að fordómafull ummæli standi án þess að þeim sé svarað.
Sjá skýrsluna hér