- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ólafur Stepensen er hættur sem ritstjóri á Fréttablaðinu. Í eftirfarandi tilkynningu sem hann sendi frá sér skýrir hann þessi málalok:
"Ég undirritaður hef falið lögmanni mínum að tilkynna Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra 365 miðla, að ég líti svo á að ráðningarsamningi mínum við 365 miðla hafi verið rift og ég sé óbundinn af honum. Boð um breytt starf hjá fyrirtækinu, sem átti að fylgja ritstjóratitill, fól engu að síður í sér verulega breytingu á verkefnum mínum, starfsskyldum og ábyrgð. Ráðning tveggja nýrra ritstjóra felur það sama í sér.
Þá hafa fleiri atburðir undanfarinna daga á fréttastofu 365, sem ég get ekki tjáð mig frekar um vegna trúnaðar, orðið til þess að ég get ekki litið öðruvísi á en að ætlunin sé að þrengja að sjálfstæði mínu sem ritstjóra, sem kveðið er á um í siðareglum félagsins.
Af þessu leiðir að ég mæti ekki til starfa á fréttastofunni á morgun. Ég kveð gott samstarfsfólk með söknuði og þakka því ánægjulega samfylgd".