- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fjölmiðlamótið í knattspyrnu árið 2014 verður haldið í Fífunni á morgun laugardag milli klukkan 14-18. Tíu lið hafra skráð sig til leiks og eru mörg ár síðan svo mörg lið hafa tekið þátt. Um sjö manna bolta er að ræða og er leikið 1x15 mínútur á hálfum velli. Liðunum er skipt í tvo riðla og spila tvö efstu liðin í hvorum riðli í kross áður en leikið er til úrslita um efstu þrjú sætin í mótinu. Leikið er um eignarbikar og farandbikar, auk þess sem þrjú efstu liðin fá verðlaunapeninga. Núverandi meistarar eru fotbolti.net en þeirhafa unniðmótið tvö síðustu árin. Sigursælustu liðin í gegnum tíðina hafa verið DV, Stöð 2 og Morgunblaðið, en mótið er rúmlega aldarfjórðungsgamalt. Farandbikarinn hefur þó aldrei unnist því vinna þarf mótið þrjú ár í röð til þess að vinna bikarinn til eignar. Engu liði hefur tekist það, en Fótbolti.net á möguleika á því nú. .
Þegar dregið var í riðla skiptust liðin þannig:
A-riðill
Pressan/eyjan
K100
RÚV
433.is
365
B-riðill
Bravó
Skjár 1
Kjarninn
Fotbolti.net
Mbl.
Leikjauppröðun er eftirfarandi:
RIÐILL A:
Leiktími 1x15 mínútur. Leikið á velli 1
14.10 K100 365
14.17 RÚV 433.is
14.34 Pressan/Eyjan K100
14.51 365 RÚV
15.08 Pressan/Eyjan 433.is
15.25 K100 RÚV
15.42 433.is 365
15.59 RÚV Pressan/Eyjan
16.16 433.is K100
16.33 365 Pressan/Eyjan
RIÐILLB:
Leiktími 1x15 mínútur. Leikið á velli 2
14.10 Skjár 1 Morgunblaðið
14.17 Kjarninn Fotbolti.net
14.34 Bravó Skjár 1
14.51 Morgunblaðið Kjarninn
15.08 Bravó Fotbolti.net
15.25 Skjár 1 Kjarninn
15.42 Fotbolti.net Morgunblaðið
15.59 Kjarninn Bravó
16.16 Fotbolti.net Skjár 1
16.33 Morgunblaðið Bravó
ÚRSLITAKEPPNI:
Leiktími 1x15 mín.
17.00 Leikur um 5. sætið á velli 1
17.00 Leikur um 7. sætið á velli 2
17.17 Undanúrslit, AR1 BR2 á velli 1
17.17 Undanúrslit, AR2 BR1 á velli 2
17.40 Úrslitaleikur, á velli 1
17.40 Leikur um 3. sætið, á velli 2
Völlur 1 er nær innganginum í Fífuna, völlur 2 er fjær.
Framlenging í leikjum um fjögur efstu sætin er 1x5 mínútur, síðan vítaspyrnukeppni.
Leikir um 5. og 7. sætið eru ekki framlengdir.