- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ég fagna þessari niðurstöðu og þetta er mikill sigur sem sýnir að það þarf að festa betur í sessi meginreglur tjáningarfrelsis á íslandi, segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í morgun í máli Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu. Hjálmar segir þröngan skilning á mikilvægi tjáningarfrelsis fjölmiðla margsinnis hafa komið fram í dómum íslenskra dómstóla á umliðnum árum og þeir hafi þannig lagt stein í götu blaðamennsku og fjölmiðlunar í landinu. Það sé óskandi að nú verði breyting á, því tjáningarfrelsið sé hornsteinn lýðræðislegra samfélagshátta og ekkert annað meðal jafn öflugt til til að uppræta spillingu og ranglæti.
Í dómi MDE í morgun er niðurstaðan sú að íslenska ríkið hafi brotið 10. grein sáttmálans sem fjallar um tjáningarfrelsið, en Mannréttindasáttmálinn hefur verið lögfestur á Íslandi. Íslenska ríkinu er gert að greiða Erlu 8.000 evrur í bætur, en það svarar til um 1.200 þúsund króna.
Sjá frekari umfjöllun og viðbrögð Erlu hér
Sjá dóminn í heild sinni hér