Fréttir

Tilnefningafrestur styttist!

Tilnefningafrestur styttist!

Ástæða er til að minna á að  skilafrestur tilnefninga til dómnefndar vegna Blaðamannaverðlauna 2014 er föstudagurinn 23. janúar. Hægt er að senda inn tilnefningar  til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla  23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti – með hnappnum „Tilnefnið hér“ hér til hliðar á síðunni. Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 12. skipti þann 28. febrúar næstkomandi. Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir:  • Besta umfjöllun ársins 2014• Viðtal ársins 2014• Rannsóknarblaðamennska ársins 2014• Blaðamannaverðlaun ársins 2014 Tilnefningar dómnefndar verða síðan gerðar kunnar í laugardaginn 21. febrúar og viku síðar, þann 28. febrúar  verða verðlaunin sjálf afhent samhliða því að sýning Blaðaljósmyndarafélagsins „Myndir ársins“ verður opnuð.  
Lesa meira
EFJ: Pólitísk viðbrögð verði í anda samstöðugöngu

EFJ: Pólitísk viðbrögð verði í anda samstöðugöngu

Í tilefni af samstöðugöngunni sem farin var í París á sundaginn þar  sem  ýmsir þjóaleiðtogar gengu ásamt milljónum annarra  í nafni tjáningarfrelsis og í minningu fórnarlamba hryðjuverka  vikunnar hefur Evrópusamband blaðamanna gefið út að brýnt sé að pólitísk viðbrögð göngunnar séu í anda hennar.  Bent er á að mikilvægt sé að leiðtogar mættu í gönguna  þótt þeir kæmu frá ríkjum, sem alla jafna eru talin fjandsamleg tjáningarfrelsi, s.s. Tyrklandi, Rússlandi, Ungverkjalandi, Ísrael og Spáni  þurfi nú að fylgja þátttöku sinni eftir með pólitískum aðgerðum. EFJ varar hins vegar stjórnmálamenn í  Evrópu við því að falla í þá freistni að nota þessi voðaverk til að setja strangari þjóðaöryggislöggjöf þar sem gengið sé á rétt  einstaklinganna. Reynsla undanfarinna ára  hafi sýnt að veruleg hætta sé á að  fjölmiðlafrelsi verði fyrsta fórnarlambið í slíku „stríði gegn hryðjuverkum“ eða aðgerðum í nafni almenns öryggis. „Einu pólitísku viðbrögðin sem hæfa samstöðunni sem fram kom í samstöðugöngunni á sunnudag, eru að festa enn frekar í sessi frelsi og lýðræði. EFJ fyrir hönd 300 þúsund meðlima sinna vill gera sitt til að tryggja að svo muni verða,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Sjá einni hér  
Lesa meira
Samstöðu og samúðarkveðja frá BÍ

Samstöðu og samúðarkveðja frá BÍ

Hjálmar Jónsson formaður BÍ hefur á vettvangi Evrópusambands blaðamanna (EFJ)  sent frá sér stuðnings- og samúðarkveðjur vegna hryðjuverkanna í París í gær. Kveðjan er svohljóðandi: Blaðamannafélag Íslands fordæmir hryllilega árás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í gær og lýsir samstöðu og samúð með þeim kollegum sem þar voru drepnir. Í  minningu fórnarlamba þessarar grimmilegu árásar er brýnt að undirstrika að táningarfrelsi verður ekki drepið með byssukúlu. Þessi atburður mun ekki ógna né þagga niður í blaðamönnum og frjálsri fjölmiðlun – í dag erum við öll Charlie!  Við sendum ættingjum og vinum fónarlambanna okkar dýpstu samúðarkveðjur.Hjálmar Jónsson, formaður BÍ  
Lesa meira
Samstöðufundur kl 18 við franska sendiráðið

Samstöðufundur kl 18 við franska sendiráðið

  „Rassemblement en hommage des victimes de l'attentat perpétré ce jour contre le journal Charlie Hebdo dans le jardin de l'ambassade de France“ ( Við skulum safnast saman fyrir framan franska sendiráðið til stuðnings fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar á höfuðstöðvar Charlie Hebdo í dag).   Þetta er yfirskrift fundarboðenda sem sett var á Facebook í gærkvöldi fyrir samstöðufund sem boðað hefur verið til klukk­an 18 í kvöld við franska sendi­ráðið vegna hryðju­verka­árás­ar­inn­ar í Par­ís í gær. Aðstand­end­ur hvetja fund­ar­gesti til að mæta með penna eða blý­anta en þannig hafa morðin á skop­mynda­teikn­ur­un­um verið for­dæmd á tákn­ræn­an hátt. Blaðamannafélagið tekur undir þá áskorun! Sjá einnig hér  
Lesa meira
BÍ: Forkastanlegur og hörmulegur atburður

BÍ: Forkastanlegur og hörmulegur atburður

Blaðamannafélag Íslands ásamt Alþjóðasambandi blaðamanna, Evrópusambandi blaðamanna og blaðamannafélögum um allan heim  hafa fordæmt drápin og árásina á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París.  “Við stöndum agndofa gagnvart þessum forkastanlega, fordæmalausa og  hörmulega atburði og óskiljanlegt og að men skuli grípa til voðaverka af þessu tagi.  Þetta brýnir okkur öll til að standa enn betur vörð um tjáningarfrelsið sem er undirstaða lýðræðislegra samfélagshátta,” segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands. Svipaðar yfirlýsingar hafa í dag verið að koma frá forystumönnum blaðamannafélaga um allan heim og umræða um tjáningarfrelsi og öryggi blaðamanna á eigin ritstjórnum hefur víða farið af stað. Sjá einnig hér   
Lesa meira
Tilnefningafrestur til 23. janúar

Tilnefningafrestur til 23. janúar

Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 12. skipti þann 28. febrúar næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en  skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er föstudagurinn 23. janúar.Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: • Besta umfjöllun ársins 2014• Viðtal ársins 2014• Rannsóknarblaðamennska ársins 2014• Blaðamannaverðlaun ársins 2014 Hægt er að senda inn tilnefningar  til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla  23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti – með hnappnum „Tilnefnið hér“ hér til hliðar á síðunni.    Tilnefningar dómnefndar verða síðan gerðar kunnar í laugardaginn 21. febrúar og viku síðar, þann 28. febrúar  verða verðlaunin sjálf afhent samhliða því að sýning Blaðaljósmyndarafélagsins „Myndir ársins“ verður opnuð.  
Lesa meira
BÍ bregst við gagnrýni Kjarnans

BÍ bregst við gagnrýni Kjarnans

Kjarninn birti í gærkvöldi grein þar sem veist var með óvenjulegum hætti að Blaðamannafélagi Íslands fyrir hafa ekki blandað sér í átök um eignarhald á fjölmiðlum á síðustu vikum og mánuðum. Pistillinn er er birtur í dáki vefsíðunnar "Úr bakherberginu", sem er nafnlaus dálkur sem birtir upplýsingar og frásagnir með óhefðbundnum hætti og ekki eins formlegum og tíðkast í fréttum. Forsvarsmenn Kjarnans halda því þó fram að þessi pistill og dálkurinn í heild sé málefnalegur og upplýsingar þar séu réttar! Í þessum tiltekna pistli virðist þó hafa orðið einhver misbrestur á því þar sem  upplýsingarnar eru fjarri því að vera sannleikanum samkvæmar og hefur Hjálmar Jónsson  formaður BÍ sent Kjarnanum línu þar sem hann gerir athugasemd við framsetningu og efni pistilsins. Bréf Hjálmars er eftirfarandi:   Nafnleysingja svarað undir nafni Ég gerði mér hærri hugmyndir um Kjarnann en að hann teldi sér akk í því að birta nafnlausa pistla um mikilsverð málefni, eins og þann sem birtist í gærkveldi í dálknum Úr bakherberginu.  Raunar hélt ég að fjölmiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega gerðu sér far um að birta skoðanir undir nafni, þó ekki væri nema vegna gagnsæis og samhengis hlutanna. Launvíg hafa ekki þótt eftirbreytniverð til þessa og ég hlýt að líta svo á að um dómgreindarbrest sé að ræða. Í skoðanapistlinunum er vikið með niðrandi hætti að starfsemi Blaðamannafélags Íslands.  Það þykir mér mjög miður.  Þar að auki eru þar borin á borð ósannindi fyrir lesendur Kjarnans.  Það þykir mér öllu verra.  Höfundi skoðanapistilsins þykir það afar ómerkilegt að félagið skuli eiga og leigja sumarbústaði til félagsmanna sinna, eins og nánast öll önnur stéttarfélög í landinu.  Mér þykir það ekki ómerkilegt hlutskipti að eiga hlut að því að blaðamenn geti átt kost á sumarhúsadvöl eins og aðrar starfsstéttir í landinu.  Það er eðlilegur þáttur í starfsemi stéttarfélags, eins og það að reka styrktarsjóð og endurmenntunarsjóð, semja um kaup og kjör og reyna að tryggja að starfskjör félagsmanna séu virt, að ekki sé talað um alla þá faglegu starfsemi sem Blaðamannafélagið stendur fyrir með útgáfumálum, verðlaunaveitingum, rekstri siðanefndar og fundarhöldum ýmis konar.  Mér er raunar til efs að nokkuð annað stéttarfélag eða fagfélag í landinu sé jafn öflugt á því sviði. Í skoðanapistlinum er því haldið fram að Blaðamannafélagið hafi í engu látið sig varða þær sviftingar sem hafa átt sér stað á fjölmiðlamarkaði að undanförnu.  Það er rangt.  Í samvinnu við Fjölmiðlanefnd stóð félagið fyrir málþingi um sjálfstæði ritstjórna á haustdögum, þar sem raunar ritstjóri Kjarnans var einn frummælanda, ef minnið svíkur ekki.  Þá hefur stjórn Blaðamannafélags Íslands marg sinnis ályktað í þessa veru á undanförnum misserum, auk þess sem stjórn félagsins beitti sér fyrir mótun viðmiðunarreglna um sjálfstæði ritstjórna.  Þá hefur stjórn félagsins einnig ítrekað komið þeim sjónarmiðum á framfæri við löggjafarvaldið að nauðsynlegt væri að setja lagramma um sjálfstæði ritstjórna, en ekki haft erindi sem erfiði í þeim efnum, því miður. Nafnlaus höfundur skoðanapistilsins sýnist mér vera mótaður af þeirri umræðuhefð sem þróast hefur hér á landi með hörmulegum afleiðingum og miðar að því að ræða helst aldrei efni máls og ef það er gert að gera það þá með útúrsnúningum og stundum rætni.  Ég ætla ekki að taka þátt í þeim leik.  Ég fagna hins vegar málefnalegri gagnrýni.  Hún er þroskamerki og með þannig umræðu miðar okkur fram á við. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ Pistill Kjarnans er hér Annað forvitnilegt og tengt efni: Ályktun Stjórnar BÍ vegna DV og 365 Umfjöllun um Pressukvöld um ritstjórnarlegt sjálfstæði (og framsaga ritstjóra Kjarnans)Grein úr Blaðamanni í fyrra og af press.is um stöðu ritstjórnarlegs sjálfstæðisSjá einnig síðasta Blaðamann (des 2014), grein um BÍ og ritstjórnarlegt sjálfstæðiSjá einnig viðvarandi tilmæli og leiðbeiningar BÍ um samninga um ritstjórnarlegt sjálfstæði hér neðar á síðunni  
Lesa meira
2014 var ár áskorana

2014 var ár áskorana

„Það má ljóst vera að á árinu 2014 stóðum við frammi fyrir áskorunum sem aldrei fyrr. Við tókumst á við áhyggjur af öryggi blaðamanna, ótta um atvinnuöryggi og enn er óvissa um framtíðina.“ Þetta er meðal þess sem Jim Beoumelha forseti Alþjóðasambands blaðamanna sagði í nýársávarpi sínu til blaðamanna. Hann sagði líka að blaðamannafélög og blaðamenn um heim allan hafi sýnt hugrekki til að standa með og verja blaðamennskuna. „Samstaða okkar og samvinna gefur okkur tilefni til stolts yfir því sem við erum og því sem við getum áorkað á erfiðum tímum. Alls staðar eru aðildarfélög okkar staðráðin í að byggja upp fyrir framtíðina. Við vitum að það er í okkar valdi að koma sterkari út úr þessum átökum ef við aðeins höldum einbeitingu okkar og stöndum hvert með öðru,“  sagði forseti Alþjóðasambandsins ennfremur.  Sjá myndband af  ávarpinu hér
Lesa meira
Stundin væntanleg í febrúar

Stundin væntanleg í febrúar

Jón Trausti Reynisson fyrrverandi framkvæmdastjóri DV hefur tryggt sér lénið Stundin.is og stofnað útgáfufélag um rekstur nýs fjölmiðils. Þetta gerir hann í samstarfi við fleiri fyrrverandi starfsmenn DV.  Í yfirskrift á kynningu þar sem tilkynt er um stofnun blaðsins og hvatt til að fólk ýmist gerist áskrifendur eða auglýsi og styðji þannig  blaðið fjárhagslega segir orðrétt: "Stundin er nýr fjölmiðill sem er óháður valdablokkum Við tökum öll ákvarðanir byggt á þeim upplýsingum sem við fáum. Þessar ákvarðanir eru undirstaða farsældar samfélagsins og okkar sjálfra. Vald hefur áhrif á þær upplýsingar sem okkur eru veittar. Aðstandendur Stundarinnar eru hópur sem vill stofna nýjan, íslenskan fjölmiðil sem er undir áhrifum af almannavaldi og almannahagsmunum, en ekki afmörkuðu stjórnmála- eða fjármálavaldi. Við viljum biðja þig að taka þátt í því með okkur. Vertu valdið. Stundin opnar vef- og prentútgáfu í febrúar. Hægt verður að skrá sig fyrir kaupum á áskrift og/eða auglýsingum og styðja þannig við stofnun miðilsins á vefnum."  Sjá einnig hér
Lesa meira
Ritstjóraskipti á DV

Ritstjóraskipti á DV

Kol­brún Bergþórs­dótt­ir og Eggert Skúla­son hafa verið ráðin  rit­stjórar DV. Hörður Ægis­son hefur  verið ráðinn viðskipta­rit­stjóri blaðsins. Verða þau Kol­brún, Eggert og Hörður jafn­framt rit­stjór­ar dv.is. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­ DV, en tilkynningin er eftirfarandi:.   „Hall­grím­ur Thor­steins­son, sem verið hef­ur rit­stjóri DV und­an­farna mánuði, mun að eig­in ósk leiða stefnu­mót­un á sviði tals­málsút­varps á veg­um Press­unn­ar og hef­ur þegar tekið til starfa. Kol­brún er ein reynd­asta fjöl­miðlakona lands­ins, hef­ur unnið sem blaðamaður og yf­ir­maður menn­ing­ar­mála á Frétta­blaðinu, Blaðinu og nú síðast Morg­un­blaðinu. Þá er hún einn þekkt­asti bók­mennta­gagn­rýn­andi lands­ins. Eggert er margreynd­ur fjöl­miðlamaður, var um ára­bil frétta­stjóri á Tím­an­um, rit­stjóri Veiðimanns­ins og svo fréttamaður á Stöð 2 um ára­bil. Hann hef­ur síðari ár rekið eigið fyr­ir­tæki á sviði al­manna­tengsla. Hörður hef­ur vakið mikla at­hygli á und­an­förn­um árum fyr­ir viðskiptaf­rétt­ir sín­ar fyr­ir Morg­un­blaðið. Til þess að ná fram skipu­lags­breyt­ing­um og hagræða í rekstri var nokkr­um starfs­mönn­um DV sagt upp í dag. Verða enn­frem­ur gerðar breyt­ing­ar á aðkeyptu efni í hagræðing­ar­skyni. Er það í sam­ræmi við mark­mið nýrr­ar stjórn­ar DV að fé­lagið verði rekið með hagnaði árið 2015. Næsti út­gáfu­dag­ur DV er föstu­dag­ur­inn 9. janú­ar næst­kom­andi. Frétta­vef­ur­inn dv.is verður þó áfram rek­inn all­an sól­ar­hring­inn eins og verið hef­ur. Í byrj­un nýs árs verða kynnt­ar marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar á DV sem ætlað er að fjölga áskrif­end­um og auka lausa­sölu blaðsins. Jafn­framt verður ráðist í ýms­ar markaðsaðgerðir til að styrkja stöðu blaðsins, en það var stofnað sem dag­blaðið Vís­ir árið 1910. Útgef­andi DV er Björn Ingi Hrafns­son og Steinn Kári Ragn­ars­son er fram­kvæmda­stjóri.“
Lesa meira