- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Traust á fjölmiðlum hefur aukist talsvert milli ára og mælist nú í nýrri könnun MMR 18,6% en var 12,7% í fyrra og 11% árið 2012. Þrátt fyrir að traustið hafi verið að aukast eru þetta lágar tölur eins og sjá má ef þær eru bornar saman við traust til RÚV sem mælist nú 51,3% en hefur þó dalað um eitt prósentustig frá því í fyrra. Enn sem fyrr er það lögreglan sem mælist með mest traust en næst mest traust mælist til Háskóla Íslands og þá til Háskólans í Reykjavík, Ríkisútvarpsins og Landsvirkjunar. Fæstir sögðust bera mikið traust til bankakerfisins, Alþingis, Fjármálaeftirlitsins og lífeyrissjóðanna.