- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í gær var fyrsti alþjóðlegi baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi sem beinist að blaðamönnum. Af því tilefni hefur Alþjóðasamband blaðamanna skipulagt mikla herferð þar sem blaðamenn og blaðamannafélög um allan heim eru hvött til að leggja þessu baráttumáli lið og styðja þá félaga sem lifa og starfa á svæðum og í löndum þar sem ástandið er slæmt í þessum efnum. Herferð IFJ hófst nú um helgina og stendur fram til 23. nóvember. Jim Boumelha, forseti Aljóðasambands blaðamanna, IFJ, hefur af þessu tilefni talað inn á myndband þar sem hann fer yfir þessi mál.