- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samdráttur í útbreiðslu prentmiðla, einkum vikublaða og tímarita ógna nú tilvist Aller prentsmiðjunnar í Noregi en þar vinna nú rúmlega 90 manns mest grafískir hönnuðir. Prentsmiðjan er í eigu danskra aðila og hafa tekjur hennar farið minnkandi undanfarin ár samhliða erfiðleikum í prentaðri útgáfu og minnkandi lestri. Þannig var afkoman fyrir skatta jákvæð upp á um 15 milljónir norskra króna árið 2010 en var í fyrra neikvæð um rúmar 10 milljónir. Prentsmiðjan er staðsett í Nittedal rétt utan við Osló og er til umræðu að flytja verkefni hennar til systurverksmiðju í Tostrup í Danmörku. Hins vegar hafa verið viðraðar áhyggjur af því að ef þróunin verði jafn neikvæð í útbreiðslu og lestri prentmiðla sé tilverugrundvelli beggja prentsmiðjanna í raun ógnað.