Fréttir

London höfuðborg erlendra fréttaritara

London höfuðborg erlendra fréttaritara

Út er komin ný bók um erlenda fréttaritara í Evrópu og var bókin kynn á blaðamannaklúbbnum í Brussel á dögunum.  Bókinni er ritstýrt af Georgios Terzis og nær efnið til 27 landa og um 6.600 skráðra blaðamanna sem vinna sem erlendir fréttaritarar.  Fram kemur að London er höfuðborg erlendra fréttaritara en langsamlega flestir erlendir fréttaritarar starfa þar og jafnframt eru þeir flestir í Bretlandi. Nokkuð langt á eftir kemur svo Brussel og Belgía.  Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna 2014

Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna 2014

 Dómnefnd Blaðamannaverðlauna BÍ hefur tilkynnt um tilnefningar sínar til Blaðamannaverðlauna fyrir árið 2014. Eins og áður eru tilnefningarnar í fjórum flokkum, og þrjár tilnefningar í hverjum flokki.  Tilkynnt verður á laugardaginn kemur, þann 28. febrúar um það hverjir vinningshafar í hverjum flokki verða samhliða því að viðurkenningar Blaðaljósmyndarafélags Íslands verða kynntar og sýningin Myndir ársins verður opnuð.   Tilnefningar dómnefndar eru eftirfarandi:   Viðtal ársinsIndíana Hreinsdóttir, DV. Viðtal við Stefán Hilmarsson. Viðtalið er gott dæmi um hvernig hægt er að skrifa áhugavert viðtal sem sýnir þekktan einstakling í nýju og persónulegu ljósi og segja frá ævi hans og erfiðleikum á áreynslulausan hátt. Júlía Margrét Alexandersdóttir, Morgunblaðinu. Viðtal við Þorstein J. Vilhjálmsson. Viðtalið er einlægt og afar persónulegt og nær Júlía að draga fram persónuna og sögu Þorsteins á afar næman hátt. Ólöf Skaftadóttir, Fréttablaðinu. Viðtal við tvíburabræðurna Kára og Halldór Auðar- og Svanssyni. Viðtalið er einstaklega hispurslaust um baráttu þeirra bræðra við geðræna sjúkdóma. Þrátt fyrir erfitt umfjöllunarefni nær Ólöf að viðhalda léttleika í gegnum viðtalið en gefur samt ekkert eftir í raunsönnum lýsingum.   Umfjöllun ársins Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, DV. Umfjöllun um Alzheimer og heilabilun. Með hreinskilnum og áhrifaríkum frásögnum fengu lesendur skýra sýn á það hvernig erfiður og algengur sjúkdómur snertir sjúklingana og fjölskyldur þeirra.  Ritstjórn mbl.is. Umfjöllun um stórbrunann í Skeifunni. Ritstjórn mbl.is nýtti sér alla helstu kosti netsins og færði lesendum skjótt, vel og með myndrænum hætti fréttir af bruna í Skeifunni frá ýmsum sjónarhornum og um leið og þær gerðust.  Sigurður Mikael Jónsson. DV. Umfjöllun um neytendamál. Með frumlegri nálgun og myndrænni framsetningu tókst honum að varpa ljósi á ólíkar hliðar daglegrar neyslu sem hefur mikil áhrif á kjör fólks og heilsu.   Blaðamannaverðlaun ársins Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, DV. Umfjöllun um lekamálið. Jóhann Páll og Jón Bjarki sýndu einstakt þolgæði við að upplýsa allar hliðar lekamálsins svokallaða og fylgdu málinu vel eftir, þrátt fyrir mikið mótlæti og andstöðu ráðherra sem endaði með afsögn hans.  Magnús Halldórsson, Ægir Þór Eysteinsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum. Umfjöllun um sölu Landsbankans á Borgun. Kjarnamenn drógu fram mikilsverðar upplýsingar um kaupin og hvernig kaupendur voru valdir á bak við luktar dyr og settu það fram á auðskiljanlegan hátt fyrir lesendur.  Viktoría Hermannsdóttir, Fréttablaðinu. Umfjöllun um innflytjendur og áhrifarík viðtöl. Fyrir að varpa ljósi á þær hindranir sem innflytjendur verða fyrir á Íslandi þegar þeir vilja öðlast réttindi til að starfa samkvæmt menntun sinni. Einnig birtust á árinu áhrifarík viðtöl Viktoríu við einstaklinga sem hafa þurft að takast á við erfiðleika.   Rannsóknarblaðamennska ársinsGarðar Örn Úlfarsson Fréttablaðinu og Þorbjörn Þórðarson Stöð 2. Umfjöllun um flugslysið við Akureyri. Garðar Örn og Þorbjörn birtu myndband sem varpaði nýju ljósi á aðdraganda slyssins. Í kjölfarið fylgdu fréttir sem drógu fram í dagsljósið umgengni og viðhorf forsvarsmanna flugfélagsins til sjúkraflutninganna og hvernig yfirvöld hlupu undir bagga með flugfélaginu. Helgi Seljan, Kastljósi. Umfjöllun um MS og uppruna vöru. Í umfjöllun sinni uppljóstraði Helgi hvernig MS, sem og önnur fyrirtæki, leyna því fyrir almenningi þegar þau blanda erlendri vöru við íslenska. Einnig benti hann á að embættismaður í ráðuneyti landbúnaðar hefur setið beggja vegna borðsins í mörgum málum sem snerta samkeppni og landbúnað. Hrund Þórsdóttir, Stöð 2. Umfjöllun um lyfjamistök. Hrund kafaði ofan í andlát eldri manns sem lést rúmri viku eftir að honum var gefinn rangur lyfjaskammtur á heilbrigðisstofnun. Hrund leitaði víða fanga í eftirfylgni með málinu, m.a. með fordæmalitlu viðtali við lækni mannsins sem undraðist afstöðu landlæknis en einnig með mjög skýrri almennri umfjöllun um lyfjamistök, viðbrögð við þeim og hvernig hægt er að takmarka slík mistök.      
Lesa meira
Umsóknarfrestur um námsdvöl í Berlín framlengdur
Tilkynning

Umsóknarfrestur um námsdvöl í Berlín framlengdur

Frjálsi háskólinn í Berlín hefur  auglýst eftir umsóknum um námsdvöl í Berlín fyrir reynda blaðamenn í Evrópu eða í Bandaríkjum. Umsóknarfrestur sem áður hafði verið auglýstur til 28. febrúar  hefur nú verið framlengdur til 31.mars 2015. Um er að ræða styrk til dvalar við Frjálsa háskólann eða Freie Universität. Blaðamenn geta fengið tækifæri til tveggja anna dvalar við Freie Universitaet á meðan þeir eru í leyfi frá stöðum sínum í heimalandinu. Prógrammið hefst í október 2015og stendur fram í júlí 2016. Einu skilyrðin sem uppfylla þarf er að viðkomandi sé starfandi blaðamaður og að hann hyggist vinna að fræðilegu verkefni á sviði blaðamennsku. Fjárhagslegi styrkurinn nemur um 1.500 evrum á mánuði en getur þó verið meiri eða minni eftir því hvers konar styrk er um að ræða.. Sjá frekari upplýsingar hér  
Lesa meira
Danskir miðlar stóðust prófið

Danskir miðlar stóðust prófið

Margar siðferðilegar og faglegar  spurningar komu upp í umfjöllun danskra miðla af ódæðisverkunum í Kaupmannahöfn. Þetta eru m.a. atriði sem snúa að upplýsinga- og almannaþjónustuhlutverki fjölmiðla annars vegar og hins vegar viðskipta og samkeppnisstjórnarmiðum miðlanna. Einnig eru þetta spurningar um það hvernig og að hve miklu leyti á að sannreyna heimildir og myndskeið sem koma fram í rauntíma - frásögn eða  því sem kallað er „braking news“.  Þessar spurningar eru danskir blaðamenn nú að ræða, en samhliða leggja þeir mat á umfjöllun miðla um framvindu málsins, en fraásagnir og fjölmiðlaumfjöllun var nánast viðstöðulaus í rauntíma.  Áhorfs og lestrartölur voru gríðarlega háar og  haft er eftir Poul Madsen aðalritsjtóra Extrablaðsins að þetta hafi veri𠠄villtasti tími sem hann hefur upplifa𓠠og  Mette Ösetergaard fréttaritstjóri TV2 sagði að þau „hefðu skrifað söguna um leið og hún gerðist“. Í það heila virðsit þó sem danskir miðlar hafi staðið sig vel í umfjöllun sinni og sýnt sig að vera vandaðir og faglegir  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Fyrsta tölublað Stundarinnar komið út

Fyrsta tölublað Stundarinnar komið út

Fyrsta tölublað Stundarinnar er komið út. Blaðið er nú komið á helstu sölustaði þar sem hægt er að nálgast það í lausasölu og verið er að vinna í því að koma blaðinu til áskrifenda, en margir þeirra sem gerðust ásrkifendur í með framlagi í gegnum karolina Fund munu hafa sleppt að skrifa heimilsifang sitt og segja aðstandendur blaðsins á Facebook síðu sinni að verið sé að vinna í því máli.  Fréttavefur Stundarinnar, www.stundin.is, verður opnaður innan skamms.Uppsláttur blaðsins snýst um það sem kalla mætti framhaldslíf Lekamálsins og beinist athyglin að þróun mála inna lögreglunnar og því sem blaðið skilgreinir sem  „valdatafl í lögreglunni“.Stofnendur stundarinnar eru Stofnendur Stundarinnar eru:  Elín G. Ragnarsdóttir,  Heiða B. Heiðars,  Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir,  Jón Ingi Stefánsson og  Jón Trausti Reynisson en þau hafa fengið til liðs við sig nokkra  blaðamenn sem m.a. störfuðu með þeim á DV.  Stefnuyfirlýsing stundarinnar var birt fyrir nokkrum vikum en hún er svohljóðandi: "Við tökum öll ákvarðanir byggt á þeim upplýsingum sem við fáum. Þessar ákvarðanir eru undirstaða farsældar samfélagsins og okkar sjálfra.Vald hefur áhrif á þær upplýsingar sem okkur eru veittar. Hagsmunaaðilar geta komist yfir fjölmiðlafyrirtæki og mótað fjölmiðla eftir sínum eiginhagsmunum í stað almannahagsmuna. Mörgum þykir þetta sjálfsagður réttur eiganda miðilsins á frjálsum markaði. Fyrir öfluga hagsmunaaðila getur það flokkast sem markaðskostnaður að beygja áherslur fjölmiðla í átt að hagsmunum eigenda til að hafa áhrif á sýn almennings.  Aðstandendur Stundarinnar eru hópur sem vill stofna nýjan, íslenskan fjölmiðil sem er undir áhrifum af almannavaldi og almannahagsmunum, en ekki afmörkuðu stjórnmála- eða fjármálavaldi. Við viljum biðja þig að taka þátt í því með okkur. Vertu valdið.“  
Lesa meira
TV2 í Danmörku með pósthólf fyrir uppljóstrara

TV2 í Danmörku með pósthólf fyrir uppljóstrara

Sjónvarpsstöðin TV2 í Danmörku hefur nú opnað sérstakt dulkóðað pósthólf  fyrir uppljóstrara.  Uppruna gagna sem skilað er í þetta pósthólf mun ekki hægt að rekja og hefur stöðin sett af stað ákveðna kynningarherferð af þessu tilefni og til þess að vinna tiltrú þeirra sem hugsanlega búa yfir upplýsingum sem varða almannaheill en treysta sér ekki til að koma á framfæri undir nafni. Meðal annars hefur TV2 gefið út myndband og sett upp sérstaka síðu þar sem kynning er á mikilvægi og eðli uppljóstrunar. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Norðmenn ræða um að slaka á skilyrðum fyrir félagsaðild að NJ

Norðmenn ræða um að slaka á skilyrðum fyrir félagsaðild að NJ

Talsverð umræða fer nú fram í hópi norskra blaðamanna um hver eigi að vera inntökuskilyrði í Blaðamannafélag Noregs (Norsk Journalistlag). Til þessa hafa verið nokkuð ákveðin og vel skilgreind skilyrði fyrir inngöngu og þar á meðal hefur verið lagt til grundvallar að vilji einstaklingur verða félagi í NJ þurfi viðkomandi að hafa blaðamennsku að aðalstarfi.  Stjórn NJ hefur nú samþykkt að víkka út  skilyrði fyrir inngöngu og sleppa því að gera kröfu um að meðlimir hafi blaðamennsku að aðalstarfi. Þannig gerir tillagan ráð fyrir að nægjanlegt verði að félagi í NJ starfi að eitthvað við blaðamennsku. Samhliða er gerð tillaga um að taka út úr samþykktum félagsins að þeir sem starfa sem upplýsingafulltrúar geti orðið félagar í NJ. Hér á landi eru í gildi svipaðar reglur og Norðmenn ræða nú um að taka upp. Rétt að geta þess að sá sem gegnur í félagið skuldbindur sig samhliða til að starfa í samræmi við og í þjónustu tjáningarfrelsis og siðareglna  Blaðamannafélags Noregs (Vær Varsom-plakaten). Sjá einnig hér  
Lesa meira
Kenji Goto, stríðsfréttamaður

IFJ fordæmir morðið á Kenji Goto

  Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur í dag gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir með dótturfélagi sambandsins í Japan og grimmdarlegt morð vígamanna Íslamska ríkisins á japanska blaðamanninum Kenji Goto er fordæmt. Segir í fordæmingu IFJ að morðið á free lance blaðamanninum dragi athyglina að hinni nýju víglínu í hryðjuverkastarfsemi þar sem blaðamenn eru orðnir að helsta skotmarki.  Kenji Goto var 47 ára stríðsblaðamaður sem hafði flutt fréttir af ýmsum átakasvæðum í heiminum. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Pew í BNA: Hvítir, karlar og repúblikanar líklegri til að telja birtingu skopmyna í lagi

Pew í BNA: Hvítir, karlar og repúblikanar líklegri til að telja birtingu skopmyna í lagi

Samkvæmt skoðanakönnun sem Pew rannsóknarstofnunin gerði í lok janúar í Bandaríkjunum höfðu um þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum (76%) heyrt um árásina á í París.  Af þeim sem höfðu heyr um árásina taldi ríflegur meirihluti eða um 60% svarenda að það hefði verið í lagi hjá tímaritinu að birta skopmyndir af Múhameð spámanni  en næstum þrír af hverjum tíu (28%) töldu að það hefði ekki verið í lagi. Um 12% neituðu að svara.   Í umfjöllun um könnunina segja aðstandendur að í henni endurspeglist aukin spenna í BNA  milli sjónarmiða tjáningarfrelsis og umburðarlyndis gagnvart trúarbrögðum.Athygli vekur að hvítir karlar og repúblikanar eru líklegri en aðrir til að telja birtingu skopmyndanna í lagi, en konur og litað fólk er síður líklegt til að telja birtinguna í lagi.Næstum helmingur Bandaríkjamanna (48%) telur – samkvæmt könnuninni – ekki líklegt að árásin á  Charlie Hebdo muni hafa nokkur áhrif á það hvort fjölmiðlar þar vestra birti efni sem telst mógandi fyrir trúarbrögð. Um það bil fjórðungur segir þó (24%) að líklegt sé að árásin munu verða til þess að fjölmiðla birti síður efni sem sé talið er trúarlega móðgandi. Nokkru færri eða um 16% telja að áhrifin muni verða þveröfug og að fjölmiðlar verðir viljugri til að birta slíkt efni.Sjá einnig hér  
Lesa meira
Egill Ólafsson

Andlát: Egill Ólafsson

Egill Ólafsson, gjaldkeri stjórnar Blaðamannafélags Íslands og blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is, varð bráðkvaddur síðastliðinn miðvikudaginn 28. janúar, 52 ára að aldri. Egill fæddist 16. nóvember 1962, sonur hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Ólafs Egilssonar. Hann ólst upp í Borgarnesi og á Mýrum, gekk í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk BA-prófi í sagn­fræði frá HÍ árið 1989. Að námi loknu hóf Egill feril sinn sem sem blaðamaður, fyrstu árin  á Tímanum. Eg­ill hóf síðan störf á Morgunblaðinu árið 1993 og starfaði þar til dánardags, aðallega á mbl.is seinni árin. Hann gegndi um hríð starfi fréttastjóra Morgunblaðsins. Í ársbyrjun árið 2014 fór hann í tveggja ára leyfi til að skrifa sögu Borgarness og var kominn vel á veg með það verk er hann féll frá. Egill var á námsárum sínum formaður nemendafélags FB, formaður félags sagnfræðinema við HÍ, sat í stjórn Sagnfræðinga­félags Íslands um tíma og sat um árabil í stjórn Blaðamannafélags Íslands. Hann var afkastamikill og sérstaklega vandaður blaðamaður og vel liðinn samstarfsmaður. Egill var kvæntur Unni Lárusdóttur, upplýsingafræðingi hjá innanríkisráðuneytinu, og eignuðust þau tvö börn; Ólaf Lárus sem starfar í veitinga­rekstri og sinnir myndlist og Urði menntaskólanema. Stjórn og aðrir félagar Egils í Blaðamannafélagi Íslands senda aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur.  
Lesa meira