- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Hjálmar Jónsson formaður BÍ hefur á vettvangi Evrópusambands blaðamanna (EFJ) sent frá sér stuðnings- og samúðarkveðjur vegna hryðjuverkanna í París í gær. Kveðjan er svohljóðandi:
Blaðamannafélag Íslands fordæmir hryllilega árás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í gær og lýsir samstöðu og samúð með þeim kollegum sem þar voru drepnir. Í minningu fórnarlamba þessarar grimmilegu árásar er brýnt að undirstrika að táningarfrelsi verður ekki drepið með byssukúlu. Þessi atburður mun ekki ógna né þagga niður í blaðamönnum og frjálsri fjölmiðlun í dag erum við öll Charlie! Við sendum ættingjum og vinum fónarlambanna okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ