- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélag Íslands ásamt Alþjóðasambandi blaðamanna, Evrópusambandi blaðamanna og blaðamannafélögum um allan heim hafa fordæmt drápin og árásina á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París.
Við stöndum agndofa gagnvart þessum forkastanlega, fordæmalausa og hörmulega atburði og óskiljanlegt og að men skuli grípa til voðaverka af þessu tagi. Þetta brýnir okkur öll til að standa enn betur vörð um tjáningarfrelsið sem er undirstaða lýðræðislegra samfélagshátta, segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands.
Svipaðar yfirlýsingar hafa í dag verið að koma frá forystumönnum blaðamannafélaga um allan heim og umræða um tjáningarfrelsi og öryggi blaðamanna á eigin ritstjórnum hefur víða farið af stað.
Sjá einnig hér