- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í tilefni af samstöðugöngunni sem farin var í París á sundaginn þar sem ýmsir þjóaleiðtogar gengu ásamt milljónum annarra í nafni tjáningarfrelsis og í minningu fórnarlamba hryðjuverka vikunnar hefur Evrópusamband blaðamanna gefið út að brýnt sé að pólitísk viðbrögð göngunnar séu í anda hennar. Bent er á að mikilvægt sé að leiðtogar mættu í gönguna þótt þeir kæmu frá ríkjum, sem alla jafna eru talin fjandsamleg tjáningarfrelsi, s.s. Tyrklandi, Rússlandi, Ungverkjalandi, Ísrael og Spáni þurfi nú að fylgja þátttöku sinni eftir með pólitískum aðgerðum.
EFJ varar hins vegar stjórnmálamenn í Evrópu við því að falla í þá freistni að nota þessi voðaverk til að setja strangari þjóðaöryggislöggjöf þar sem gengið sé á rétt einstaklinganna. Reynsla undanfarinna ára hafi sýnt að veruleg hætta sé á að fjölmiðlafrelsi verði fyrsta fórnarlambið í slíku stríði gegn hryðjuverkum eða aðgerðum í nafni almenns öryggis. Einu pólitísku viðbrögðin sem hæfa samstöðunni sem fram kom í samstöðugöngunni á sunnudag, eru að festa enn frekar í sessi frelsi og lýðræði. EFJ fyrir hönd 300 þúsund meðlima sinna vill gera sitt til að tryggja að svo muni verða, segir í tilkynningu frá samtökunum.
Sjá einni hér