Fréttir

Mynd: NewsGuild

BNA: Stéttafélög sækja á

 Bylgja stéttafélagsvæðingar virðist nú fara um ritstjórnir í Bandaríkjunum, einkum og sér í lagi meðal blaðamanna sem vinna mikið í gegnum netið.  Fyrr í vikunni ákvað hópur blaðamanna  eftir kosningar á Al Jazzeera America að gagna til liðs við stéttafélagið NewsGuild í New York sem er aðildarfélag Alþjóða blaðamannasambandsins (IFJ). Áður hafði yfirstjórn fyrirtækisins neitað að viðurkenna umboð félagsins.  Þá hafa hópar ritstjórnarmeðlima á Gwaker, Slaon, ThinkProgress og Vice Media gengið í Writers Guild of America. Auk þessa höfðu blaðamenn á Guardian US hafði gengið til liðs við NewsGuild og á Huffingto Post munu umræður í gangi um að stéttafélagsvæða ritstjórnina.  Sjá einnig hér
Lesa meira
BNA: 5 af hverjum 6 í fréttum eru karlar

BNA: 5 af hverjum 6 í fréttum eru karlar

Í nýrri grein í félagsfræðitímaritinu American Sociological Review  kemur fram að samkvæmt innihaldsgreiningu sem gerð var á meira en 2000 greinum í blöðum, tímaritum og vefsíðum á árabilinu frá 1983-2009  þá séu fimm af hverjum sex umfjöllunum um karla eða um 82%. Bent er á að lágt hlutfall kvenna í fréttum á þessu tímabili megi rekja til tveggja þátta, annars vegar þess hve fjölmiðlar fjalli mikið um fólk í efstu lögum samfélagins og hins vegar til þess hve fáar konur eru í þessum æðstu stöðum.  Sjá meira hér  
Lesa meira
Eru takmörk á tjáningarfrelsinu?

Eru takmörk á tjáningarfrelsinu?

Í dag eru 10 ár liðin frá því að Múhameðsteikningarnar  birtust í  Jótlandspóstinum í Danmörku. Birting teikninganna hefur verið tilefni mikilla umræðna um tjáningarfrelsi og takmörk þess. Í tilefni af því er hér birt um hálftíma  samræða milli tveggja málsmetandi blaðamanna  sem eru leiðandi í umræðunni um tjáningarfrelsið í dag.  Annars vegar er það Aidan White, sem er framkvæmdastjóri Ethical Journalism Network (EJN) og fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna og hins vegar Anette Young sem er blaðamaður og fréttaþulur á frönsku stöðinni France 24 en er upphaflega frá Ástralíu. Samtalið á sér stað í gegnum Skype.   Þessi umræða er liður í umræðutorgi sem EJN stendur fyrir undir yfirskriftinni „Eru einhver takmörk á tjáningarfrelsinu?“  Sjá myndband hér
Lesa meira
Ungt fólk í BNA enn tilbúið að borga fréttir

Ungt fólk í BNA enn tilbúið að borga fréttir

 Þrátt fyrir gríðarlegt flæði ókeypis upplýsinga og fréttaefnis sem ungu fólki stendur til boða í dag þá virðist sem  stór hluti þessa fólks sé enn tilbúið til að borga fyrir það fréttaefni sem það fylgist með. Þannig kemur fram í nýlegri könnun í Bandaríkjunum að um 40% Ameríkana á aldrinum 18-34 ára borgi fyrir að minnsta kosti  hluta af því fréttaefni sem það notar, hvort heldur sem það er í formi dagblaðs, netáskriftar eða rafræns fréttabréfs.  Þessu til viðbótar segja um 13% nýta sér áskrift einhvers annars til að kynna sér fréttir.  Könnun þessi er gerð í verkefninu Media Insight Project sem er samstarfsverkefni  American Press Institute og Associated Press- NORC Center.  Einnig kom í ljós að eftir því sem fólk í þessum aldurshópi var eldra, því líklegra var það til að greiða fyrir fréttaefni.  Sjá einnig hér    
Lesa meira
Paul Stephenson

Minnt á málstofnu um uppljóstrara

Hér með er minnt á að Gagnsæi – samtök gegn spillingu,  ásamt Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála  standa fyrir opinni málstofu í dag, þriðjudaginn 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 16:30-17:30.   Þar mun Paul Stephenson, fyrrum embættismaður breska dómsmálaráðuneytis, halda fyrirlestur um mikilvægi löggjafar um vernd uppljóstrara. Hann hefur sérhæft sig í málefnum uppljóstrara eftir að hann lét af störfum hjá breska dómsmálaráðuneytinu árið 2009. Lögin um verndun uppljóstrara voru sett í Bretlandi árið 1999, en þau lög eru, að hans sögn, eitt helsta framlag Bretlands til þessara mála á alþjóðavísu. Stephenson leiddi starf dómsmálaráðuneytisins á sviði varna gegn spillingu, sem formaður sendinefndar Breta hjá GRECO, spillingarvarnardeild Evrópuráðsins, sem Ísland er einnig aðili að.  Að fyrirlestrinum loknum mun fundarstjóri, Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans, stýra fyrirspurnum og umræðum. Málstofan er öllum opin og mun fara fram á ensku  
Lesa meira
Prentmiðlar með stærstan hluta auglýsingakökunnar á Íslandi

Prentmiðlar með stærstan hluta auglýsingakökunnar á Íslandi

Mjög áhugaverðar upplýsingar um auglýsingamarkaðinn á Íslandi árið 2014  hafa verið birtar á vef Fjölmiðlanefndar en þar er í fyrsta sinn tekið saman hvernig auglýsingar  eða birtingarfé skiptis milli miðla á Íslandi.  Í ljós kemur að prentmiðlar fá stærstan hluta auglýsingakökunnar en sjónvarp fylgir fast á eftir. Þá  kemur í ljós að 2,6% alls birtingarfjár rennur til erlendra veffyrirtækja s.s. Google og Facebook sem er minna en í nágrannalöndum okar.  Samantektin er unnin í samstarfi Fjölmiðlanefndar og fimm stærstu birtingarhúsanna á Íslandi.  Sjá nánar hér  
Lesa meira
Al-Jazzeera í London

Al-Jazzeera skorið niður?

Búist er við að  Al-Jazeera  muni skera niður starfsemina hjá sér víðs vegar um heiminn og segja upp hundruðum manna vegna þess að olíuverð hefur fallið og vegna þess að búist er við miklum breytingum í fjárfestingastefnu. Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart  því ekki eingöngu er talað um fækkun starfa um 800-1000 heldur hugsanlega líka að emírinn af Quatar muni draga verulega úr stuðningi við og hafi minni áhuga á fréttaþjónustu fyrirtækisins en faðir hans hafði, en Al Jazzeera hefur verið árangursrík leið til að hafa áhrif í arabaheiminum og raunar mun víðar.  Sjá nánar hér  
Lesa meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ásamt þeim Erlendi Bogasyni og Pétri Halldórssyni. Mynd: umhve…

"Lífríkið í sjónum við Ísland" fær verðlaun

Þáttaröðin „Lífríkið í sjónum við Ísland“ eftir þá Erlend Bogason og Pétur Halldórsson  fékk í gær fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri fengu  annars vegar hjónin Björn Halldórsson og Elisabeth Hauge á Valþjófsstöðum í Öxarfirði og hins vegar Völundur Jóhannesson á Egilsstöðum Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Í rökstuðningi dómnefndar fjölmiðlaverðlauna segir að þættirnir „Lífríkið í sjónum við Ísland“ séu dæmi um metnaðarfulla þáttagerð þar sem kastljósinu sé beint að heimi undir yfirborði sjávar sem flestum er hulinn. Myndefnið sé einstakt og handritið vel unnið og samvinna höfunda hafi skilað frábærum árangri sem eftir sé tekið og hafi borið hróður þeirra langt út fyrir landsteinana. Verkefnið sé „bæði skemmtilegt og fróðlegt og hefur meðal annars sérstöðu að því leyti að það er afrakstur framtaks sem var unnið umfram skyldu, af metnaði og áhuga og aðdáunarverðri seiglu.“ Þeir sem höfðu verið tilnefndir til fjölmiðlaverðlaunanna voru: Hallgrímur Indriðason, fréttamaður á RÚV, sem gerði deiluefni um virkjanakosti í Þjórsá góð skil í sjónvarpsfréttum 17. maí sl. Iceland Review, sem sagði frá eldgosinu í Holuhrauni í fjölda vandaðra og upplýsandi greina og með ljósmyndum sem komu hrikafegurð eldsumbrotanna og áhrifum þeirra á viðkvæma náttúru vel til skila. Þáttaröðin „Lífríkið í sjónum við Ísland“, sem er röð stuttra þátta ætluð til vekja athygli á fjölbreyttu náttúrulífi neðansjávar og sýnd var á sjónvarpsstöðinni N4.  
Lesa meira
Tækifæri til að hafa áhrif á nýjan stjórnarráðsvef

Tækifæri til að hafa áhrif á nýjan stjórnarráðsvef

Ástæða er til að benda blaðamönnum á tækifæri sem þeim gefst til að hafa áhrif á endurbætur sem nú er verið að gera á stjórnarráðsvefnum, en það er vefur sem blaðamenn þurfa mikið að nota.  Áhrifin geta þeir haft í gegnum könnun sem gerð er í tengslum við breytingarnar. Á vef forsætisráðuneytisins segir: „Bætt þjónusta við notendur og aukin hagkvæmni eru helstu markmið í vinnu sem hafin er og miðar að því að hleypa um mitt næsta ár af stokkunum nýjum og sameinuðum vef allra ráðuneyta.   Með sameiningu vefjanna batnar aðgengi til muna með því að notendur geta á einum stað sótt upplýsingar og þjónustu á vegum ráðuneyta með auðveldum hætti. Um leið er þess vænst að talsvert hagræði sé af því að viðhalda einum vef, en í dag eru vefir á vegum Stjórnarráðsins á fimmta tug þegar allt er talið.“ Sjá könnun hér Sjá frétt hér   
Lesa meira
Bild var myndalaust í gær

Bild var myndalaust í gær

Það voru engar myndir í þýska blaðinu Bild í  gær.  Bild tók einnig út allar ljósmyndir á heimasíðunni.    „Með þessu vildi ritstjórn blaðsins vekja fólk til umhugsunar um stöðu flóttafólks og einnig að mótmæla þeirri gagnrýni sem það fékk fyrir að birta mynd af látnum sýrlenskum dreng“, segir í áhugaverðri umfjöllun Þorvaldar Arnar Kristmundssonar ljósmyndara í pistli á fréttavef fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri, Landpóstinum. Hér má sjá pistil Þorvaldar Hér má sjá annan pistil frá Þorvaldi um breytinguna á útliti Fréttablaðsins   http://www.landpostur.is/is/frettir/almennt/mynd-an-mynda
Lesa meira