- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í dag eru 10 ár liðin frá því að Múhameðsteikningarnar birtust í Jótlandspóstinum í Danmörku. Birting teikninganna hefur verið tilefni mikilla umræðna um tjáningarfrelsi og takmörk þess. Í tilefni af því er hér birt um hálftíma samræða milli tveggja málsmetandi blaðamanna sem eru leiðandi í umræðunni um tjáningarfrelsið í dag. Annars vegar er það Aidan White, sem er framkvæmdastjóri Ethical Journalism Network (EJN) og fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna og hins vegar Anette Young sem er blaðamaður og fréttaþulur á frönsku stöðinni France 24 en er upphaflega frá Ástralíu. Samtalið á sér stað í gegnum Skype. Þessi umræða er liður í umræðutorgi sem EJN stendur fyrir undir yfirskriftinni Eru einhver takmörk á tjáningarfrelsinu?