- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Búist er við að Al-Jazeera muni skera niður starfsemina hjá sér víðs vegar um heiminn og segja upp hundruðum manna vegna þess að olíuverð hefur fallið og vegna þess að búist er við miklum breytingum í fjárfestingastefnu.
Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart því ekki eingöngu er talað um fækkun starfa um 800-1000 heldur hugsanlega líka að emírinn af Quatar muni draga verulega úr stuðningi við og hafi minni áhuga á fréttaþjónustu fyrirtækisins en faðir hans hafði, en Al Jazzeera hefur verið árangursrík leið til að hafa áhrif í arabaheiminum og raunar mun víðar.