Fréttir

Fyrir utan ERT

Gríska ríkisútvarpið opnað á ný

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) fagnaði í morgun með  heimamönnum því að gríska ríkisútvarpið ERT var enduropnað eftir að það hafði verið lokað í nákvæmlega tvö ár. Það var 11. júní 2013 sem ERT var lokað og urðu þá 2600 starfsmenn stofnunarinnar atvinnulausir.  Samkvæmt nýlegum yfirlýsingum stjórnvalda er gert ráð fyrir að endurráða flesta starfsmennina sem hættu fyrir tveimur árum, en ýmsir hættu þó störfum og fóru fyrr á eftirlaun.  Alls er búist við að um 1500 manns muni verða endurráðnir en óljóst er enn á hvaða kjörum og með hvaða réttindum.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Frakkland: Víðtæk mótmæli en eftirlitslög samþykkt

Frakkland: Víðtæk mótmæli en eftirlitslög samþykkt

Franska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem eykur heimildir til eftirlits og persónunjósna og er yfirlýstur tilgangur þess að auka varnir gegn árásum íslamskra öfgahópa.  Frumvarpið sem nú er orðið að lögum var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þinginu, 438 gegn 86, heimilar m.a. miklu víðtækari söfnun upplýsinga um fólk en áður og það kemur í beinu framhaldi af röð hryðjuverka í París í janúar síðast liðnum þegar 17 manns létu lífið. Bæði Alþjóðasamband blaðamanna og Evrópusamband blaðamanna höfðu í gær sent  François Hollande forseta Frakklands bréf þar sem frumvarpinu var mótmælt og bent á að það myndir hafa stórfelldar afleiðingar fyrir frelsi fjölmiðla og möguleika blaðamanna til að vernda heimildarmenn sína. Almenn´og víðtæk mótmæli hafa að undanförnu verið í Frakklandi gegn frumvarpinu.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Christian Jensen ritstjóri Information sést hér afhenda gylltu stunguskólfuna fyrir 2013 til vinning…

Vilja heiðra hina daglegu blaðamennsku

 Í Danmörku telja menn ástæðu til að reyna að lyfta upp og draga athygli að því sem gert er vel í blaðamennsku frá degi til dags, því sem kalla mætti hversdagsblaðamennsku, og hafa nú verið útbúnir tveir nýir verðlaunaflokkar í hinum svokölluðu „Stunguskólfu“ blaðamannaverðlaunum til að beina athyglinni að þessum mikilvæga þætti blaðamennskunnar. Stunguskófluverðlaunin hafa verið veitt til  svæðismiðla og staðarmiðla fyrir gagnrýna rannsóknarblaðamennsku. Þessu til viðbótar voru nú einnig veitt verðlaun í tveimur nýjum flokkum sem eiga að heiðra daglega blaðamennsku. Annars vegar er um að ræða flokk hversdagsblaðamennskuverðlauna og hins vegar  flokk umfjöllunar eða ritraðarverðlauna, en þetta er raunar stærsti hluti þeirrar blaðamennsku sem stunduð er á staðbundnum miðlum og raunar flestum miðlum.  Það eru samtök sem kalla sig „Skóflustungu dýpra“ sem standa að þessum verðlaunum og er Bruno Ingimann, aðalritstjóri Midtjyske Medier meðlimur í þeim samtökum. Hann segir: „Nýju flokkarnir eiga að hvetja til jákvæðrar þróunar á gæðablaðamennsku í staðbundnum miðlum. Oft hafa það verið stóru svæðisbundnu miðlarnir sem hafa fengið Skóflustunguverðlaunin en með þessari breytingu vonum við að smærri staðbundnir miðlar sjái tilefni til að reyna sig við verðlaunin.“ Sjá einnig hér  
Lesa meira
Erla vann í þriðja sinn!!!

Erla vann í þriðja sinn!!!

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt gegn 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu í máli sem Erla Hlynsdóttir blaðamaður höfðaði. Er þetta í þriðja sinn sem Erla vinnur mál fyrir MDE gegn íslenska ríkinu og er nánast einsdæmi að einn og sami einstaklingurinn vinni svo mörg mál fyrir dómstólnum. Málið snýst um grein í DV frá 2007 um kókaínsmyglmál og voru aðilar nafngreindir í umfjölluninni. Hæstiréttur hafði síðan dæmt Erlu og þáverandi ritstjóra Sigurjón M Egilsson brotleg  í máli sem reis vegna umfjöllunarinnar. Gunn­ar Ingi Jó­hanns­son, lögmaður Erlu,  var í viðtali við  mbl.is í morgun og kvaðst þar ánægður með niðurstöðuna.  Hann hefur verið lögmaður Erlu í  ölum þremur málunum auk þess sem hann var lögmaður Bjarkar Eiðsdóttur sem einnig vann mál fyrir MDE.  Sjá dóminn hér  Sjá einnig umfjöllun hér og  hér og hér  
Lesa meira
Nýstárleg og óhefðbundin umfjöllun verðlaunuð

Nýstárleg og óhefðbundin umfjöllun verðlaunuð

Evrópska blaðamannamiðstöðin (EJC) hefur tilkynnt um sigurvegara í „Frumkvöðlasamkeppni í þróunarumfjöllun“ en það er samkeppni þar sem athyglinni er beint að fréttaflutningi og umfjöllun um málefni þróunar þar sem nálgun og viðfangsefni eru nýstárleg og óhefðbundin.  Alls fengu 133 verkefni tilnefningu til verðlaunanna en 14 þeirra hafa nú verið valin til verðlauna og er verðlaunafé í heild um 250 þúsund evrur. Verðlaunaverkefnin koma frá Belgíu, Danmörku,Ítalíu, Spáni, Hollandi og Bretlandi og fjalla um mjög ólíka hluti.  Þannig má nefna umfjöllun um fjölmenningarlegt heilbrigðiskerfi í Bólivíu, tilraunir við að útrýma mænusótt, og úttekt á því hvernig rusl sem ruslatínslufólk á Haiti og á Indlandi endar sem íhlutir í 3D prentara, sem dæmi um það sem verkefnin fjalla um. Almennt er umfjöllunin í þessum verkefnum margþætt, á nýstárlegu miðlunarformi og óhefðbundin.  Sjá verkefnin hér  
Lesa meira
Arne Krumsvik

Noregur: Efni frá neytendum fær stöðugt minna vægi á netfréttamiðlum

Í nýrri samantektarskýrslu  Samands norskra netfréttamiðla kemur fram að veffréttamiðlar eru í vaxandi mæli að leggja áherslu á „hefðbundið“ ritstjórnarefni, þ.e. efni sem unnið er  undir formerkjum blaðamennsku. Efni frá notendum hins vegar, s.s. blogg, myndir og athugasemdadálkar, er sífellt að minnka í mikilvægi.  Samkvæmt skýrsluhöfundinum, Arne Krumsvik, prófessor við fjölmiðladeild í  fagháskólans í Ósló, hefur sú tilhneiging fest sig í sessi að netmiðlar reiði sig í stöðugt  minna mæli á efni frá notendum og allir  þessir miðlar ritstýra betur því sem birt er. Efni af því tagi sem kemur frá notendum  hefur flust að mestu leyti yfir á samfélagsmiðlana. Krumsvik bendir á að kenningar sem þóttu framsæknar fyrir nokkrum árum þess efnis að ritstýrt efni og óritstýrt væri að renna saman og fjölmiðlaneytendur væru að verða sem á ensku kallaðist „prosumers“ (producer + consumer) eða hvoru tveggja í senn neytendur og framleiðendur ritstjórnarefnis, væri einfaldlega ekki að ganga eftir.  Sjá meira hér  
Lesa meira
EFJ: Lækkun virðisauka nýtist ritstjórnarefni á netinu

EFJ: Lækkun virðisauka nýtist ritstjórnarefni á netinu

Á nýlegum fundi fulltrúa úr framkvæmdastjórn Evrópusambands blaðamanna (EFJ) og Evrópusamtaka blaðaútgefenda (ENPA)   kom fram að blaðamenn og útgefendur gætu átt sameiginlegara hagsmuna að gæta varðandi breyttar reglur um útgáfu blaða og fjölmiðla almennt.  Blaðamenn hafa verið að benda á að aðhalds og hagræðingaraðgerðir í fjölmiðlum sé farið að  bitna á gæðum blaðamennskunnar á meðan útgefendur draga slíkt í efa en benda á að umhverfi fjölmiðlarekstrar sé sífellt að verða erfiðara. ENPA hefur í því sambandi verið að benda á að brýnt sé að fá viðrisaukaskatt á fjölmiðla lækkaðan og óskaði eftir fulltingin EFJ og annarra blaðamannasambata við slíka kröfu á fundinum á dögunum. EFJ  telur að slíkur stuðningur og sameiginleg krafa komi mjög sterklega til greina að því gefnu að sá ávinningur sem náist með lækkuðum virðisaukaskatti verði nýttur til að búa til ritstjórnarefni, ekki síst efni sem geti verið á stafrænu formi fyrir netið.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
EFJ hyggst ræða hlutverk fagfélaga

EFJ hyggst ræða hlutverk fagfélaga

Aðalfundur Evrópusambands blaðamanna verður haldinn í Budva í Svartfjallalandi þann  1-2 júní næstkomandi.  Gestgjafi verður aðildarfélag EFJ, Fjölmiðlasamband Svartfjallalands.   Viðfangsefnið á þessum aðalfundi verður umræða um hlutverk og möguleika blaðamannafélaga og er yfirskrift fundarins: „Styrkari starfsréttindi fyrir blaðamenn:  aukinn styrkur fagfélaga á tímum breytinga.“   Þá hefur verið skipulagður  á mánudagskvöldinu sérstakur viðburður þar sem rætt verður ástandið milli Úkraínu og Rússlands. Sjá bráðabirgðadagskrá hér   
Lesa meira
Úrskurður siðanefndar í

Úrskurður siðanefndar í "Grímseyjarmáli"

Siðanefnd BÍ hefur úrskurðað í máli nr. 2 fyrir starfsárið 2014-2015, en það er svokallað „Grímseyjarmál“  sem er umfjöllun Akureyrar vikublaðs  frá því í vetur.  Siðanefnd úrskurðar að blaðið hafi ekki brotið siðareglur í þeim atriðum sem nefndin tekur afstöðu til. Úrskurðurinn er ítarlegur hann má sjá í heild sinni á siðavefnum hér á vefnum.
Lesa meira
Fréttirnar á ferðinni

Fréttirnar á ferðinni

 Segja má að í Bandaríkjunum hafi fréttaneytendur netfrétta verið á ferðinni  í ársbyrjun þessa árs, samkvæmt niðurstöðum PEW rannsóknarstofnunarinnar um Stöðu fréttamiðla 2015 (State of the News Media 2015).  Þá voru heimsóknir á 39 af 50 stærstu fréttasíðum landsins að meirihluta frá snjallsímum og öðrum slíkum tækjum en ekki frá borðtölvum.  Hins vegar dvöldu fleiri þeirra sem skoðuðu netfréttir  úr borðtölvu mun lengur á  um 25 þessara 50 fréttasíðna, en þeir sem heimsóttu  síðurnar úr snjallsímum eða slíkum tækjum.  Á tíu þessara síðna voru farsímanotendur lengur inni á síðunni en borðtölvunotendur og a 15 síðum voru báðar þessar tegundir notenda álíka lengi inni á síðunum. Í samræmi við vaxandi notkun á ýmis konar snjalltækjum hefur notkun á samfélagsmiðlum aukist mikið varðandi fréttir og þróunin er í raun komin á nýtt stig.  Þannig sýna tölur rannsóknarinnar að á árinu 2014 sé svo komið að um helmingur fullorðinna netverja fái fréttir af stjórnmálum og stjórnvöldum í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook, en það þýðir að fréttamatið sem stýrir fréttadagskrá þessa hóps er komið frá „Facebook-vinum“ eða af   síunarvélum samfélagsmiðlanna, svokölluðum „algoriðmum“ (algorithms). Sjá meira um könnunina hér  
Lesa meira