- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bylgja stéttafélagsvæðingar virðist nú fara um ritstjórnir í Bandaríkjunum, einkum og sér í lagi meðal blaðamanna sem vinna mikið í gegnum netið. Fyrr í vikunni ákvað hópur blaðamanna eftir kosningar á Al Jazzeera America að gagna til liðs við stéttafélagið NewsGuild í New York sem er aðildarfélag Alþjóða blaðamannasambandsins (IFJ). Áður hafði yfirstjórn fyrirtækisins neitað að viðurkenna umboð félagsins. Þá hafa hópar ritstjórnarmeðlima á Gwaker, Slaon, ThinkProgress og Vice Media gengið í Writers Guild of America. Auk þessa höfðu blaðamenn á Guardian US hafði gengið til liðs við NewsGuild og á Huffingto Post munu umræður í gangi um að stéttafélagsvæða ritstjórnina.