- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mjög áhugaverðar upplýsingar um auglýsingamarkaðinn á Íslandi árið 2014 hafa verið birtar á vef Fjölmiðlanefndar en þar er í fyrsta sinn tekið saman hvernig auglýsingar eða birtingarfé skiptis milli miðla á Íslandi. Í ljós kemur að prentmiðlar fá stærstan hluta auglýsingakökunnar en sjónvarp fylgir fast á eftir. Þá kemur í ljós að 2,6% alls birtingarfjár rennur til erlendra veffyrirtækja s.s. Google og Facebook sem er minna en í nágrannalöndum okar. Samantektin er unnin í samstarfi Fjölmiðlanefndar og fimm stærstu birtingarhúsanna á Íslandi.