Fréttir

Blaðamannahátíð í Perlunni

Blaðamannahátíð í Perlunni

Á morgun, laugardaginn 5. mars kl 15:00, verða Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélagsins afhent og veittar verða viðurkenningar Blaðaljósmyndarafélagsins fyrir Myndir ársins. Þessi árlega blaðamannahátíð verður nú í fyrsta sinn haldinn í Perlunni í Reykjavík en ekki í Gerðarsafni í Kópavogi.  Eins og áður eru veitt verðlaun í fjórum flokkum Blaðamannaverðlauna en tilnefningar dómnefndar til verðlauna mé sjá hér á síðunni.
Lesa meira
Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna

Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna

Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur í kvöld birt tilnefningar sínar, en verðlaunahafar verða kunngerðir á laugardaginn eftir viku, þann 5. mars.  Hér á eftir fara tilnefningarnar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna, en þrír eru tilnefndir í hverjum flokki: Viðtal ársins 2015 Helgi Bjarnason, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Þröst Leó Gunnarsson um sjóslysið úti af Aðalvík í júlí í fyrrasumar. Þresti Leó tókst fyrir snarræði að bjarga tveimur félögum sínum en sá þriðji fórst. Björgunartæki brugðust gersamlega og fær Helgi einstæðar lýsingar Þrastar Leó á hugarástandi  þremenninganna á meðan þeir biðu björgunar. Reynir Traustason, Stundinni. Fyrir viðtal við Ástu Kristínu Andrésdóttur hjúkrunarfræðing sem sökuð var um manndráp af gáleysi. Reynir gerir lífshlaupi Ástu Kristínar góð skil og fær viðmælanda til að tala mjög opinskátt um hvernig þessi atburður hefur markað líf hennar, hvernig hún hefur barist við kvíða og reynt að viðhalda lífsviljanum. Snærós Sindradóttir, Fréttablaðinu. Fyrir viðtal við Einar Zeppelin Hildarson, ungan mann, sem á að baki afar erfiða lífsreynslu. Einar segir á einlægan hátt frá örlagadeginum þegar mamma hans varð systur hans að bana en sjálfur slapp hann slasaður frá hildarleiknum. Snærós segir áhrifamikla sögu manns og dregur fram mikla þrautseigju, góða mannkosti og kærleika. Umfjöllun ársins 2015 Gísli Einarsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Karl Sigtryggsson og Ragnar Santos, fréttastofu RÚV.  Fyrir umfjöllun um flóttamannavandann sem geisar í Evrópu. Með innlendu sjónarhorni á björgunarstörf áhafnar Týs á Miðjarðarhafi og viðtölum við fórnarlömb á vergangi í Ungverjalandi og Líbanon fengu landsmenn mikilsverða innsýn inn í erfiða ferð flóttamanna í leit að öryggi. Helgi Seljan, Kastljós RÚV.  Fyrir umfjöllun um nauðganir, áreitni og ofbeldi gagnvart þroskahömluðum konum. Ljóstrað var upp um sinnuleysi yfirvalda sem héldu ekki hlífiskildi yfir konunum, settu ekki reglur um umönnun þeirra og hunsuðu kvartanir. Af virðingu og með áhrifaríkum hætti var saga kvennanna sögð og sjónarmiði þeirra komið á framfæri. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir, Fréttablaðinu. Fyrir ítarlega umfjöllun um mansal þar sem fjallað var um umfang og einkenni mansals á Íslandi og bresti í aðgerðaráætlun stjórnvalda. Fréttaskýringaröð þeirra varpaði ljósi á vaxandi mansalsvanda hér á landi þar sem einstaklingar eru misnotaðir í kynferðislegum tilgangi, til nauðungarvinnu eða í glæpastarfsemi.   Blaðamannaverðlaun ársins 2015 Hörður Ægisson, DV. Fyrir skýra og greinagóða umfjöllun um slitabú föllnu bankana, vogunarsjóðina sem þá keyptu sem og útgöngusamninga þeirra við íslensk stjórnvöld. Hörður hefur upplýst stöðu mála af djúpri þekkingu og nákvæmni í máli sem hefur rík áhrif á þjóðarbúið. Ingibjörg Kjartansdóttir, Stundinni. Fyrir fjölbreytta og mikilvæga umfjöllun um kynbundið ofbeldi. Í fjölmörgum greinum gaf Ingibjörg þolendum kynbundins ofbeldis og kynferðisbrota vettvang að tjá sig um sína upplifun af brotunum, upplýsti um hve víða í samfélaginu þessi brot er að finna og hversu erfitt er fyrir fórnarlömb að leita réttlætis vegna þeirra Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðið/mbl.is. Fyrir áhrifamikla umfjöllun um heimsókn sína til Líbanon þar sem hún ræddi við sýrlenska flóttamenn og starfsmenn flóttamannabúða til að kynna sér aðstæður þeirra flóttamanna sem veitt hafði verið hæli á Íslandi.   Rannsóknarblaðamennska ársins 2015 Ingi Freyr Vilhjálmsson, Stundinni. Fyrir afhjúpandi umfjöllun sína um fjárhagsleg tengsl Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra og eignarhaldsfélags hans OG Capital við fyrirtækið Orka Energy. Í ljós komu verulegir hagsmunaárekstrar vegna samstarfssamnings íslenskra og kínverskra stjórnvalda í orkumálum sem Orka Energy var aðili að og ráðherrann ritaði undir. Kolbeinn Tumi Daðason  365 miðlum. Fyrir  uppljóstrandi umfjöllun um óánægju lögreglumanna með störf lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild og alvarlegar ásakanir samstarfsfélaga hans vegna gruns um tengsl hans við fíkniefnaheiminn. Upphaf umfjöllunarinnar var tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem  fór út um þúfur. Magnús Halldórsson  Kjarnanum. Fyrir ítarlega umfjöllun um sölu á hlutum Landsbankans í Borgun í lokuðu söluferli og vísbendingar um að hlutur Landsbankans hafi verið seldur á undirverði m.a. í ljósi aðgreiðslna og því hafi ekki verið gætt að hagsmunum eigenda sem er almenningur í landinu.              
Lesa meira
Námskeið: Gagnablaðamennska með Helenu Bengtsson (Guardian)

Námskeið: Gagnablaðamennska með Helenu Bengtsson (Guardian)

Gögn eru í tísku. Í þeim leynast upplýsingar og aðgangur að þeim þykir til marks um opna stjórnsýslu og lýðræðislega hætti. Aldrei hefur verið jafnmikið af gögnum til að vinna úr. Talið er að 92% allra gagna (data) sem til eru frá upphafi hafi orðið til á undanförnum tveimur árum. Snjalltækið sem við göngum flest með í vasanum safnar gögnum (hreyfingu, staðsetningu, ) á hverjum degi. 120 billjónum "gagna" er bætt við Facebook í hverjum mánuði og 72 klukkustundum af myndefni er bætt við YouTube á hverri mínútu. Allt eru þetta gögn - rétt eins og hagtíðindi eða töflur um umferðarslys, ársskýrslur stórfyrirtækja og upplýsingar um frammistöðu íþróttafólks. En þessi gögn eru gagnslítil sé ekki unnið úr þeim, þau skýrð og ályktanir dregnar. Fréttin er falin nema unnið sé úr gögnunum. Af þessum sökum hafa á undanförnum árum rutt sér til rúms gagnafréttamenn (e. data journalists), sem hafa þekkingu og áhuga á að finna fréttina sem kemur almenningi við og kunna að setja hana fram með þeim hætti að dauðlegir skilji. Mánudaginn 29. febrúar kynnir Helena Bengtsson, sem starfar í gagnateymi the Guardian í London, grunnatriði gagnablaðamennsku.  Námskeiðið er vegum á meistaranáms í blaða- og fréttamennsku, Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku, Blaðamannafélags Íslands, og RÚV  og verður í sal BÍ, Síðumúla 23, frá kl. 13-16. Áhugasamir þurfa að hafa með sér tölvu. Einnig er mælt með því að fólk kynni sér  a.m.k. fyrstu tvo kafla Data Journalism Handbook<http://datajournalismhandbook.org/1.0/en/>. Á youtube má einnig finna fjölda myndskeiða með kynningu og leiðbeiningum sem gott er að skoða áður en mætt er https://www.youtube.com/watch?v=i9-oFBAd0Xs https://www.youtube.com/watch?v=xtyl2zBegtY https://www.youtube.com/watch?v=y2o2fe2lCXI https://www.youtube.com/watch?v=QTFPrQzcKUk  
Lesa meira
Ókeypis fjölmiðlaathygli

Ókeypis fjölmiðlaathygli

Donald Trump hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli í kosningabaráttu sinni um að verða útnefndur sem frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.   Þessi fjölmiðlaathygli er umræðuefni margra fjölmiðlaáhugamanna vegna þess að hún er annars eðlis en yfirleitt er hjá frambjóðendum, sem þurfa að byggja mikið á auglýsingum. Fjölmiðlaathygli Trumps er hins vegar „ókeypis“ og til komin vegna ummæla hans og þess að hann virðist óhræddur við að segja hluti sem samkvæmt öllu venjulegu (amerísku) fréttamati teljast fréttnæmir. Í Colubia Journalism Review má sjá áhugaverða um þetta mál. Sjá hér  
Lesa meira
Frestur vegna orlofshúsa um páska

Frestur vegna orlofshúsa um páska

Umsóknarfrestur til þess að sækja um leigu í orlofshúsum BÍ í Stykkishólmi, Brekkuskógi og á Akureyri  um páska 2016 er til þriðjudagsins 23. feb. næstkomandi.  Umsóknir sendist á netfangið orlofshus@press.is Leigutími er frá miðvikudeginum 23. mars til þriðjudagsins 29. mars.  Leiguverð er það sama og að sumri, 15 þús. fyrir Litlu-Brekku og fyrir Stóru-Brekku 20 þús fyrir Akureyri og  25 þús. fyrir Stykkishólm.  Athugið að gestahús með stóru-Brekku er ekki til útleigu.
Lesa meira
Vinnustofa með Just Loomis

Vinnustofa með Just Loomis

  Ljósmyndadeild Tækniskólans og Endurmenntunarskólinn standa fyrir námskeiði í skapandi portrettmyndatöku á vegum hins þekkta bandaríska ljósmyndara Just Loomis. Just Loomis hóf feril sinn í ljósmyndun á 8. áratugnum sem aðstoðarmaður Helmut Newton, eins þekktasta tískuljósmyndara heims.  Félögum í BÍ sem hug hafa á að sækjanámskeiðið er bent á að þeir gætu sótt um styrk í Endurmenntnarsjóð BÍ. Á 9. áratugnum var Just Loomis  eftirsóttur tískuljósmyndari beggja vegna Atlantshafs og myndaði m.a. fyrir tímarit á borð við Harper's Bazaar, British Vouge, Vanity Fair, The New Yorker og The New York Times Magazine. Auk tískumyndatöku starfaði Loomis við portrettmyndatökur af frægu fólki. Í því sambandi má nefna Madonna, Carla Bruni, Uma Thurman, Calvin Klein og David Lynch. Þar að auki hefur hann myndað tónlistarfólk á borð við hljómsveitina a-ha, Eric Clapton, John Fogerty, George Benson, Amy Grant, Patty Griffin og KD Lang. Frá því laust fyrir aldamót hefur Just Loomis helgað sig persónulegri, listrænni verkefnum einkum á sviði portrettmyndatöku. Sú vinna hefur m.a. getið af sér einkasýningu í Lincoln Center í New York 2009 og tilnefningu til Deutscher Fotobuchpreis fyrir bókina „As We Are” 2010. Sú bók var einnig kosin „Photobook of the Year” af tímaritunum Communication Arts og Photo District News. Sjá einnig hér   
Lesa meira
Hér má sjá Hjálmar Jónsson formann BÍ og nokkra gamla félagsmenn ræða málin í nýja salnm á dögunum e…

Blaðamannaklúbburinn

Við formlega opnun nýja salarins í húsakynnum BÍ sl. föstudagskvöld var salnum gefið nafnið  Blaðamannaklúbburinn. en nafnið vísar til samkomustaðar blaðamanna í turnherbergi á Hótel Borg í upphafi sjöunda áratugarsins sem kallað var Blaðamannaklúbburinn. Við þetta sama tækifæri voru níu blaðamenn heiðraðir fyrir yfir 40 ára feril í blaðamennsku og fengu þeir gullmerki BÍ. Þeir sem merkið fengu voru:   Freysteinn Jóhannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Gunnar V. Andrésson, Sigurdór Sigurdórsson, Sigmundur Ó. Steinarsson, Þröstur Haraldsson, Arnór G. Ragnarsson, Árni Jörgensen og Ágúst Ingi Jónsson.  
Lesa meira
Gullmerki Blaðamannafélags Íslands

Nýr salur í notkun og blaðamenn sæmdir gullmerki

Í dag, föstudaginn 5. febrúar klukkan 19-21, verður  formlega tekinn í notkun nýr salur Blaðamannafélags Íslands í austurenda hússins í Síðumúla 23. Við þetta tækifæri verður salnum gefið nafn. Sömuleiðis verða nokkrir blaðamenn heiðraðir og hljóta gullmerki félagsins fyrir langan og farsælan feril í blaðamennsku og störf í þágu Blaðamannafélagsins. Matur og drykkur á boðstólum. Vinsamlegast skráið ykkur hér á heimasíðu BÍ press.is á skráningarhnapp á forsíðu, svo hægt sé að áætla nokkurn veginn fjölda þeirra sem hyggjast koma.  Eftirtaldir blaðamenn fá gullmerki félagsins: Freysteinn Jóhannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Gunnar V. Andrésson, Sigurdór Sigurdórsson, Sigmundur Ó. Steinarsson, Þröstur Haraldsson, Arnór G. Ragnarsson, Árni Jörgensen og Ágúst Ingi Jónsson.      
Lesa meira
Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum
Tilkynning

Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

Með hvaða hætti fjalla fjölmiðlar um áfengi og önnur vímuefni? Hvernig geta rannsakendur og fjölmiðlafólk bætt samskipti sín í milli og umfjöllun í fjölmiðlum um vímuefni? Hvaða heimildum er treystandi? Þetta er umræðuefni málþings sem Norræna velferðarmiðstöðin, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, stendur fyrir á Íslandi 8. mars 2016. Málstofan er hluti af hringferð Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar undir yfirskriftinni „Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum“ (Missbruk av Fakta? Alkohol och droger i medierna) sem verður haldin að þessu sinni í Reykjavík. Fagfólk fer fyrir yfir góð dæmi og önnur síðri um umfjöllum um áfengi og önnur vímuefni. Sem dæmi má nefna hvernig íslenskir fjölmiðlar fjalla um hvort einkasala ríkisins á áfengi eigi rétt á sér eða ekki. Hvernig getum við forðast slagsíðu í umfjöllun fjölmiðlanna? Allir eru velkomnir á málstofuna þriðjudaginn 8. mars, klukkan 9.30 –12.00 í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, Reykjavík.   Málstofan fer fram á íslensku og er aðgangur ókeypis.  Vinsamlegast skráið ykkur á málstofuna: REGISTRATION   Drög að dagskrá 9.30 –10.00 Morgunmatur 10.00-10.15 Setning málstofu, Jessica Gustafsson, upplýsingafulltrúi, Nordens Välfärdscenter Fundarstjóri: Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á mbl.is 10.15 –10.30 Vínbúðin í fjölmiðlum, Rafn M Jónsson, Verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Embætti landlæknis 10.30 –11.30 PallborðsumræðurRafn M Jónsson, Verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Embætti landlæknis Ólöf Skaftadóttir, blaðamaður, Fréttablaðið Jóna Margrét Ólafsdóttir, Aðjunkt í félagsráðgjafardeild, Háskóla Íslands Aðrir þátttakendur tilkynntir síðar Frekari upplýsingar:Jessica Gustafsson upplýsingafulltrúi, sími +358 40 060 5752, netfang: jessica.gustafsson@nordicwelfare.org     
Lesa meira
Alvarlegt brot hjá Hringbraut

Alvarlegt brot hjá Hringbraut

Siðanefnd BÍ hefurúrskurðað í máli Björns Inga Hrafnssonar og Vefpressunnar ehf. gegn Hringbraut.is og Sigmundi Erni Rúnarssyni. Málið fjallar um frétt Hringbrautar um fjármögnun Vefpressunnar og miðla í eigu hennar þar sem því var haldið fram að fjármunir til rekstrar miðla fyrirtækisins kæmu frá aðilum tengdum Sigmundi Davíð Gunnaugssyni forsætisráðherra. Fréttin byggði á pistli eftir Ólaf Jón Sívertsen á Hringbraut.is, sem sem mun vera dulnefni. Brotið varðar 3. grein siðareglna og er alvarlegt. Sjá úrskurðinn hér  
Lesa meira