- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Hér með er minnt á að Gagnsæi samtök gegn spillingu, ásamt Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir opinni málstofu í dag, þriðjudaginn 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 16:30-17:30. Þar mun Paul Stephenson, fyrrum embættismaður breska dómsmálaráðuneytis, halda fyrirlestur um mikilvægi löggjafar um vernd uppljóstrara.
Hann hefur sérhæft sig í málefnum uppljóstrara eftir að hann lét af störfum hjá breska dómsmálaráðuneytinu árið 2009. Lögin um verndun uppljóstrara voru sett í Bretlandi árið 1999, en þau lög eru, að hans sögn, eitt helsta framlag Bretlands til þessara mála á alþjóðavísu. Stephenson leiddi starf dómsmálaráðuneytisins á sviði varna gegn spillingu, sem formaður sendinefndar Breta hjá GRECO, spillingarvarnardeild Evrópuráðsins, sem Ísland er einnig aðili að.
Að fyrirlestrinum loknum mun fundarstjóri, Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans, stýra fyrirspurnum og umræðum.
Málstofan er öllum opin og mun fara fram á ensku