- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þrátt fyrir gríðarlegt flæði ókeypis upplýsinga og fréttaefnis sem ungu fólki stendur til boða í dag þá virðist sem stór hluti þessa fólks sé enn tilbúið til að borga fyrir það fréttaefni sem það fylgist með. Þannig kemur fram í nýlegri könnun í Bandaríkjunum að um 40% Ameríkana á aldrinum 18-34 ára borgi fyrir að minnsta kosti hluta af því fréttaefni sem það notar, hvort heldur sem það er í formi dagblaðs, netáskriftar eða rafræns fréttabréfs. Þessu til viðbótar segja um 13% nýta sér áskrift einhvers annars til að kynna sér fréttir. Könnun þessi er gerð í verkefninu Media Insight Project sem er samstarfsverkefni American Press Institute og Associated Press- NORC Center. Einnig kom í ljós að eftir því sem fólk í þessum aldurshópi var eldra, því líklegra var það til að greiða fyrir fréttaefni.