Fréttir

Norskir blaðamenn bera traust til fjölmiðla

Norskir blaðamenn bera traust til fjölmiðla

Um helmingur norskra blaðamanna ber mikið traust til fjölmiðla þar í landi og ef teknir eru saman þeir blaðamenn sem hafa nokkuð traust og mikið traust þá kemur í ljós að um 95% blaðamanna ber traust til fjölmiðlanna.  Þetta er meðal þess sem fram kemur í Fjölmiðlakönnun 2015 sem kynt var á dögunum og byggir á svörum frá 738 blaðamönnum. Þegar blaðamenn eru spurðir um hvaða fjölmiðlagáttir þeir nýta sér mest og þjóni best áhuga þeirra og þörfum kemur í ljóa að  flestir segja að prentmiðlar eða um 37% en fast á eftir koma netmiðlar með 33% blaðamanna sem nefna þá og þá ljósvakamiðlar en 25% nefna þá. Sjá meira hér  
Lesa meira
Námskeið um rannsóknarblaðamennsku

Námskeið um rannsóknarblaðamennsku

  Íslenskum blaðamönnum stendur nú til boða að taka þátt í “Matsterclass” um rannsóknarblaðamennsku, sem boðinn er af Norræna blaðamannaskólanum  í Árósum og Network, en námskeiðið er sérstaklega stílað upp á blaðamenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.  Lögð er áherala á aðferðir og vinnubrögð í rannsóknarblaðamennsku og hvernig hægt er að tengjast sívaxandi tengslaneti rannsóknarblaðamanna. Námskeiðið mun fara fram um mánaðarmótin ágúst/september í Reykjavík en seinni hluti þess verður í október í Lillehammer í Noregi.  Félagar í BÍ eru minntir á möguleika sem þeir hafa  á að sækja um styrki fyrir hluta af kostnaði í Endurmenntunarsjóð.  Sjá meira um málið hér   
Lesa meira
Heimildamynd um stöðu blaðamanna í Tyrklandi

Heimildamynd um stöðu blaðamanna í Tyrklandi

 Athyglisverð  um 40 mínútna heimildamynd um vinnuaðstæður og starfsskilyrði blaðamanna í Tyrklandi hefur nú verið frumsýnd. Myndin, sem gerð var af leikstjóranum Tuluhan Tekelio?u og studd af Átaki um sjálfstæða blaðamennsku (P24) sýnir hvernig allir blaðamenn, frá óbreyttum fréttaritara til stjörnublaðamanna búa við þrýsting og áreiti, pólitíska afskiptasemi og vaxandi sjálfs-ritskoðun og yfirvofandi starfsmissi ef þeir dekka viðkvæm málefni. Myndina má sjá hér  
Lesa meira
Frá vinstri: Sergey Tomilenko,  starfandi formaður Blaðamannafélags Úkraínu, Mogens Blicher Bjerregå…

Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis: Samvinna yfir landamæri

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær, 4. maí og að undirlagi Evrópusambands blaðamanna og blaðamannafélaga í Rússlandi og Úkraínu  var haldið málþing í Stokkhólmi til að draga fram og beina athyglinni að samstarfi og samvinnu blaðamanna í þessum tveimur löndum. Öryggis og samvinnustöfun Evrópu var einnig bakhjarl málþingsins. Formleg samvinna milli blaðamannafélaga í þessum tveimur löndum er nokkurra ára og í evrópsku samhengi þykir mikilvægt að draga athyglina að því að blaðamenn og blaðamennska upphefur landamæri.Sjá umfjöllun hér  
Lesa meira
Orlofsuppbót 2015

Orlofsuppbót 2015

Að gefnu tilefni er það ítrekað hér að orlofsuppbótin sem greiðast á í sumar er 39.500 krónur.  Þessa uppbót ber að greiða samkvæmt kjarasamningum blaðamanna. þann 1. júlí  og ekki síðar en 15. júlí.  
Lesa meira
EFJ: Fordæmir ákæru fyrir að birta Lúxemorgar-lekagögn

EFJ: Fordæmir ákæru fyrir að birta Lúxemorgar-lekagögn

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fordæmt ákvörðun stjórnvalda í Lúxemborg að ákæra franska blaðamanninn Édouard Perrin fyrir að birta trúnaðarupplýsingar frá endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCooper (PwC) um skattasamninga sem fjölþjóðafyrirtæki gerðu þar í landi, upplýsingar sem þekktar eru undir nafninu „Luxleaks“.  Málið er mjög sérstakt og minnir á umkvartanir  og umræðu hér á landi árið 2009 þegar Fjármálaeftirlitið sendi saksóknara mál fimm blaðamanna á þeirri forsendu að þeim væri óheimilt að birta upplýsingar úr lánabók Kaupþings sem lekið hafði til þeirra.  Samkvæmt ákærunni á hendur Perrin er honum gefið að sök að hafa verið meðhöfundur ef ekki vitorðsmaður í leka frá fyrrum starfsmönnum PwC.   Ricardo Gutierrez framkvæmdastjóri EFJ segir það skammarlegt að stjórnvöld í Luxemborg skulu elta uppi blaðamann fyrir að gera skyldu sína sem sé að birta upplýsingar sem þjóni almannahagsmunum. Sjá einnig hér
Lesa meira
Aðalfundur BÍ: Kjaraviðræður komnar til sáttasemjara

Aðalfundur BÍ: Kjaraviðræður komnar til sáttasemjara

 Blaðamannafélagið hefur vísað kjaradeilu sinni við SA  til ríkissáttasemjara og hefur þegar verið haldinn einn fundur þar sem kröfugerð var kynnt. Þetta kom fram í máli Hjálmars Jónssonar formanns Blaðamannafélagsins á aðalfundi BÍ sem haldinn var í nýuppgerðum húsakynnum félagsins að Síðumúla 23 í gærkvöldi. Hjálmar  sagði ljóst að blaðamenn myndu gera kröfu um kauphækkanir til jafns við þá hópa sem verið hafa að semja á umliðnum vikum og mánuðum en auk þess yrði endurskoðun vaktakerfis og vaktaálags áherslumál.  Formaður BÍ kynnti miklar breytingar sem gerðar hafa verið á húsakynnum félagsins en félagið á nú alla þriðju hæðina í húsinu og þar er nú kominn mjög glæsilegur funda- og veislusalur auk þess sem aðgegni fyrir fatlaða hefur verið stórbætt í húsinu almennt og lyfta komin í stigaganginn. Tilkynnti formaður að nýju húsakynninn yrðu formlega tekin í notkun við hátíðlega athöfn í haust þegar öllum framkvæmdum verður lokið. Fundarmenn gerðu góðan róm að þessum breytingum og töldu að vel hefði til tekist. Hjálmar var einn í framboði til formann og var því sjálfkjörinn, en nýjar inn í stjórn félagsins komu þær Ragnhildur Aðalsteinsdóttir og Ingveldur Geirsdóttir, sem báðar höfðu verið í varastjórn. Í varastjórn komu inn nýir þeir Björn Jóhann Björnsson  og Jóhann Hlíðar Harðarson. Katrín Rut Bessadóttir kemur ný inn í samningaráð og Arndís Þorgeirsdóttir kemur inn í dómnefnd blaðamannaverðlauna í stað Örnu Schram sem hættir.    Hér má sjá  uppfærðan lista yfir nefndaskipan og trúnaðarmenn félagsins.  
Lesa meira
Hjálmar Jónsson

Aðalfundur á miðvikudagskvöld: Hjálmar einn í framboði

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins er einn í framboði til formanns á aðalfundi félagsins sem haldinn verður nú á miðvikudaginn, 22. apríl í Síðumúla 23 kl 20:00.  Samkvæmt lögum þarf tilkynning um framboð til formanns að berast tveimur vikum fyrir aðalfund og samkvæmt upplýsingum frá skrifstofunni hefur Hjálmar einn gefið kost á sér. Hann mun því verða sjálfkjörinn á fundinum. Félagar í BÍ eru hvattir til að mælta á aðalfundinn en þar munu venjuleg aðalfundarstörf verða a´dagskrá.  
Lesa meira
Aðalfundur Blaðamannafélagsins

Aðalfundur Blaðamannafélagsins

Aðalfundur Blaðamannafélagsins verður haldinn 22. apríl 2015 að Síðumúla 23 kl. 20.00.   Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndum Kosningar Önnur mál  Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. BÍ-félagar eru hvattir til að mæta.  
Lesa meira
Aðalfundur BÍ

Aðalfundur BÍ

Aðalfundur Blaðamannafélagsins verður haldinn 22. apríl 2015 að Síðumúla 23 kl. 20.00.   Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndum Kosningar Önnur mál  BÍ-félagar eru hvattir til að mæta.
Lesa meira