Fréttir

Mogens Blicher Bjerregård

Blaðamenn og útgefendur eiga samleið í baráttu fyrir frelsi fjölmiðla

Mogens Blicher Bjerregård, formaður Evrópusambands blaðamanna (EFJ) segir í leiðara nýjasta fréttabréfs sambandsins, EFJ Focus,  að ýmsar ógnir steðji að frjálsi fjölmiðlun í álfunni og blaðamenn og útgefendur hafi sameiginlega hagsmuni af því að berjast gegn slíkum ógnum. Báðir aðilar vilji tryggja fjölbreytni og fjölræði  á fjölmiðlamarkaði og að þessu leyti sé brýnt að ná samstöðu um slík mál.  Hann segist munu beita sér fyrir samtali sem hafi þetta að markmiði, en bendir líka á að vissulega fari hagsmunir ekki alltaf saman og nefnir í því sambandi kjaramál og höfundaréttamál, þar sem blaðamenn þurfi að standa fastir fyrir. Leiðara Bjerregård  og fréttabréfið í heild má sjá hér.  
Lesa meira
Enn eru blaðamenn skotmark í aðför að tyrknesku lýðræði

Enn eru blaðamenn skotmark í aðför að tyrknesku lýðræði

 Mustafa Cambaz, sem starfaði sem blaðaljósmyndari á dagblaðinu Yeni Safak í Tyrklandi var drepinn af hermönnum  í valdaránstilrauninni sem gerð var um helgina.  Í valdaránstilrauninni var einnig ráðist inn í ríkissjónvarpið TRT, sjálfstæðar fréttastofur s.s. CNN-Turk og Kanal D, og dagblaðið Hurriyet. Í myndveri TRT var fréttaþulurinn Tijen Karas neyddur til að lesa upp tilkynningu frá valdaránsmönnum á meðan á hann var miðað byssu. Margir blaðamenn urðu fyrir árásum í átökunum sem fylgdu valdaránstilrauninni og í Isanbúl börðu æstir mótmælendur blaðaljósmyndarann  Selçuk ?amilo?lu  en hann starfar fyrir Hurriyet og Assiciated press. Bæði formenn Evrópusambands blaðamanna Blicher Bjerregård og Alþjóðasambands blaðamanna Philippe Leruth hafa kvatt sér hljóðs vegna þessara atburða og segja „að enn einu sinni hafi fjölmiðlar orðið skotmark þegar atlaga er gerð að tyrknesku lýðræði“. „Mustafa Cambaz var drepinn þegar hann var að sinna skyldustörfum sínum við að uplýsa“, segja formennirnir og bæta við að nafn hans bætist nú við langan lista píslarvotta tjáningarfrelsisins. „Þeir sem drápu han voru að reyna að drepa lýðræðið í Tyrklandi. Blaðamenn um allan heim krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga,“ segja formenn þessara alþjóðlegu blaðamannasamtaka.  Sjá einnig hér
Lesa meira
Ljósmynd: Chris Arnade

CJR: Siðfræði og blaðaljósmyndun

Í vefritinu Columbia Journalism Review birtist nýlega áhugaverð grein þar sem farið er yfir sjónarmið um siðfræðilegar spurningar þegar kemur að blaðaljósmyndun. Útgangspunkturinn er tekinn í myndum eftir Chris Arnade, sjálfstætt stafandi ljósmyndara sem tekur myndir af fátækt og götulífi sem fjölmargir Bandaríkjamenn búa við. Hann myndar persónuleg tengsl við þetta fólk og hjálpar því jafnvel með mat og peninga. Gamalreyndir blaðaljósmyndarar s.s. Michael Kamber gagnrýna hins vegar Arnade fyrir að misnota traust og kaupa fólk sem orðið hefur undir til að vera á myndum hans.  Hér á eftir fer örlítið sýnishorn af sjónarmiðum Kamber en í greininni er ítarleg grein líka gerð fyrir sjónarmiðum Arnade: „Blaðaljósmyndarar, sérstaklega þeir sem vinna við hefðbundna miðla, vilja fá tima, fjarlægð og ritstjórn milli þess að þeir smella af mynd og þar til hún birtist á prenti eða á vefsíðu.  Kamber segir að þegar hann vann á New York Times, hafi í þau fáu skipti sem hann hafi tekið myndir af konum sem höfðu verið misnotaðar kynferðisl ega eða voru í einhverri sambærilegri viðkvæmri aðstöðu hafi það ekki verið óalgengt að „ margir ritstjórnendur hefðu haft samband við hann áður en myndin var birt.  Þeir spurðu þá spurninga eins og þessara:  „Áttu einhverja mynd þar sem andlit konunnar sést ekki? Veit konan hvað hún er að samþykkja með myndbirtingunni? Á þessi kona fjölskyldu? Á hún börn sem myndbirtingin gæti sært? Mun myndbirting hafa áhrif á lagalega stöðu hennar á einhvern hátt?“   Kamber segir að þetta sé raunveruleg blaðamennska.“ Sjá greinina í heild hér  
Lesa meira
Reuters Institute: Rekstrarmódel fjölmiðla í vanda

Reuters Institute: Rekstrarmódel fjölmiðla í vanda

Helstu straumarnir í stafrænni fréttamiðlun á þessu ári virðast vera þrenns konar samkvæmt Reuters Institute Digital News Report 2016.  Þessir þrír þættir eru: a) mikill vöxtur í því að fréttum er deilt og lesendur sjá þær annars staðar en á upphafssíðum þeirra,  b) mikill vöxtur í farsíma og snjalltækjanotkun og  c)  vaxandi notkun á auglýsingavörnum. Þessi þrjú atriði í sameiningu hafa aukið verulega á grundvallarvanda við rekstur fjölmiðla, í raun sjálft  grundvallar rekstrarmódelið,  bæði hefðbundinna fjölmiðla og fjölmiðla sem eru fyrst of fremst á netinu.  Auk þess hefur þetta breytt verulega hvernig fréttir eru setta fram og þeim dreift. Könnun Reuters Institute nær til 26 landa (þó ekki Íslands) og myndir sem hún dregur upp sýnir að störf eru að tapast í greininni, sparnaðaraðgerðir eru víðtækar, og rekstraráætlanir standast ekki þar sem minnkandi tekjur í prentmiðlun í bland við erfiðan rekstur netmiðla skapa rekstralegt illviðri fyrir alla.  Hver sem litið er má sjá nýjar gáttir opnast fyrir fréttaefni, yfirleitt sem einhvers konar viðbót við útvarps og sjónvarpsrekstur og oft þá á kostnað prentmiðla. Sjá meira hér  
Lesa meira
Dómur í LuxLeaks máli slæmt fordæmi

Dómur í LuxLeaks máli slæmt fordæmi

Bæði Evrópusamband blaðamana (EFJ) og Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hafa lýst þeirri skoðun að nýleg niðurstaða dómstóls í Luxemborg um að dæma tvo uppljóstrara, í 12 mánaða og 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi, í hinu svokallaða „LuxLeaks“ máli, sendi mjög röng skilaboð út í samfélagið og sérstaklega til þeirra sem hugsanlega vilja ljóstra upp um spillingu í kerfinu. Um er að ræða tvo uppljóstrara, þá Antoine Deltour og Raphaël Halet sem veittu blaðamönnum upplýsingar úr endurskoðunarfyrirtækinu PwC sem sýndu að 340 fjölþjóðleg fyrirtæki höfðu notað leynileg skattaundanskot til að komast hjá því að greiða í almannasjóði. Philippe Leruth, forseti IFJ segir þetta mjög röng skilaboð hjá dómstólnum og geri framtíðarsamskipti blaðamanna og uppljóstrara enn áhættumeiri. Sjá meira hér
Lesa meira
Mogens Blicher Bjerregard, frá Danmörku

Alvarleg staða blaðamennskunnar rædd

Í dag, 1. júli, hefst í Wroclaw í Póllandi – menningarhöfuðborg Evrópu – alþjóðleg ráðstefna þar sem rædd verða grundvallaratriði frjálsrar fjölmiðlunar á tímum þar sem tækni, markaðsvæðing og stjórnmálaafskipti hafa meiri áhrif á fjölmiðlana en oftast áður. Það eru forustumenn blaðamannafélaga, fjölmiðlafræðingar, frummkvöðlar í margmiðlun ásamt hátt settum stjórnmálamönnum sem munu fara yfir stöðuna. Forseti Evrópusambands blaðamanna, Mogens Blicher Bjerregard, frá Danmörku, verður frummælandi í pallborði á ráðstefnunni og hann segir fjölmiðlafrelsið grundvallarrétt í lýðræðissamfélagi. „Allar tilraunir stjórnvalda til að hafa áhrif á fjölmiðlana eru óhjákvæmilega ógn við lýðræði. Blaðamenn hafa lykilhlutverki að gegna í hinu lýðræðislega ferli og því er það grundvallaratriði að hvorki stjórnvöld í einstökum ríkjum né á evrópska vísu trufli þá í að sinna faglegum skyldum sínum,“ segir Bjerregard. Fleiri aðstandendur ráðstefnunnar taka í sama streng, m.a. Jane Wyhatt sem starfar hjá Samtökum um fjölmiðlafrelsi í Evrópu: „ Á óvissutímum, þar sem rasismi og hatursorðræða færast í aukana og stjórnmálamenn eru að missa tiltrú, er brýnna en nokkru sinni að fjölmiðlar geti starfað eðlilega. Við þurfum að skapa strafsskilyrði fyrir sjálfstæða rannsóknarblaðamenn sem geta veitt valdinu aðhald. Fjölmiðlar verða að geta ögrað, gagnrýnt og jafnvel gert grín að valdafólki án þess að verða fyrir pólitískum þrýstingi, niðurskurði eða sjálfs-gagnnrýni. Í Wroclaw ætlum við að ræða hvernig hægt er að koma þessum háleitu markmiðum í framkvæmd,“ segir hún. Sjá einnig hér
Lesa meira
Jarðarberið: Verðlaunagrip fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hannaði Finnur Arn…

Auglýst eftir tilnefningum til fjölmiðlaverðlauna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar. Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru. Sjá einnig hér
Lesa meira
Skrifstofa BÍ lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa BÍ lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Blaðamannafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa  frá mánudeginum 20. júní  og út mánuðinn. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 4. júlí.
Lesa meira
Philippe Leruth

Nýr formaður IFJ

Í gær var kosinn nýr formaður Alþjóðasamtaka blaðamanna (IFJ) á fundi þeirra í Angers í Frakklandi.  Nýi formaðurinn heitir Philippe Leruth og kemur frá blaðamannasamtökunum „Association générale des tes Professionnels de Belgique“ (AGJPB) í Belgíu.  Hann var formaður AGJPB um 10 ára skeið frá 1995-2005 og var varaformaður Evrópusambands blaðamanna frá 2004- 2013. Hann er blaðamaður á belgíska blaðinu L’Avenir.   Leruth tekur við embættinu af hinum breska Jim Boumelha sem gegndi því frá 2007 – 2016. „Fyrsta áskorun mín er að endurnýja samstöðuna innan IFJ. Ég vil endurvekja samstöðu og tengsl innan Alþjóðasambandsins.  Næsta áskorun er síðan að styrkja fjárhagsstöðu sambandsins“, sagði Leruth í gær.  Sjá einnig hér
Lesa meira
Alþjóðleg könnun: Umfjöllun um mansal yfirborðsleg segja sérfróðir

Alþjóðleg könnun: Umfjöllun um mansal yfirborðsleg segja sérfróðir

Fjölmiðlaumfjöllun um mansal og nútíma þrælahald er iðulega byggð á ófullnægjandi upplýsingum, hún getur verið ósiðleg gagnvart þolendum og leggur óeðlilega áherslu á kynlífsiðnaðinn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri alþjóðlegri könnun sem gerð var meðal ýmissa leiðandi sérfræðinga  í baráttunni við mansal víða vegar í heiminum. Í könnuninni segja 7 af hverjum 10 svarenda að léleg blaðamennska  á þessu sviði geri meira ógagn en gagn. Upphrópanir, einfaldanir og yfirborðsmennska eru lýsingar sem koma sterkt fram í svörum næstum 50 sjálfboðaliða, lögmanna, háskólafólks og löggæslufólks sem tók þátt í könnuninni og eru virkir aðilar í baráttunni gegn mansali sem talið er að hafi áhrif á um 36 milljón manns í heiminum. Sjá meira hér  
Lesa meira