Blaðamenn og útgefendur eiga samleið í baráttu fyrir frelsi fjölmiðla
Mogens Blicher Bjerregård, formaður Evrópusambands blaðamanna (EFJ) segir í leiðara nýjasta fréttabréfs sambandsins, EFJ Focus, að ýmsar ógnir steðji að frjálsi fjölmiðlun í álfunni og blaðamenn og útgefendur hafi sameiginlega hagsmuni af því að berjast gegn slíkum ógnum. Báðir aðilar vilji tryggja fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði og að þessu leyti sé brýnt að ná samstöðu um slík mál. Hann segist munu beita sér fyrir samtali sem hafi þetta að markmiði, en bendir líka á að vissulega fari hagsmunir ekki alltaf saman og nefnir í því sambandi kjaramál og höfundaréttamál, þar sem blaðamenn þurfi að standa fastir fyrir.
Leiðara Bjerregård og fréttabréfið í heild má sjá hér.
21.07.2016
Lesa meira