- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í gær var kosinn nýr formaður Alþjóðasamtaka blaðamanna (IFJ) á fundi þeirra í Angers í Frakklandi. Nýi formaðurinn heitir Philippe Leruth og kemur frá blaðamannasamtökunum Association générale des tes Professionnels de Belgique (AGJPB) í Belgíu. Hann var formaður AGJPB um 10 ára skeið frá 1995-2005 og var varaformaður Evrópusambands blaðamanna frá 2004- 2013. Hann er blaðamaður á belgíska blaðinu LAvenir. Leruth tekur við embættinu af hinum breska Jim Boumelha sem gegndi því frá 2007 2016. Fyrsta áskorun mín er að endurnýja samstöðuna innan IFJ. Ég vil endurvekja samstöðu og tengsl innan Alþjóðasambandsins. Næsta áskorun er síðan að styrkja fjárhagsstöðu sambandsins, sagði Leruth í gær.
Sjá einnig hér