- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mustafa Cambaz, sem starfaði sem blaðaljósmyndari á dagblaðinu Yeni Safak í Tyrklandi var drepinn af hermönnum í valdaránstilrauninni sem gerð var um helgina. Í valdaránstilrauninni var einnig ráðist inn í ríkissjónvarpið TRT, sjálfstæðar fréttastofur s.s. CNN-Turk og Kanal D, og dagblaðið Hurriyet.
Í myndveri TRT var fréttaþulurinn Tijen Karas neyddur til að lesa upp tilkynningu frá valdaránsmönnum á meðan á hann var miðað byssu. Margir blaðamenn urðu fyrir árásum í átökunum sem fylgdu valdaránstilrauninni og í Isanbúl börðu æstir mótmælendur blaðaljósmyndarann Selçuk ?amilo?lu en hann starfar fyrir Hurriyet og Assiciated press.
Bæði formenn Evrópusambands blaðamanna Blicher Bjerregård og Alþjóðasambands blaðamanna Philippe Leruth hafa kvatt sér hljóðs vegna þessara atburða og segja að enn einu sinni hafi fjölmiðlar orðið skotmark þegar atlaga er gerð að tyrknesku lýðræði. Mustafa Cambaz var drepinn þegar hann var að sinna skyldustörfum sínum við að uplýsa, segja formennirnir og bæta við að nafn hans bætist nú við langan lista píslarvotta tjáningarfrelsisins. Þeir sem drápu han voru að reyna að drepa lýðræðið í Tyrklandi. Blaðamenn um allan heim krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga, segja formenn þessara alþjóðlegu blaðamannasamtaka.
Sjá einnig hér