Fréttir

EFJ fer með lögregluofbeldi í Frakklandi fyrir Evrópuráðið

EFJ fer með lögregluofbeldi í Frakklandi fyrir Evrópuráðið

Fyrir helgi lögðu Evrópusamband blaðamanna og Alþjóðasamband blaðamanna ásamt aðildarfélögum í Frakklandi fram erindi hjá Evrópuráðinu vegna vaxandi ofbeldis gagnvart blaðamönnum í Frakklandi. Málið var lagt fyrir sérstaka deild eðaverkefnisstjórn innan Evrópuráðsins sem sett var á fót til að tryggja öryggi og vernd blaðamanna.  Krefjast samtök blaðamanna skýringa frá franska innanríkisráðherranum, Bernard Cazeneuve. Síðastu 3-4 vikurnar hefur ofbeldi og harka lögreglunnar gagnvart blaðamönnum í Frakklandi valdið samtökum blaðamanna vaxandi áhyggjum og tengist það sérstaklega mótmælum sem verið hafa gegn nýrri vinnulöggjöf og undirbúningi vegna Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu.  Hefur í því sambandi verið bent á fjölmörg dæmi þar sem fjölmiðlafólk hefur beinlínis verið gert að skotmörkum lögreglu.  „Það er engin réttlæting til fyrir ofbeldi og ógnunum af þessu tagi“ segir Mogens Blicher Bjerregård, formaður EFJ. „ Við viljum tafarlaust fá skýringar frá Cazeneuve innanríkisráðherra og að þeir sem beri ábyrgð á þessu verði látnir svara til saka. Hegðun af þessu tagi samrýmist ekki réttarríkinu,“ segir hann ennfremur. Þess má geta að OECE hefur einnig lýst áhyggjum sínum af þessari þróun. Sjá nánar hér Einnig hér  
Lesa meira
Gry Nergård

Aðskilnaður ritstjórnarefnis og auglýsinga á dagskrá í Noregi

Umboðsmaður neytenda í Noregi, Gry Nergård, hefur lýst þeirri skoðun að stofnunin vilji taka upp nýtt regluverk um skilin milli auglýsinga og ritstjórnarefnis í fjölmiðlum. Í dag gilda um þetta samkepnislög og útvarpslög en að mati umboðsmanns neytenda dugar slík umgjörð ekki lengur. Fjölmiðlaheimurinn sé gjörbreyttur bæði af völdum tækninýjunga og aukinnar markakðsvæðingar og því þurfi nýtt regluverk að ná jafnt til allra tekunda miðla og tækni. Gry Nergård segir ekkert samræmi vera milli þess sem falli undir reglur í samkeppnislögum og þess sem falli undir útvarpslög og í raun sé ekki hægt að hafa reglur um afmarkakða hluta fjölmiðlaheimsins því samruni og samspil fjölmiðlanna sé orðið svo mikið að flókið er orðið fyrir neytendur að fylgast með hvers eðlis þær uplýsingar sem bornar eru á borð fyrir þá eru.  Því sé orðið brýnt að setja reglur um þennan aðskilnað þannig að neytendur séu upplýstir um hvað sé raunverulegt ritsjtónarefni og hvað séu í raun auglýsingar. Sjá umfjöllun hér  
Lesa meira
Vinnustofa um rannsóknarblaðamennsku fyrir unga blaðamenn
Tilkynning

Vinnustofa um rannsóknarblaðamennsku fyrir unga blaðamenn

Auglýst hefur verið vinnustofa (worhshop) á vegum M100 Young European Journalists fyrir blaðamenn á aldrinum 18 - 26 ára.  Á vinnustofunni verður farið í bæði fræðileg og praktísk atriði varðandi vinnubrögð í blaðamennsku og stefnt að því að byggja upp og styrkja tengslanet blaðamanna. Í ár er viðfangsefnið rannsóknarblaðamennska, tilgangur, tækni og áskoranir.  Vinnustofan fer fram í Potsdam í Þýskalandi í haust, og stendur frá  9 -16 september.     Þeir sem samþykktir eru til þátttöku fá styrk fyrir kostnaði við ferðir og uppihald en umsóknir fara í gegnum eftirfarandi slóð:   http://m100potsdam.org/en/m100-en/youth-media-workshop/yej2016/application-calll.html 
Lesa meira
Fleiri fá fréttir af samfélagsmiðlum í BNA

Fleiri fá fréttir af samfélagsmiðlum í BNA

Samkvæmt nýrri könnun „Pew Research Center“ fær meirihluti Bandaríkjamanna fréttir í gegnum samfélagsmiðla. Um 18% fá fréttir oft með þessum hætti. Þetta eru mun fleiri en  .þau 49% Bandaríkjamanna sögðust fá fréttir frá þessum miðlum í svipaðri könnun árið 2012. Kannaðir voru 9 miðlar og kom þá í ljós að Reddit og Facebook eru þeir miðlar þar sem algengast era ð fólk sjái fréttir. Sjá umfjöllun hér
Lesa meira
Blaðamenn ritstýra á laun á Facebook

Blaðamenn ritstýra á laun á Facebook

Aidan White, framkvæmdastjóri Tengslanets um siðlega blaðamennsku (EJN) og fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna skrifar athyglisverðan pistil á heimasíðu samtaka sinna um samanburð á blaðamennsku annars vegar og „algoryþmum“ hins vegar.  Hann gerir frétt í Guardian að umtalsefni þar sem fram kemur að Facebook hefur á laun notað blaðamenn til að ritstýra fréttum sínum. Þessi frétt vegur beint að einni stærstu goðsögn upplýsingabyltingarinnar, að tölvuforrit eða „algoryþmar“ séu jafn  fær og blaðamenn um að skilgreina og meta hvað sé fréttnæmt og hver fréttadagskráin eigi að vera. Sjá pistil White hér  
Lesa meira
Blaðamen ritstýra á Facebook

Blaðamen ritstýra á Facebook

Aidan White, framkvæmdastjóri Tengslanets um siðlega blaðamennsku (EJN) og fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna skrifar athyglisverðan pistil á heimasíðu samtaka sinna um samanburð á blaðamennsku annars vegar og „algoryþma“ hins vegar.  Hann gerir frétt í Guardian að umtalsefni þar sem fram kemur að Facebook hefur á laun notað blaðamenn til að ritstýra fréttum sínum. Þessi frétt vegur beint að einni stærstu goðsögn upplýsingabyltingarinnar, að tölvuforrit eða „algoryþmar“ séu jafn  fær og blaðamenn um að skilgreina og meta hvað sé fréttnæmt og hver fréttadagskráin eigi að vera. Sjá pistil White hér  
Lesa meira
Óheimilt að kanna notkun á

Óheimilt að kanna notkun á "auglýsingabönum" án fyrirfram samþykkis

Á vefsíðu danska Blaðamannsins (journalisten.dk)  er að finna frétt um að það stríði gegn Evrópureglum að fjölmiðlafyrirtæki kanni hvort neytendur feli auglýsingar ( adblockere) í tölvum sínum eða snjalltækjum nema fá til þess sérstakt samþykki viðkomandi fyrst. Þetta er haft eftir talsmanni kommisars  framkvæmdastjórnar ESB varðandi  stafrænan innri markað.  Þessar upplýsingar koma inn í mikla umræðu um gildi svokallaðra „auglýsingabana“ eða „adblockere“ sem notendur geta nýtt sér þannig að í staðinn fyrir að sjá auglýsingar á þar til gerðum auglýsingasvæðum á vefsíðum þá er auður eða hvítur reitur.  Notkun á þessum möguleika hafur farið vaxandi og miklar umræður spunnist um gildi þeirra, bæði á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum, vegna þess að þetta þykir vega að rekstrargrunni netmiðla, sem ekki hefur verið mjög sterkur fyrir.  Um 14% danskra neytenda nýta sér nú þessa leið, og svipuð þróun hefur átt sér stað víðar. Hafa fjölmiðlafyrirtæki mörg hver gripið til þess ráða að sía úr þá sem nota þessa tækni þannig að þeir fá takmarkaðra efni nema gegn borgun, eða þá að þeim eru send einhvers konar skilaboð þar sem  þeir eru hvattir til að  kveikja á auglýsingahólfum á þeirri forsendu að borga þurfi fyrir það ritstjórnarefni sem boðið er upp á.  Sjá meira hér  
Lesa meira
Dr. Emma Briant
Tilkynning

Áróðursstríð gegn hryðjuverkum

„Áróðursstríð gegn hryðjuverkum: Tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa áhrif á fréttaflutning og almenningsálitið“ er yfirskrift opins fundar sem haldinn verður miðvikudaginn 4. maí kl. 12:00-13:00 í HT-101 (Háskólatorg) við Háskóla Íslands. Um er að ræða fyrirlestur þar sem Dr. Emma Briant fjallar um tilraunir bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkanna 11. september til að móta og hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla um baráttu þeirra í svonefndu stríði gegn hryðjuverkum. Í fyrirlestrinum mun hún m.a. vísa til viðtala sem hún hefur átt við háttsetta heimildamenn innan bandaríska stjórnkerfisins, hermálayfirvalda og öryggisþjónustunnar, auk viðtala við blaðamenn og almannatengslafulltrúa, sem varpa ljósi á tilraunir bandarískra yfirvalda til að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla og almenningsálitið. Fundurinn er á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræði og meistaranám í blaða- og fréttamennsku. Dr. Emma Briant er lektor í blaðamennskufræðum við Háskólann í Sheffield.  Hún er höfundur bókarinnar Propaganda and Counterterrorism: Strategies for Global Change, sem kom út árið 2014 og meðhöfundur bókarinnar Bad News for Refugees (2013). Dr. Briant hefur birt fjölda greina í virtum ritrýndum tímaritum á undanförnum árum. Fundarstjóri: Ragnar Karlsson, aðjúnkt og verkefnastjóri meistara- og diplómanáms í fjölmiðla og boðskiptafræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.  Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.   Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Lesa meira
Dunja Mijatovic, forstöðumaður fjölmiðlafrelsisdeildar ÖSE

Sjálfs-eftirlit blaðamanna forsenda trúverðugleika

Samstaða um siðamál og siðareglueftirlit blaðamanna sjálfra með blaðamennsku eru grunnforsendur þess að fjölmiðlar í Evrópu geti notið almenns trausts, að mati forustufólks, mannréttindahópa,  stofnana og blaðamannafélaga í aðdraganda Alþjóðadags fjölmiðlafrelsis, sem  er á morgun, 3. maí. Þannig sagði Dunja Mijatovic, forstöðumaður fjölmiðlafrelsisdeildar ÖSE fulltrúum á aðalfundi Evrópusambands blaðamanna í Sarajevo í síðustu viku að eina leiðin til að tryggja gegnsæi, ábyrgð og raunverulegt fjölmiðlafrelsi væri að blaðamenn héldu sjálfir uppi eftirliti með og fjölluðu um siðferðileg álitamál í greininni (self-regulation).  Dunja Mijatovic, sem var hér á Íslandi í fyrra og flutti þá opinn fyrirlestur um fjölmiðlafrelsi, hvatti EFJ fulltrúa á fundinum í Sarajevo til að standa vörð um sjálfs-eftirlit fjölmiðlamanna. Umræða um sjálfs- eftirlit blaðamanna er nú áberandi og verður  viðfangsefni á dagskrám víða á Alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis á morgun. Sjá áhugaverða umfjöllun hér  
Lesa meira
Lagabreytingar samþykktar á aðalfundi BÍ

Lagabreytingar samþykktar á aðalfundi BÍ

Tillaga um lagabreytingu var samþykkt á aðalfundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi, en tillagan felur i sér að félagsgjald hækkar í 1% af launum úr 0,8% og hlutfallslega hækkar greiðsla lausamanna í samræmi við það.  Eftir lagabreytinguna er greinar 3.1 og 3.2 í lögum félagsins svohljóðandi:   „3.1. Félagsgjald skal vera 1,0% af heildarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma hjá þeim félögum, sem eru fastráðnir eftir aðal- og sérkjarasamningum félagsins. Sjálfstætt starfandi blaðamenn greiða sömu gjöld, þó að lágmarki skv. byrjunarlaunum í 2. flokki kjarasamnings. Stjórn félagsins getur ákveðið að setja þak á félagsgjöld. Aðalfundur ákveður hverju sinni hvort og þá hversu hátt hlutfall félagsgjalda er lagt í varasjóð og orlofsheimilasjóð. 3.2. Biðfélagar greiða 0.5% af byrjunarlaunum í 2. flokki í félagsgjöld. Lausamenn greiða 0.9% af byrjunarlaunum í 2. launaflokki félagsins miðað við janúar ár hvert.“ Ekki urðu breytingar á stjórn félagsins, en nýtt fólk kom inn í samningaráð og kjörnefnd.  
Lesa meira