EFJ fer með lögregluofbeldi í Frakklandi fyrir Evrópuráðið
Fyrir helgi lögðu Evrópusamband blaðamanna og Alþjóðasamband blaðamanna ásamt aðildarfélögum í Frakklandi fram erindi hjá Evrópuráðinu vegna vaxandi ofbeldis gagnvart blaðamönnum í Frakklandi. Málið var lagt fyrir sérstaka deild eðaverkefnisstjórn innan Evrópuráðsins sem sett var á fót til að tryggja öryggi og vernd blaðamanna. Krefjast samtök blaðamanna skýringa frá franska innanríkisráðherranum, Bernard Cazeneuve.
Síðastu 3-4 vikurnar hefur ofbeldi og harka lögreglunnar gagnvart blaðamönnum í Frakklandi valdið samtökum blaðamanna vaxandi áhyggjum og tengist það sérstaklega mótmælum sem verið hafa gegn nýrri vinnulöggjöf og undirbúningi vegna Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu. Hefur í því sambandi verið bent á fjölmörg dæmi þar sem fjölmiðlafólk hefur beinlínis verið gert að skotmörkum lögreglu. Það er engin réttlæting til fyrir ofbeldi og ógnunum af þessu tagi segir Mogens Blicher Bjerregård, formaður EFJ. Við viljum tafarlaust fá skýringar frá Cazeneuve innanríkisráðherra og að þeir sem beri ábyrgð á þessu verði látnir svara til saka. Hegðun af þessu tagi samrýmist ekki réttarríkinu, segir hann ennfremur.
Þess má geta að OECE hefur einnig lýst áhyggjum sínum af þessari þróun.
Sjá nánar hér
Einnig hér
06.06.2016
Lesa meira