- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í vefritinu Columbia Journalism Review birtist nýlega áhugaverð grein þar sem farið er yfir sjónarmið um siðfræðilegar spurningar þegar kemur að blaðaljósmyndun. Útgangspunkturinn er tekinn í myndum eftir Chris Arnade, sjálfstætt stafandi ljósmyndara sem tekur myndir af fátækt og götulífi sem fjölmargir Bandaríkjamenn búa við. Hann myndar persónuleg tengsl við þetta fólk og hjálpar því jafnvel með mat og peninga. Gamalreyndir blaðaljósmyndarar s.s. Michael Kamber gagnrýna hins vegar Arnade fyrir að misnota traust og kaupa fólk sem orðið hefur undir til að vera á myndum hans. Hér á eftir fer örlítið sýnishorn af sjónarmiðum Kamber en í greininni er ítarleg grein líka gerð fyrir sjónarmiðum Arnade:
Blaðaljósmyndarar, sérstaklega þeir sem vinna við hefðbundna miðla, vilja fá tima, fjarlægð og ritstjórn milli þess að þeir smella af mynd og þar til hún birtist á prenti eða á vefsíðu. Kamber segir að þegar hann vann á New York Times, hafi í þau fáu skipti sem hann hafi tekið myndir af konum sem höfðu verið misnotaðar kynferðisl ega eða voru í einhverri sambærilegri viðkvæmri aðstöðu hafi það ekki verið óalgengt að margir ritstjórnendur hefðu haft samband við hann áður en myndin var birt. Þeir spurðu þá spurninga eins og þessara: Áttu einhverja mynd þar sem andlit konunnar sést ekki? Veit konan hvað hún er að samþykkja með myndbirtingunni? Á þessi kona fjölskyldu? Á hún börn sem myndbirtingin gæti sært? Mun myndbirting hafa áhrif á lagalega stöðu hennar á einhvern hátt? Kamber segir að þetta sé raunveruleg blaðamennska.
Sjá greinina í heild hér