Fréttir

Launatafla og samningar

Launatafla og samningar

Að gefnu tilefni er félögum bent á að hægt er að nálgast nýja launatöflu og endurbætta samninga  frá í mars hér á síðunni  Samningar í heild  Launatafla 
Lesa meira
Usókn um orlofshús

Usókn um orlofshús

Vakin er athygli  á að umsóknarfrestur vegna sumardvalar í orlofshúsum BÍ rennur út föstudaginn 15. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um húsin, úthlutunartímabil, kostnað og umsóknir er að finna í nýju tölublaði af Blaðamanninum sem ætti að hafa borist ykkur en er einnig á rafrænu formi hér á síðunni.  Veiðikortin eru áfram til sölu á BÍ á sama verði og verið hefur undanfarin ár.  Þá eru einnig til sölu Flugleiðabréf til þeirra sem eru fullgildir félagar í BÍ. Bréfin kosta 23 þús og gilda sem 30 þús. kr. greiðsla upp í millilandaflug með Flugleiðum.  
Lesa meira
Aðalfundur 28. april
Tilkynning

Aðalfundur 28. april

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2016 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf  Skýrslur frá starfsnefndum  Kosningar*  Lagabreytingar  Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta    *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund.  
Lesa meira
Blaðamaðurinn á leið til félaga

Blaðamaðurinn á leið til félaga

Nýr Blaðamaður er nú á leiðinni til félagsmanna BÍ í pósti. Í þessu tölublaði er sjónum beint að húsakynnum BÍ og heiðursmerki félagsins auk þess sem ítarleg og áhugaverð grein er um fjölmiðlamótið í fótbolta. Þá er umfjöllun um Myndir ársins og Blaðamannaverðlaunin svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem vilja taka forskot á prentútgáfuna geta skoðað blaðið á pdf formi hér.
Lesa meira
Breytingar á samningi samþykktar

Breytingar á samningi samþykktar

Breytingar á kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins dags 15. mars 2016 voru bornar undir atkvæði félagsmanna BÍ í dag föstudaginn 18. mars og voru samþykktar þar samhljóða og án nokkurra mótatkvæða.   Kjarasamningurinn svo breyttur hefur því verið staðfestur og gildir samkvæmt ákvæðum sínum. Jafnframt hafa í dag verið samþykktar samhljóða og án mótatkvæða sambærilegar breytingar á samningi BÍ og DV sem hafa einnig tekið gildi.      
Lesa meira
Atkvæðagreiðsla á föstudag

Atkvæðagreiðsla á föstudag

Akvæðagreiðsla um breytingarnar á samningi BÍ við SA fer fram í húsnæði Blaðamannafélags Íslands á föstudaginn kemur 18. mars 2016.  Kjörfundur verður opinn milli klukkan 10-16 .  Eins og fram kom hér á síðunni í gær hafa Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um breytingar á gildandi kjarasamningi aðila sem felur í sér að laun hækka um 6,2% afturvirkt frá 1. janúar síðastliðnum.  Sú hækkun kemur í stað fyrirhugaðrar 5,5% hækkunar 1. maí næstkomandi.  Að auki munu öll laun hækka um 4,5% 1. maí  2017 og um 3,0% til viðbótar 1. maí 2018.  Þá fela breytingarnar í sér hækkun á lífeyrisframlagi atvinnurekenda um 3,5 prósentustig á samningstímanum í 11,5% þegar það er að fullu komið til framkvæmda 1. júlí 2018. Að sögn Hjálmars Hónssonar formanns BÍ eru þessar breytingar ívilnandi og mjög ánægjulegar fyrir félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Samninginn í heild sinni má sjá hér           
Lesa meira
Breyttir kjarasamningar

Breyttir kjarasamningar

Gengið hefur verið frá breytingum á kjarasamningum milli Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins í samræmi við það sem ASÍ og SA gerðu á dögunum. Þetta felur í sér að launahækkunin verði 6,2% frá 1. janúar í stað þess að verða 5,5% frá 1. maí.  Þá verður almenn launahækkun  4,5% 2017 og 3% 2018.  Samningur mars 2016.pdf  
Lesa meira
Sigurlið SkjásEins og silfurlið DV

SkjárEinn vann fjölmiðlamótið

SkjárEinn sigraði á fjölmiðlamótinu í knattsprnu semhaldið var í Víkurhvarfi í gærkvöldi.  SkjárEinn sigraði DV í úrslitaleik.   DV fékk því silfur en Sport TV fékk bronsið eftir að hafa unnið mbl.is í leik  3.sætið. Á facebooksíðu sini segir hinn margreyndi íþróttafréttamaður og Víðir Sigurðsson svo frá uplifun sinni hugleiðingum eftir mótið í gær: „......að vanda stjórnaði Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands því (fjölmiðlamótinu) af stakri snilld. Hann á miklar þakkir skildar fyrir að halda þessum skemmtilega viðburði gangandi frá ári til árs. Árvakur sendi lang-fjölmennustu sveitina, þrjú af þeim tíu liðum sem tóku þátt, sem sagt Morgunblaðið, mbl.is og Áttuna. Við þessir eldri og reyndari lékum fyrir hönd Morgunblaðsins en þeir ungu og spræku voru í liði mbl.is sem varð að láta sér fjórða sætið duga. Skjár 1 vann, DV varð í öðru sæti og Sporttv í þriðja. Við enduðum frekar neðarlega, Áttan eitthvað ofar....!  Ég spilaði á mótinu þegar það fór í fyrsta skipti fram árið 1988 og vann það oft með DV og síðan Mogganum, en nú er sigurinn fólginn í því að vera með einu sinni enn. Held að ég hafi verið aldursforseti mótsins, og Guðmundur Hilmarsson vinur minn og samstarfsmaður í bráðum 27 ár næstur þar á eftir. Margir í sigurliðinu í kvöld, og margir þátttakenda, voru ekki fæddir þegar við unnum fyrsta mótið!“  
Lesa meira
Auglýsingavörn á netinu hættuleg fjármögnun blaðamennsku?

Auglýsingavörn á netinu hættuleg fjármögnun blaðamennsku?

Áhugaverð umræða á sér nú stað í Bretlandi og raunar víðar í Evrópu um það hvort heimila eigi hugbúnað sem útilokar auglýsingar frá vefumhverfi notanada. Slík auglýsingavörn var m.a. megin þema í ávarpi John Whittingdale menningarmálaráðherra á Fjölmiðlaþinginu í Oxford á dögunum og sagði hann brýnt að setja þegar í gagn umræðuhop til að fara í málið. Auglýsingavörn gæti gjörbreytt rekstrarskilyrðum fjölmiðla og stóraukið vald og áhrif þeirra sem ráða yfir dreifikerfum og þar með vegið að grundvallaratriðum við fjármögnun blaðamennsku og fjölmiðlaefnis yfirleitt. Sjá grein um málið hér
Lesa meira
Vinningshafar í Perlunni í dag.

Blaðamannaverðlaunin afhent

Blaðamannaverðlaunin voru afhent í Perlunni nú síðdegis ásamt verðlaunum Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir Mynd ársins.  Blaðamannaverðlaun eru veitt í fjórum flokkum og fengur verðlaunin að þessu sinni þau Sunna Ósk Logadóttir á Morgunblaðinu, Snærós Sindradóttir á Fréttablaðinu, Magnús Halldórsson á Kjarnanum og þeir Gísli Einarsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Karl Sigtryggsson og Ragnar Santos á RÚV.  Verðlaunin og rök dómnefndar eru sem hér segir: Viðtal ársins 2015 Verðlaunin hlaut Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, fyrir áhrifaríkt viðtal við Einar Zeppelin Hildarson. Í viðtalinu segir Einar í fyrsta skipti opinberlega frá örlagadegi í lífi fjölskyldunnar, þegar móðir hans svipti litlu systur hans lífi og gerði atlögu að lífi hans. Einar var aðeins fjórtán ára. Í rökstuðningi dómnefndar segir:  „Snærós dregur fram átakanlegar lýsingar á aðdraganda og eftirköstum voðaverksins en eins og Einar segir í viðtalinu; þá getur ekkert búið mann undir atburð sem þennan. Þá gerir Snærós baráttunni við kerfið afar góð skil, bæði hvernig ættingjar Einars höfðu, fyrir voðaverkið, reynt að fá Barnaverndarnefnd til að grípa inn í og veita börnunum aðstoð, og síðar hvernig Einari tókst með tímanum að fyrirgefa móður sinni og verða bandamaður hennar í baráttu við geðheilbrigðiskerfið. Þrautseigja Einars og væntumþykja hans í garð móður sinnar er fallegt leiðarstef í eftirminnilegu viðtali.“ Umfjöllun ársins 2015 Verðlaun fyrir umfjöllun ársins hlutu Gísli Einarsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Karl Sigtryggsson og Ragnar Santos, fréttastofu RÚV. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Sögur af bjargarlausu fólki á flótta náðu athygli landsmanna þegar innlendu fréttamennirnir sögðu þær milliliðalaust af vettvangi. Fréttirnar af flóttamannavandanum voru sagðar af áhuga og innsæi. Þær sýndu mikilvægi þess að festast ekki innan veggja fréttastofa og bíða fregna erlendra miðla. Þeir Ingólfur, Ragnar, Gísli og Karl nýttu tækifærið ytra til fullnustu. Fréttamennirnir Ingólfur og Ragnar fönguðu persónulegar raunasögur flóttamanna á vergangi í Evrópu og í flóttamannabúðum í Líbanon. Þeir lýstu blendnum tilfinningum þeirra sem og þeirra 55 flóttamannanna sem voru á leið til Íslands. Fréttirnar kveiktu samkennd þeirra sem sáu.  Gísli og Karl náðu einstökum myndum og sögu um borð í Tý þegar áhöfnin hífði á fjórða hundrað flóttamenn um borð úti frá Líbýu. Aldrei áður hafði svo mörgum verið bjargað um borð í íslenskt varðskip og ómetanlegt að hafa íslenska fréttamenn á staðnum.  Niðurstaðan varð ítarleg umfjöllun sögð annars vegar frá sjónarhorni fólksins sem barðist fyrir betri tilveru og hins vegar íslenskrar áhafnar í fádæma aðstæðum.“   Blaðamannaverðlaun ársins 2015 Blaðamannaverðlaun ársins 2015 hlaut Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu fyrir framúrskarandi umfjöllun um heimsókn sína í flóttamannabúðir í Líbanon, þar sem hún ræddi við sýrlenska flóttamenn og starfsmenn flóttamannabúða. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Með umfjöllun sinni, bæði í texta, myndum og myndböndum, kemur Sunna til skila skýrri mynd af hlutskipti þeirra sem tekist hefur að flýja stríðsátökin í Sýrlandi og komast yfir landamærin. Sérstaklega dregur Sunna upp skýra mynd af aðbúnaði og framtíðarhorfum barna á svæðinu sem eiga erfitt með að skilja af hverju yfirgefa þurfti daglega lífið, vinina og heimilið. Þess í stað lifa þau við örbirgð í flóttamannabúðum þar sem börn eru tekin úr skólum til að vinna og ungar stúlkur eru seldar í hjónaband í mikilli örvæntingu foreldranna þar sem þau reyna að framfleyta fjölskyldunni. Vönduð umfjöllun Sunnu sýndi skýrt úr hvaða umhverfi og aðstæðum Sýrlenskir flóttamenn á Íslandi koma sem er mikilvæg þekking við móttöku flóttamanna.“ Rannsóknarblaðamennska ársins 2015 Verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2015 hlaut Magnús Halldórsson, Kjarnanum, fyrir ítarlega umfjöllun um sölu á hlutum Landsbankans í Borgun, máli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í fjölmiðlaumfjöllun um Borgunarmálið hefur Magnús verið leiðandi, hann hefur fylgt því vel og skipulega eftir og dregið fram ýmsar hliðar þess. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Umfjöllun Magnúsar vegna arðgreiðslna eigenda Borgunar og um sölu Landsbankans á hlut Sparisjóðs Vestmannaeyja leiddi í ljós sterkar vísbendingar um að hagsmunum almennings hefði ekki verið gætt við söluna á Borgun.  Magnús á drjúgan þátt í því með þolinmæði og þrautseigju að koma málinu á þá hillu sem það er nú og undirstrikar með því skýrt aðhaldshlutverk fjölmiðla í málum sem þessum.“ Verðlaun Blaðaljósmyndararfélagsins fyrir Mynd ársins fékk Eyþór Árnason.    
Lesa meira