Umræður um ritskoðun Facebook
Áhugaverð umræða hefur skapast að undanförnu á Norðurlöndum um ritstýringu á Facebook og hvernig hún fer fram, hvað sé ritskoðað og á hvaða forsendum. Umræðan snýst ekki síst um ritstjórnarvald og gríðarlegt eftirlit sem fyrirtækið Facebook hefur. Tilefnið er birting í blaðamannsins og rithöfundarins Tom Egeland á 40 ára gamalli mynd með færslu sem hann setti á Facebook. Myndin er heimsfrægt tákn um hrylling Vietnamstríðsins og sýni hina þá 9 ára gömlu Kim Phuch hlaupa nakta og gátandi í burtu undan napalmsprengjum og sjá má hvernig hold hennar brennur. Facebook kom síðan inn og ritskoðaði birtingu myndarinnar og taldi hana ekki birtingarhæfa samkvæmt reglum fyrirtækisins um nekt. Þetta hefur ýmsum þótt merkileg niðurstaða, enda um einstaka táknmynd úr mannkynssögunni að ræða. Hafa ýmsir síðan kannað hversu langt Facebook gengur í ritskoðun á þessum grundvelli og setti m.a. vefsíða norska Blaðamannsins inn þessa mynd þar sem búið var að gera hana óskýra, en það gilti einu, hún var ritskoðuð. Aðrir hafa prófað að setja inn myndir af heimsþekktum listaverkum þar sem nekt kemur við sögu og virðist það á endanum flest ritskoðað líka.
Sjá umræður hér og hér
25.08.2016
Lesa meira