Fréttir

Frá mótmælum í Póllandi

EFJ mótmælir takmörkun fjölmiðlaaðgengis

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur í dag mótmælt harðlega áformum stjórnarflokksins í Póllandi, flokks Laga og reglu (PiS), um að takmarka verulega aðgengi fjölmiðla að pólska þinginu. Mótmæli hafa staðaið yfir í Pollandi vegna þessa máls alla helgina þar sem mörg þúsund manns hafa tekið þátt. Sjá einnig hér
Lesa meira
Rupert Murdoch. Ítök hans á breskum fjölmiðlamarkaði aukast enn.

Samþjöppun eignarhalds: 21st Century Fox yfirtekur Sky

Samkomulag hefur náðst um kaup  21st Century Fox, fyrirtækis Ruperts Murdochs,  á rúmlega 60% hlut í sjónvarpsstöðinni Sky.  Þar með eignast félag Murdochs allt hlutaféð í Sky en áður átti það tæp 40%.  Þetta hefur orðið til þess að ýmsir hafa viðrað áhyggjur vegna gríðarlegra ítaka Murdocs á breskum fjölmiðlamarkaði, en stórblöðin The Sun og The Times eru nú þegar í hans eigu.  Sjá meira hér
Lesa meira
348 blaðamönnum haldið föngnum

348 blaðamönnum haldið föngnum

Samtökin Fréttamenn án landamæra hafa nú birt hina árlegu samantekt sína á því hversu margir blaðamenn eru í fangelsi, haldið sem gíslum eða er saknað í heiminum.   Mikil fjölgun, um 6% hefur orðið síðan sambærilegar tölur voru birtar í fyrra, en alls er 348 blaðamönnum haldið föngnum eða þeirra saknað nú. Fjöldi starfandi blaðamanna sem haldið er föngnum í Tyrklandi hefur aukist sérstaklega mikið eða um 22% og munar þar mest um atburðarásina sem varð eftir meinta hallarbyltingartilraun í júlí. Yfir 100 blaðamenn eru hún í haldi í tyrkneskum fangelsum og hefur samtökunum Fréttamenn án landamæra tekist að sýna fram á orsakatengsl milli fangelsunar 41 þessara blaðamanna og þess sem þeir hafa verið að fjalla um sem blaðamenn. Sjá nánar hér  
Lesa meira
Frá formlegri útgáfu bókarinnar í húsakynnum BÍ sl. föstudag.  (Mynd: Morgunblaðið/Goli)

Í hörðum slag - Íslenskir blaðamenn II

Í hörðum slag, íslenskir blaðamenn II er nafnið á nýrri bók sem Blaðamannafélagið stendur að útgáfu á.   Í þessari einstöku  bók greina 15 þjóðþekktir íslenskir blaðamenn frá  sjónarmiðum sínum og reynslu af blaðamennsku á seinni hluta 20. aldar og upphafi þessarar aldar. Formleg útgáfa bókarinnar var í húsakynnum BÍ í Síðumúlanum sl. föstudag að viðstöddum flestum þeirra sem rætt er við í bókinni. Guðrún Guðlaugsdóttir er höfundur viðtalanna og nær af næmni að skyggnast með viðmælendum sínum baksviðs í  frétta- og þjóðmálaumræðu á miklum umbrotatímum í Íslandssögunnar.  Þannig gefst einstakt tækifæri til að kynnast samtímis mikilvægum vendingum í fjölmiðlun á Íslandi og kynnast einstaklingum sem  öðrum fremur hafa stjórnað upplýsingastreymi  til almennings áratugum saman.  Viðtölunum fylgja nýjar glæsilegar portrettmyndir Kristins Ingvarssonar af viðmælendum. Bókin hefur einnig að geyma einstakan  ljósmyndakafla sem byggir á fréttaljósmyndasafni Gunnars V.  Andréssonar sem hefur skráð með myndrænum hætti sögu þjóðarinnar í 50  ár. Bókinni lýkur á fræðilegri samantekt um fagvæðingu blaðamannastéttarinnar, sem Birgir Guðmundsson dósent við Háskólann á Akureyri skrifar, en hann er jafnframt ritstjóri bókarinnar. Þeir  sem rætt er við í bókinni eru:   Björn Vignir Sigurpálsson, Magnús Finnsson, Steinar J Lúðvíksson, Kári  Jónasson, Ingvi Hrafn Jónsson, Freysteinn Jóhannsson, Árni Johnsen,  Jóhanna Kristjónsdóttir, Styrmir Gunnarsson, Kjartan L. Pálsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Gunnar V.  Andrésson, Jóhannes Reykdal, Úlfar Þormóðsson, og Sigurdór  Sigurdórsson. Bókin kemur út í tilefni afmælis  Blaðamannafélagsins sem verður 120 ára á næsta ári.  Það er Blaðamannafélagið sem gefur út bókina í samvinnu við Sögur útgáfu og Háskólann á Akureyri.  
Lesa meira
Laura Kuenssberg, blaðamaður ársins í Bretlandi

Bresku blaðamannaverðlaunin

Laura Kuenssberg, ritstjóri pólitískrar umfjöllunar hjá BBC fékk í vikunni útnefningu sem blaðamaður ársins hjá bresku blaðamannaverðlaununum „Press Gazette's British Journalism Awards.“  Verðlaunin fær hún fyrir „að hafa staðið í lappirnar“, eins og dómnefnd orðar það, í umfjölluninni um Brexit.  Um er að ræða tiltölulega ný verðlaun, fyrst afhent árið 2012,  sem sett voru á fót í kjölfar símahlerunar-hneykslisins og Leveson rannsóknarinnar. Hugmyndin er að þetta séu hin „bresku Pulizer-verðlaun“. Verðlaunin eru veitt í 13 flokkum. Fyrir rannsóknarblaðamennsku deildu Guardian og Panoramaþátturinn á BBC verðlaununum fyrir umfjöllun sína byggða á Panamaskjölunum, sem hafði gríðarleg áhrif á stjórnmál í Bretlandi.  Panamaskjölin höfðu mikil áhrif á æðstu stöðum stjórnkerfa nokkurra landa, þar á meðal í Bretlandi, Rússlandi og á Íslandi. Sjá meira hér  
Lesa meira
Gríðarlegur niðurskurður á norskum ritstjórnum

Gríðarlegur niðurskurður á norskum ritstjórnum

Gríðarlegur niðurskurður hefur þegar orðið og er fyrirhugaður á næsta ári á norskum fjölmiðlum og mun láta nærri að alls sé fækki um 372 ársverk á þarlendum ritstjórnum.  Þessi niðurskurður hefur eðlilega valdið talsverðum áhyggjum meðal blaðamanna og annrra sem láta sig samfélagsmál varða og bent er á að fjölbreytni og gæðum sé stefnt í voða.  Mikill niðurskurður stendur fyrir dyrum hjá TV2 sjónvarpsstöðinni þar sem fækka á um 20% fyrir 2020. Þá hafa Dagbladet, VG og Bergens Tidende Aftenposten, Polaris Media og Dagens Næringsliv þegar fækkað starfsfólki og fleiri áforma niðurskurð. Þá hefur norska ríkisútvarpið, NRK einig varað við niðurskuði á næsta ári.  Reikna má með að samrátturinn nemi allt í allt tæpum milljarði norskra króna. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Hatursorðræða í brennidepli

Hatursorðræða í brennidepli

Talsverð umræða hefur skapast um hatursorðræðu í kjölfar þess að Pétur Gunnlaugsson lögmaður og útvarpsmaður á útvarpi Sögu og Jón Valur Jensson, guðfræðingur, voru ákærðir af saksóknara fyrir útbreiðslu haturs, en mál þeirra var tekið fyrir í héraðsdómi sl. föstudag.  Ýmis sjónarmið hafa verið viðruð í þessu samhengi og þykja umhugsunarverð ummæli Dunja Mijatovi?, talsmanns OSCE í tjáningarfrelsismálum sem birtust hér á síðunni fyrir helgi um að tilraunir stjórnvalda til að elta uppi ummæli á samfélagsmiðlum séu líklegar til að skapa andrúmsloft ótta sem væri skaðlegt tjáningarfrelsinu.   Í haust stóð Fjölmiðlanefnd og Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir málstofu um hatursorðræðu, á Fundi fólksins í Norræna húsinu. Erindi fluttu Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 og formaður Trans Ísland, Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla og umsjónarmaður Vísis og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, en auk þeirra tók Unnsteinn Manuel Stefánsson, fjölmiðla- og tónlistarmaður, þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri var Arna Schram, fulltrúi Blaðamannafélags Íslands í fjölmiðlanefnd.  Fjölmiðlanefnd tók saman yfirlit um það sem fram kom á þessu málþingi sem gagnlegt kann að vera að rifja upp nú í tengslum við umræður dagsins. Sjá samantekt Fjölmiðlanefndar hér  
Lesa meira
Dunja Mijatović

OSCE: Meðalhóf þarf í viðbrögðum við fölskum fréttum

Evrópusamband blaðamanna hefur vakið athygli á heimasíðu sinni á skýrslu Dunja Mijatovi?, talsmanni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE ) í málefnum fjölmiðla og tjáningarfreslis þar sem hún fjallar um ástand mála í Evrópu í dag.   Dunja Mijatovi?, sem var hér á Íslandi í fyrra og flutti þá opinn fyrirlestur um fjölmiðlafrelsi, kemur víða við í skýrslu sinni og fjallar meðal annars um öryggismál blaðamanna og  fréttir í samfélagsmiðlum. Varðandi öryggi blaðamanna segir hún meðal annars: „Eins og þið vitið er öryggi blaðamanna ofarlega á minni dagskrá. Enn viðgengst það að ofbeldi gegn blaðamönnum er látið órannsakað og fyrir það er ekki refsað. Þessu verður að linna.“  Til þess að auðvelda aðildarríkjum að takast á við og vakta þessi ofbeldisbrot hefur skrifstofa fjölmiðla í OSCE tekið saman lista yfir blaðamenn sem drepnir hafa verið í ríkjum OSCE frá 1992 ásamt grundvallar uplýsingum um hvernig hefur gengið að rannsaka, saksækja og dæma þá sem ábyrgð á slíkum drápum bera. Um samfélagsmiðla og „handan-sannleik“ (post-truth) kemur m.a. fram í skýrslunni  að  það komi ekki alveg á óvart að í tilraunum fyrirtækja eins og Faceboock séu viðbrögðin við falsfréttum þau að reyna að breyta algorythmum þannig að þeir finni og komi í veg fyrir birtingu tilbúinna frétta.  Það sé liður fyrirtækjanna í að lágmarka skaðann af  umræðunni upp á síðkastið. „En í því liggur líka önnur hætta,“ segir Mijatovi?. „Vegna þess að í raun getur þetta gert tjáningarfrelsinu meira ógagn en nokkur lygi getur gert, hversu skaðleg sem sú lygi kann að vera,“ segir hún enn fremur.  Bendir hún á að fyrir utan vandamálið sem felst í því að skilja á milli sannleika, skoðana og lygi þá sé það í sjálfu til þess fallið að skaða okkur öll eitthvað þegar hugmyndir og skoðanir eru útilokaðar eða jafnvel gerðar glæpsamlegar. „Og í dag horfum við upp á saksóknir á grundvelli stjórnsýslu- og hegningarlaga vegna virkni á samfélagsmiðlum sem fela í sér að einhverjir hafa brugðist við einhverju sem sagt hefur verið á samfélagsmiðlum (að deila, endurbirta, hlekkja við, líka við eða skrifa ummæli). Slík refsigleði stuðlar að  umhverfi ótta að mati Mijatovi? sem segir að þetta geti þróast yfir í beina ritskoðun sem í framhaldinu framkalli sjálfsritskoðun.  „Við skulum ekki fara offari í viðbrögðum okkar við fölskum fréttum og byggja  enn einn vegginn – að þessu sinni vegg í kringum Internetið“,  segir Mijatovi? í skýrslu sinni.  
Lesa meira
Danmörk: Áhyggjur af breyttri stefnu gagnvart DR

Danmörk: Áhyggjur af breyttri stefnu gagnvart DR

 Ný ríkisstjórn í Danmörku, sem áfram er undir forsæti Lars Løkke Rasmussen, hefur kynnt stjórnarsáttmála og þar kemur fram ákveðin stefnubreyting gagnvart danska ríkisútvarpinu Danmarks Radio (DR).  Hugmyndin er að lækka afnotagjöldin og straumlínulaga dagskrárgerðina auk þess sem stefnt er að því að fækka rásum sem sent er út á.  Þessi áform hafa valdið áhyggjum, meðal annars hjá talsmanni DR og hjá Blaðamannafélagi Danmerkur (DJ). Meðal þess sem bent er á, er að þetta muni veikja mjög almannamiðilinn sem fyrst og fremst muni gagnast erlendum keppinautum.  Lars Werge, formaður Blaðamannafélagsins segir að ef reka eigi DR fyrir minna fé en nú er gert sé erfitt að sjá hvernig það verði gert án uppsagna og það sé nokkuð sem ekki sé hægt að sætta sig við. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Skýrsla: Frelsi  á Internetinu minnkaði 2016

Skýrsla: Frelsi á Internetinu minnkaði 2016

Samkvæmt árlegri skýrslu um frelsi á Internetinu sem Freedom House birtir var meira um takmarkanir á tjáningu á netinu í ár en í fyrra og er þetta sjötta árið í röð sem netfrelsi minnkar.  Um 2/3 þeirra sem á annað borð nota Internetið (67%) búa í ríkjum þar sem gagnrýni á stjórnvöld, her eða ráðandi fjölskyldur er háð ritskoðun.  Þá kemur í ljós að fólk sem notar samfélagsmiðla getur nú víða átt von á áður óþekktum refsingum, en stjórnvöld í 38 ríkjum hafa handtekið fólk á grundvelli einhvers sem viðkomandi setti fram á samfélagsmiðli.  Á heimsvísu búa um 27% netnotenda í ríkjum sem hafa handtekið fólk fyrir að hafa „póstað“, deilt, eða sett hlekk á efni á Facebook Þá virðist sem stjórnvöld víða séu í vaxandi mæli að beina athyglinni að skilaboðasmáforritum s.s. WhatsApp og Telegram, en hægt er að dreifa upplýsingum með skjótum hætti eftir þessum leiðum.  Sjá meira hér  
Lesa meira