Fréttir

Aðalfundur BÍ í kvöld!

Aðalfundur BÍ í kvöld!

  Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands verður haldinn í kvöld  fimmtudaginn 28. apríl 2016 klukkan 20 í húsnæði félagsins að Síðumúla 23.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en hæst ber að fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar um lagabreytingu sem felur í sér að félagsgjald hækkar í 1% af launum úr 0,8%.  Það er gert til þess að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn til framtíðar, en gjöldin voru lækkuð úr 1,45% í 0,8% eftir hrun íslensks efnahagslífs 2008 til þess að koma til móts við félagsmenn í þeim miklu erfiðleikum sem þá gengu yfir og fólu meðal annars í sér beinar launalækkanir.  Nú þegar betur árar er rétti tíminn til þess að hækka gjöldin aftur, en það er þó langur vegur að þau fari í það horf sem þau voru í fyrir hrun.   Gjöld til BÍ eru eftir sem áður með því lægsta sem þekkist hér á landi sérstaklega meðal lægri stéttarfélaga.   Tillaga til lagabreytinga lögð fyrir aðalfund BÍ fimmtudaginn 28. apríl 2016: Töluliður 3.1 breytist þannig að í stað 0,8% komi 1,0% í fyrsta málslið. Lagagreinin breytt er þá svohljóðandi: 3.1. Félagsgjald skal vera 1,0% af heildarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma hjá þeim félögum, sem eru fastráðnir eftir aðal- og sérkjarasamningum félagsins. Sjálfstætt starfandi blaðamenn greiða sömu gjöld, þó að lágmarki skv. byrjunarlaunum í 2. flokki kjarasamnings. Stjórn félagsins getur ákveðið að setja þak á félagsgjöld. Aðalfundur ákveður hverju sinni hvort og þá hversu hátt hlutfall félagsgjalda er lagt í varasjóð og orlofsheimilasjóð. Töluliður 3.2 breytist þannig að í stað talnanna 0,7% í öðrum málslið komi 0,9%. Lagagreinin breytt er þá svohljóðandi: 3.2. Biðfélagar greiða 0.5% af byrjunarlaunum í 2. flokki í félagsgjöld. Lausamenn greiða 0.9% af byrjunarlaunum í 2. launaflokki félagsins miðað við janúar ár hvert.    
Lesa meira
365 ekki brotlegt

365 ekki brotlegt

 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur úrskurðað að 365 hafi ekki brotið siðareglur BÍ í umfjöllun sinni um laun dómara þann 5. febrúar sl.  „Laun hækkuðu um 38% í fyrra.“ Sjá úrskurðinn í heild hér  
Lesa meira
Mogens Blicher Bjerregård

EFJ: Mikilvægt að skapa blaðamennskunni gott umhverfi

Mogens Blicher Bjerregård, forseti Evrópusambands blaðamanna (EFJ) segir í leiðara nýjasta fréttabréfs sambandsins að í kjölfar Panamaskjalanna og „Luxlekanna“ efist varla nokkur maður um mikilvægi  rannsókna- og  hágæðablaðamennsku fyrir lýðræðislega stjórnarhætti. Slíkir atburðir og eftirmálar þeirra sýni hve brýnt sé að samfélög fjárfesti í blaðamennsku og skapi henni skilyrði þannig að blaðamenn geti unnið störf sín í umhverfi þar sem fjölmiðlafrelsi, viðunandi starfsskilyrði og höfundaréttur sé til fyrirmyndar.  Þetta verður meðal annars á dagskránni á aðalfundi EFJ sem haldinn er í dag og á morgun í Sarajevo.  Sjá fréttabréf EFJ hér  
Lesa meira
DR í Árósum

DR flytur 150 stöðugildi út á land

Danmarks Radio (DR), ríkisútvarpið í Danmörku hefur ákveðið að um 150 stöðugildi hjá stofnuninni skuli flutt frá Kaupmannahöfn og til Árósa og Álaborgar. Nú liggja fyrir samningar um það með hvaða hætti og hvaða forsendur verða fyrir því að starfsfólk flytji með vinnustaðnum úr höfuðborginni, en ásamt öðru er gert ráð fyrir að starfsmenn geti fengið allt að 60 þúsund danskra króna eða rúmlega 1100 þúsund íslenskra króna greiðslu ef þeir flytja. Svo virðist sem að eftir atvikum sé nokkur sátt  um niðurstöðuna hjá stéttafélögum starfsmanna sem vinna hjá stofnuninni. Maria Rørbye Rønn  útvarpsstjóri DR hefur sagt að tilgangurinn með þessu sé að styrkja bæði DR í held sinni og þær stöðvar sem stöður verði fluttar til, en að þetta sé ekki gert vegna pólitísks þrýsting. Eðlilega komi upp áhyggjur vegna slíkra flutninga enda hafi þeir rask í för með sér en til lengdar sé þetta gott fyrir stofnunina sem eigi að þjóna öllu landinu. Sjá meira hér  
Lesa meira
Áhugaverð könnun í BNA: Fjölmiðlar, fréttir og traust

Áhugaverð könnun í BNA: Fjölmiðlar, fréttir og traust

Spurningar um traust á fjölmiðlum og þá sérstaklega fréttatengdu efni hafa verið áberandi á Íslandi og raunar um allan heim á síðustu árum og misserum.  Lengi vel var það viðtekinn sannleikur að þeir eiginleikar blaðamennsku sem sköpuðu traust væru sanngirni, jafnvægi, nákvæmni og heildræn umfjöllun.  Slíkir eiginleikar eru enn mikilvægir en á tímum stafrænnar fjölmiðlunar, internetsins, athugasemdakerfa og samfélagsmiðla gæti þessi mynd hafa breyst eitthvað. Í nýrri umfangsmikillia rannsókn „The Media Insight Project“,  sem birt er á vef American Press Institue sem fjarmagnaði hana,   kemur fram að traust á fréttatengdu efni getur ráðist af fjölmörgum þáttum. Þessa þætti er hægt að sundurgreina og einangra þannig að bæði útgefendur og notendur geta nýtt sér þá.  Sumir þessara þátta eru nýir og hafa til þessa verið lítið rannsakaðir í tengslum við traust. Má þar nefna ágegni auglýsinga, hversu auðvelt er að rata um fjölmiðlagáttina, hversu hratt efni hleðst inn á netsíðu, og það hvort efni sé uppfært og gerð  grein fyrir nýjustu smáatriðum.  Þeir þættir sem hafa áhrif á traust eru líka ólíkir  eftir því hvers konar ritstjórnarefni um er að ræða. Þannig hafa ólíkir þættir áhrif á það hvort fólk treystir fréttum um veður og færð annars vegar eða fréttum um stjórnmál hins vegar. Stundum skiptir ítarleg frétt máli á meðan í öðrum tilfellum ræður aðgengi og skýrleiki eða jafnvel skemmtigildi meiru um traust. Sjá greinina í heild hér        
Lesa meira
Norræn kvikmyndahátíð: Facebookistan
Tilkynning

Norræn kvikmyndahátíð: Facebookistan

 Sænska sendiráðið langar að benda félagsmönnum Blaðamannafélagsins á dönsku myndina Facebookistan sem sýnd er á Norrænu kvikmyndahátíðinni. Myndin var sýnt í gær og skapaðist töluverð umræða meðal gesta á eftir. Næsta tækifæri að sjá myndina er á morgun, föstudag kl. 18:00. Ókeypis er á myndina og hún er sýnd í Norræna húsinu.   Facebookistan er ný heimildarmynd sem setur samskiptamiðilinn Facebook undir smásjánna. Í myndinni skoðar Gottschau meðal annars lögin sem samskiptamiðillinn byggir á og völdin sem hann hefur yfir persónulegum upplýsingum og tjáningarfrelsi. Eftir sýningu myndarinnar verða umræður með leikstjórann Jakob Gottschau og Baldvini Þór Bergssyni fréttamanni á Rúv/ KASTLJÓS. Áhugaverð heimildamynd hér á ferð. Nánari upplýsingar að finna hér: http://nordichouse.is/is/event/facebookistan-nordic-film-festival-2/  
Lesa meira
Áhyggjur af tilskipun um viðskiptaleynd í ESB

Áhyggjur af tilskipun um viðskiptaleynd í ESB

Evrópusamband blaðamanna (EFJ)ásamt nokkrum samtökum í Evrópu sem láta sig frelsi fjölmiðla og faglega blaðamennsku varða hafa lýst áhyggjum sínum af nýrri löggjöf sem samþykkt var í Evrópuþinginu í gær. Um er að ræðatilskipun um viðskiptaleynd, sem verið hefur í smíðum um nokkurt skeið, en tilskipuninni er ætlað að vernda fyrirtæki gegn iðnaðarnjósnum. EFJ bendir á að með þessari tilskipun sé viðskiptablaðamönnum gert mjög erfitt fyrir við að vinna störf sín. Það sé sérstaklega óheppilegt- ekki síst nú þegar Panamaskjölin hafa dregið fram mikilvægi frjálsra fjölmiðla til að veita viðskiptalífinu aðhald.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Dagur fjölmiðlafrelsis - dagur fjölbreytileikans

Dagur fjölmiðlafrelsis - dagur fjölbreytileikans

Dagur fjölmiðlafrelsis verður tilefni aðgerða víðs vegar um heim þann 3. maí næst komandi, en það eru Sameinuðu þjóðrnar sem tileinkuðu fjölmiðlum og prentfrelsinu þennan dag.  Víða er pottur brotinn í þessum efnum og í Evrópu hyggst EFJ, Evrópusamband blaðamanna efna til mikils málþings í Brussel, sem á að gefa tóninn fyrir umræðu um blaðamennsku og er dagurinn kallaður „hinsegin- dagur“ eða „dagur breytileikans“ (difference-day).  Tilefni þykir til nú að draga athygli að fjölbreytni í samfélaginu og gagnkvæmri virðingu fyrir ólíkum lífsstíl og menningu og veita þeim athygli sem á einhvern hátt eru afskiptir í samfélaginu, einangraðir eða beinlínis kúgaðir. Í þessum skilningi er í raun verið að hvetja til þes að frelsi fjölmiðla (og skyldur) taki mið af aðstæðum á hverjum stað er sé ekki skilgreint sem eitthvað tiltekið  form eða fasti. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: Mikilvægt að blaðamenn auðkenni sig rækilega!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: Mikilvægt að blaðamenn auðkenni sig rækilega!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna íslenska blaðamenn sem eru að vinna á vettvangi fjölmennra mótmæla eða sinna atburðum þar sem aðgangur almennings er á einhvern hátt takmarkaður að tilteknum svæðum á mikilvægi þess að vera rækilega auðkenndir sem blaðamann. Í því sambandi er mikilvægt að vera t.d. í þar til gerðum gulum vestum og með blaðamannaskírteini á sér.  Slíkt tryggir betur að unnt sé að auðvelda þeim aðgengi og kemur í veg fyrir óþarfa vandamál. Þá eru það tilmæli lögreglu til íslenskra blaðamanna að nefna þetta við erlenda kollega sína líka, þ.e. að benda þeim á mikilvægi þess að vera rækilega auðkenndir.  
Lesa meira
Gildi alþjóðlegs tengslanets blaðamanna

Gildi alþjóðlegs tengslanets blaðamanna

Panamaskjölin sem birt voru í gær afhjúpa starfsemi eins helsta fyrirtækisins í heiminum á sviði aflandsviðskipta, Mossack-Fonseca í Panama, byggja á leka sem upphaflega kom til Suddeutse Zeitung.  Um var að ræða um 2,6 terabita af gögnum sem Suddeutse Zeitung síðan fékk Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) í lið með sér ásamt um 100 fjölmiðlum  til að skoða ítarlega.  Segja má að þetta verkefni – eins og raunar önnur sem ICJI hefur stýrt - sýni gildi alþjóðlegs samstarfs og tengslaneta í blaðamennsku. Hér á landi var samstarfsaðilinn Reykjavík Media, eins og fram hefur komið.  Á heimasíðu ICJI er að finna ýmsar upplýsingar um þetta verkefni og meðal annars má finna þar yfirlit yfir  ýmsa tölfræði sem unnin hefur verið upp úr gögnunum. Þar kemur m.a.fram að Landsbankinn í Luxemborg var meðal þeirra 10 banka sem hvað óskaði eftir að fá skráð aflandsfyrirtæki hjá panamska þjónustuaðilanum eða rúmlega 400. Sjá nánar hér  
Lesa meira